Þriðjudagur, 2. febrúar 2016
Ólína: Samfylkingin dauð í haust
Þingmaður Samfylkingar, Ólína Þorvarðardóttir, telur flokkinn dauðann í haust verði ekki gerðar lífgunartilraunir með nýrri forystu.
Eina von flokksins er að flýta landsfundi, segir Ólína.
Ný könnum Gallup gefur Samfylkingu 9,2 prósent fylgi. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 12,9 prósent atkvæðanna.
Samfylkingin er einsmálsflokkur. ESB-aðild er allra mein bót fyrir Ísland. Árni Páll Árnason sitjandi formaður sló þann tón þegar árið 2008 er hann sagði að umsóknin eins og sér um aðild að Evrópusambandinu væri töfralausn við efnahagslegum óstöðugleika.
Vandi einsmálsflokka er að þegar baráttumálið eina og sanna trekkir ekki lengur blasir við pólitíiskt rökþrot.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. febrúar 2016
ESB óttast úrsögn Bretlands
Ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu, í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fer á næstu mánuðum, yrði það stóráfall fyrir ESB.
Evrópusambandið þarf nauðsynlega á Bretlandi að halda af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi er valdajafnari á meginlandi Evrópu og hefur verið frá 18. öld. Ef eitt ríki er öðrum yfirsterkara á meginlandinu jafnar Bretland leikinn, studdi Prússa gegn Frökkum í Napóleonsstyrjöldunum og Frakka gegn Þjóðverjum í tveim heimsstríðum á síðustu öld.
Í öðru lagi er Bretland, með stuðningi við frjálsa verslun og vantrú á yfirþyrmandi ríkisvaldi, náttúruleg mótstaða gegn frönsku stjórnlyndi og þýskum korpóratisma. Aðild Breta að ESB er hemill gegn ofurvaldi embættismanna í Brussel.
ESB þarf meira á Bretlandi að halda en Bretlandi ESB.
![]() |
Leggur til heimild til að falla frá bótagreiðslum við sérstakar aðstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 2. febrúar 2016
Ópólitískt fylgi í leit að stefnu
Píratar voru stofnaðir sem nördaflokkur að tryggja fáeinum þægilega innivinnu með ríkulegum ferðaheimildum en ekki til að breyta stjórnmálum. Með fylgi upp á 35 prósent eru Píratar orðnir eftirlæti þeirra sem eru ópólitískir - en vilja ekki hefðbundin stjórnmál.
Samkvæmt Halldóri Jónssyni eru Píratar duglegir að funda til að finna stefnu handa ópólitíska fylginu sem sópast að þeim. Hængurinn er sá að þeir sem mæta á fundina eru ekki ópólitískir og þar af leiðandi ekki dæmigerðir fyrir fylgið, sem er fundarlatt og nálgast stjórnmál eins og barn sælgætisbar.
Þegar nær dregur kosningum verður áskorun Pírata að finna pólitíska stefnu sem rímar við ópólitískt fylgi.
![]() |
Píratar með mest fylgi í tíu mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 1. febrúar 2016
Bjarni B. svari spurningu um bankarekstur
Einkaframtakið átti banka á Íslandi í fáein ár um og upp úr aldamótum. Það endaði með hruni 2008.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þarf að svara spurningunni um getu einkaframtaksins til að reka banka. Ríkið gat rekið banka nær alla síðustu öld án þess að þeir færu á hausinn.
Það er ekkert svar að segja ,,prinsippmál" að ríkið eigi ekki banka.
Einkaframtakið er ekki með þá ferilsskrá að því sé treystandi fyrir banka. Engin ,,prinsipp" geta falið þá staðreynd.
![]() |
Fiskað í gruggugu vatni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 1. febrúar 2016
Vinstriflokkarnir sameinist, flækjan er ólýðræðisleg
Vinstriflokkarnir á alþingi gerðu þjóðinni greiða að sameinast, eins og Össur Skarphéðinsson leggur til.
Flækjan sem vinstriflokkarnir standa fyrir, að bjóða upp á fjórar útgáfur af vinstripólitík, er ólýðræðisleg. Flokkarnir fjórir Píratar, Björt framtíð, Vinstri grænir og Samfylkingin valda pólitísku ógagnsæi sem er lýðræðinu fjötur um fót.
Sameining vinstriflokkanna felur í sér að þrír starfandi flokkar yrðu á þingi; vinstriflokkur, miðflokkur og hægriflokkur.
Kjósendur stæðu frammi fyrir skýrum valkostum. Það er til hagsbóta fyrir lýðræðismenninguna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 1. febrúar 2016
Breytt stjórnmál, hagpólitík víkur fyrir valdeflingu
Þegar Bill Clinton, eiginmaður Hillary, varð forseti 1993 snerust stjórnmál um efnahagsmál, it's the economy, stupid.
Hagpólitík er víkjandi nú á tímum allsnægta. Hagfræði sem fræðigrein skortsins er ekki lengur jafn viðeigandi eins og hún var á dögum Karl Marx og Adam Smith, - jafnvel hagfræðingar viðurkenna það.
Stjórnmál í dag snúast um valdeflingu. En valdefling eins er á kostnað annars. Stjórnmálin verða eftir því hatrammari.
![]() |
Iowa-búar ganga til forkosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)