Mánudagur, 2. febrúar 2015
Promens reynir fjárkúgun, fær stuðning Samfylkingar
Promens vildi niðurgreiddan gjaldeyri til að fjárfesta erlendis en fékk ekki og hótar nú að flytja höfuðstöðvarnar úr landi.
Á mannamáli heitir þetta fjárkúgun.
Ekki kemur á óvart að Samfylkingin styðji Promens.
![]() |
Vildi gjaldeyri á afslætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. febrúar 2015
Grikkland og Kýpur án evru í faðm Rússa
Alexi Tsipras forsætisráðherra Grikkja heimsótti starfsbróður sinn á Kýpur, sem er álíka gjaldþrota og Grikkland, gagngert til að auglýsa að sameiginlegt brotthvarf þeirra beggja úr evru-svæðinu myndi setja Suðaustur-Evrópu í uppnám.
Til að ekkert færi á milli mála sagði Tsipras að Grikkir og Kýpverjar gætu miðlað málum milli Evrópusambandsins og Rússlands vegna Úkraínu-deilunnar. Undirliggjandi hótun er að Rússum verði hjálpað að opna nýja víglínu í Suðaustur-Evrópu í gegnum Grikkland/Kýpur ef ESB lætur ekki undan kröfum Grikkja um stórfelldar afskriftir af skuldum.
Bæði Tsipras og fjármálaráðherra hans, Yanis Varoufakis, eru sagðir plotta á mörgum hæðum. Þeir ýmist hóta eða lofa, biðjast vægðar eða hnykla vöðvana í valdaskaki. Vandinn við slík plott, eins og gamlir Alþýðubandalagsmenn vita, er að halda þræði milli hæða. Ef þráðurinn slitnar fer illa fyrir Tsipras og Grikkjum.
![]() |
Obama stendur með Grikkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. febrúar 2015
Lífeyrissjóðirnir og sósíalistaríkið Ísland
Hávaðinn í húsnæðisumræðunni er skipulagður í tengslum við lausa kjarasamninga. Ætlunin er að mjólka ríkið í þágu verktaka annars vegar og hins vegar kaupenda.
Í ljósi þess að lífeyrissjóðirnir eru þegar á fasteignamarkaði, í gegnum ýmsa vaxtasjóði, og hafa þar með stuðlað að fasteignabólu, er eðlilegast að þeir komi sjálfir að átaki í húsnæðismálum.
Meginþungi krafna verkalýðshreyfingarinnar beinist ekki að viðsemjendum, Samtökum atvinnulífsins, heldur að ríkissjóði. Þetta segir forseti ASÍ
Hann segir það vera fyrst og fremst í höndum ríkisstjórnarinnar að búa svo um hnútana að þjóðarsátt gæti skapast. Gylfi nefnir í því sambandi skattkerfið, velferðarkerfið, bæði húsnæðismál og heilbrigðismál, og eins menntakerfið.
Samkvæmt orðum forseta ASÍ er Ísland orðið að sósíalistaríki þar sem ríkisvaldið skipar fyrir um kaup og kjör á vinnumarkaði. Næsta skrefið er áætlunarbúskapur með fimm ára áætlunum.
![]() |
Allt á eftir að loga hérna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 1. febrúar 2015
Össur og pólitík heimskunnar
Evrópusambandið er í stríði við Rússa vegna Úkraínu og í innanlandsófriði vegna ósamkomulags um efnahagsstjórnun annars vegar og hins vegar út af deilum um flóttamannpólitík. Í ofanálag er veruleg hætta á að Bretland segi skilið við Evrópusambandið.
Össur Skarphéðinsson segir ekkert, nákvæmlega núll, um stöðu Evrópusambandsins. En hann er uppfullur af kenningum og sjónarmiðum um hvað gerist ef ríkisstjórnin afturkallar umboðslausu umsóknina um aðild að Evrópusambandinu frá 16. júlí 2009.
Össur er stjórnmálamaður þeirra greindarskertu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 1. febrúar 2015
ASÍ veit hvað kaupið má hækka
Hagdeild ASÍ er beintengd við stærstu fyrirtæki landsins í gegnum eignarhlut lífeyrisjóðanna í Icelandair, Högum, Össuri, Marel og öðrum skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni.
Forseti ASÍ getur dundað sér við að hamast á kaupi lækna og kennara en það breyti ekki þeirri staðreynd að kaup ASÍ-launþega kemur frá fyrirtækjum að stórum hluta í eigu verkalýðshreyfingarinnar.
Forseti ASí ætti að ráðgast við hagdeildina sína og spyrja hvað fyrirtæki verkalýðshreyfingarinnar geta hækkað kaupið án þess að til vandræða horfi.
ASí gæti líka gert okkur öllum greiða og skellt á svona tveggja mánaða allsherjarverkfalli til að kæla hagkerfið. Eftir það yrði verulegt atvinnuleysi sem myndi lækka kaup og kaupkröfur; málið væri leyst.
![]() |
Útafkeyrsla við samningaborðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 1. febrúar 2015
Tsipras er And-Merkel; sæmdin í gríska harmleiknum
Angela Merkel kanslari er hagsýna húsmóðir evru-heimilisins sem krefst þess að endar nái saman og heimilið safni ekki ósjálfbærum skuldum. Alexi Tsipras forsætisráðherra Grikkja er töffarinn (kallaður sexý Alexi) sem segir nóg komið af hallærislegum húsráðum miðaldra þýskrar kerlingar, nú sé kominn tími skuldaafsláttar svo að Grikkir fái tilbaka sæmd sína.
Þýska tímaritið Spiegel rekur eitt fyrsta embættisverk Tsipras, að leggja blóm við minnismerki grískra andspyrnumanna sem Þjóðverjar tóku af lífi í seinni heimsstyrjöld. Pólitísku skilaboðin eru ótvíræð, samstaða gegn Merkel í dag í nafni samstöðunnar gegn Hitler fyrir 70 árum.
Sæmd Grikkja mun kosta stórt. Die Welt segir skuldaafsláttinn, sem Tsipras krefst, vera þann langstærsta í gervallri sögu afskrifta af skuldum þjóðríkja.
Til að knýja á um sæmd Grikkja er Tsipras orðinn nýjasti vinur Pútíns Rússlandsforseta á vesturlöndum. Þar er marxistinn Tsipras kominn í félag með öfgahægriflokk Maríu Le Pen í Frakklandi. Grikkland er á Balkanskaga þar sem fyrir hundrað árum braust út fyrri heimsstyrjöld. Sæmd Serba var í húfi og Rússar tóku ábyrgð á henni andspænis særðu þýsku stolti með sögulegum afleiðingum.
Sæmd Grikkja er annað heiti á grískum lífstíl, sem er að eyða í dag og borga skuldir eftir minni. Þýskur lífstíll er að spara í dag til að eiga fyrir útgjöldum á morgun.
Evran bindur saman gagnólíka efnahagsmenningu. Annað tveggja hlýtur að gefa eftir, efnahagsmenning Þjóðverja eða sjálf evran. Sá sem veðjar á að sæmd Grikkja fari með sigur af hólmi er áhættufíkill.
![]() |
Þurfum tíma til að anda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)