Fimmtudagur, 5. febrúar 2015
Reykvískt ástand á landsvísu - nei, takk
Vinstrimenn stjórna Reykjavíkurborg ekki í þágu almennins og alls ekki í þágu þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu. Vinstrimenn stjórna höfuðborginni með sértæka hagsmuni miðbæjarelíunnar í huga.
Borgarstjórnar vinstrimanna koma úr 101-Reykjavík; Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson. Borgarfulltrúar vinstrimanna eru allir með tölu hallir undir miðbæjarveruleika.
Skólahald, þjónusta við fatlaða og önnur mál sem ekki eru á áhugasviði vinstrimanna falla í skuggann af vinstriforgangi: regnbogagötum, flugvöllin burt og götur án bíla er framtíðarsýn vinstrimanna.
Reykvískt ástand á landsvínu væri katastrófa.
![]() |
Við erum gríðarlega ósátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2015
Rokk, sex og ósjáfbjarga Grikkir í Stór-Evrópu
Grikkland er án fullveldis og án sjálfsbjargar. Kosningarnar í Aþenu í lok maí voru ekki þingkosningar nema að nafninu til; í reynd voru þetta sveitarstjórnarkosningar í Stór-Evrópu. Ný hreppsnefnd í Grikklandi reynir að dylja veika pólitíska stöðu með glamúr. Fjármálaráðherrann er kynntur sem rokkstjarna og forsætisráðherrann svarar gælunafninu Sexý-Alexí.
Fjármálaráðherrann, Yanis Varoufakis, viðurkennir að Grikkland sé gjaldþrota. En þar sem Grikkland er í evru-samstarfi við 18 önnur ESB-ríki þá krefst hann þess að Grikkjum sé bjargað frá rökréttum afleiðingum gjaldþrots. Varoufakis vill peningasekki frá Brusel, Frankfurt og Berlín til að halda uppi lífskjörum í Grikklandi, sem þó eru betri en Eystrasaltslöndunum og Slóvakíu.
Varoufakis biður um Merkel-áætlun til að bjarga Grikkjum með vísun í Marshall áætlun Bandaríkjanna eftir seinna stríð til að endurreisa Evrópu. Evran er sem sagt búin að leggja Evrópu í rúst, líkt og seinna stríð gerði.
Að hætti rokkstjarna, sem framleiða smell eftir smell, trompar nýjasti yfirlýsingasmellur Varoufakis þann síðasta. Í dag kallar hann kröfur um grískan sparnað Versalasamning með vísun í auðmýkjandi friðarsamning Þjóðverja eftir fyrra heimsstríð.
Úr fjölmiðlum Þjóðverja lekur eitrið. Viðskiptaritstjóri Frankfurter Allgemeine segir þá Grikki sem greiddu fasteignaskatta, og þeir voru ekki margir, hafa misst allan greiðsluvilja enda ríkisstjórn vinstrimanna búin að lofa að lækka skattana.
Rokk og sex borgar hvorki reikninga né heldur efnahagskerfi gangandi. Grikkir eiga eftir að horfast í augu við þá staðreynd að innan evru-svæðisins eru þeir Kópasker.
![]() |
Peningarnir að klárast hjá Grikkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2015
Götur, fatlaðir og forgangur vinstrimanna
Vinstrimenn í Reykjavík dunda sér við að eyða hundruðum milljóna króna í að breyta götum til að þær þoli ekki bílaumferð en virka smart fyrir augað.
Vinstrimenn í Reykjavík geta á hinn bóginn ekki séð til þess að þjónusta við fatlaða sé í sæmilegu lagi.
Forgangsröðun vinstrimanna afhjúpar áherslur þar sem ásýndin er allt en innihaldið ekkert.
![]() |
Stúlkan sem sat ein í bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2015
Hótel mamma og pabbi banki
Ungt fólk dvelur lengur heima hjá sér, á hótel mömmu; þegar það kaupir sína fyrstu íbúð leggja foreldrar út hluta útborgunarinnar.
Að sumu leyti er þetta rökrétt. Ungt fólk tekur sér lengri tíma að fullorðnast, það er unglingar fram undir þrítugt, og foreldrar þeirra eiga oft og á tíðum rúmgóðar fasteignir. Þá umbunar launakerfið reynslu og menntun, sem þýðir að þeir eldri eru í betri þénustu en þeir yngri.
Þegar stjórnmálamenn segjast ætla að grípa í taumana á húsnæðismarkaðnum er rétt að staldra við og spyrja hvort við færum þá ekki úr öskunni í eldinn.
![]() |
Nauðsynlegt að breyta um stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2015
Þurfum verkföll til að stöðva þenslu
Hagvöxtur yfir 4% er þensla sem er hættuleg enda skapar hún ójafnvægi milli framleiðsluþátta í hagkerfinu. Þegar er farið að bera á þenslueinkennum s.s. í eignabólu á fasteignamarkaði.
Til að slá á óæskilega þenslu væri gott að fá verkföll, helst allsherjarverkfall í einn eða tvo mánuði, til að kæla hagkerfið.
Ríkisstjórnin ætti að leggja sig fram um auka líkurnar á verkföllum með því að segja ASÍ að éta það sem úti frýs þegar Gylfi og félagar koma með kröfur á ríkissjóð að redda peningum svo að fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna, t.d. Hagar, geti áfram borgað smánarlaun.
Verkföll myndu slá á ósjálfbæran hagvöxt í tæka tíð og stuðla að jafnvægi í hagkerfinu.
![]() |
Spá 4¼% hagvexti í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2015
ESB-umræða í sex ár: Nei-ið alltaf yfir
Látlaus umræða um ESB-aðild Íslands verður sex ára í sumar þegar afmælis umboðslausu umsóknar Samfylkingar verður minnst með aulahrolli. Þennan tíma eru andstæðingar aðildar Íslands ávallt með meirihluta þjóðarinnar með sér.
ESB-sinnar stunduðu blekkingar frá upphafi til að vinna umsókninni fylgi. Reynt var að telja þjóðinni trú um að óskuldbindandi viðræður við ESB væri í boði. Svo er ekki, aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið aölögunar. ESB útskýrir hvað aðlögun felur í sér
Hugtakið ,,viðræður" getur verið misvísandi. Aðildarviðræður eru með áherslu á skilyrði og tímasetningar á því hvernig umsóknarríki aðlagar sig að reglum ESB - sem telja 100 þúsund blaðsíður. Og þessar reglur (einnig kallaðar acquis, sem er franska og þýðir ,,það sem hefur verið samþykkt) er ekki hægt að semja um.
Löngu tímabært er að horfast í augu við kaldan pólitískan veruleika ESB-umræðunnar og afturkalla umboðslausu umsóknina.
![]() |
Meirihluti vill ekki í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2015
Illugi til formennsku í Samfylkingu, Helgi hræddur
Illugi Jökulsson kannar stuðning við formannsframboð í Samfylkingunni en sitjandi formaður, Árni Páll Árnason, þykir ekki gera sig. Egill Helgason og Gunnar Smári Egilsson eru áhugasamir um framboð Illuga sem kynnti hugmyndina með færslu á fésinu.
Fésbókarsíða er komin í loftið til að kanna stuðning við framboðið. Þar segir
Þegar Illugi hefur látið undan þrýstingi fjöldans munu hér birtast hvatning hans {til] Samfylkingarfólks og stefnan út úr ógöngum flokks og þjóðar.
Þingmenn Samfylkingarinnar eru í erfiðri stöðu enda stendur flokkurinn illa og líklegt að þingsætum fækki í næstu kosningum. Helgi Hjörvar er þegar farinn að bera í víurnar í óstofnaðan hægriflokk Benedikt Jóhannessonar.
Samfylkingin er þreyttur flokkur enda endurnýjaðist þingmannaliðið ekkert í síðustu kosningum sem skiluðu flokknum 12,9 prósent fylgi.
Illugi Jökulsson er duglegur að smala fólki á Austurvöll til að mótmæla hinu og þessu og gæti þótt heppilegur í fylgissmölun ógæfusama aldamótaflokksins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2015
Helgi Hjörvar óskar inngöngu í Viðreisn
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar óskar sér nýs hægriflokks til að berjast fyrir ESB-aðild Íslands. Skilaboð Helga eru að Samfylkingin (12,9%) klúðraði málinu og nú sé komið að hægriflokki að reyna sig.
Helga liggur svo á að hann er tilbúinn stofna þingflokk ESB-sinna þótt enginn sé enn stjórnmálaflokkurinn enda Benedikt Jóhannesson ekki búinn að stofa Viðreisn þótt lógóið sé komið.
Þrjá þingmenn þarf í þingflokk, eins og Helgi veit. Útspilinu er beint að Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Vilhjálmi Bjarnasyni þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem gera reglulega ESB-gælur.
![]() |
Alþjóðasinnaðir hægrimenn heimilislausir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2015
Þríeykið dautt á 45 sek.; Pútín gæti fengið neitunarvald í Brussel
Yanis Varoufakis fjármálaráðherra Grikkja drap þríeykið (Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, Evrópska Seðlabankann og ESB) sem stjórnar leiðangri Grikkja til sjálfshjálpar úr efnahagshruni. Drápið náðist á ræmu og tók ekki nema 45 sekúndur.
Leiftursókn fjármálaráðherra Grikkja, ásamt Tsipras forsætisráðeherra, skorar stórt í umræðunni. Félagarnir er búnir að króa af Angelu Merkel kanslara sem neitar Grikkjum afskrift af lánum sem þeir geta ekki borgað. Í Telegraph segir að Merkel verði að gefa eftir.
Münchau í Spiegel gengur enn lengra og segir ef Merkel hrindi Grikkjum í faðm Rússa þá verði Pútin kominn með neitunarvald í Evrópusambandinu enda væru landsmenn Sókratesar þá orðnir að strengjabrúðum trúbræðra sinna í austri.
Öll Evrópa er í uppnámi vegna þess að tíu milljón manna þjóð tekur evruna í gíslingu. Sannarlega er það rétt að evran er pólitískt verkfæri - að því er virðist til sjálfstortímingar Evrópusambandsins.
![]() |
Vill samkomulag fyrir lok maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2015
Skelfing Árna Páls; Vg eina huggunin
Samfylkingin hlaut ömurlega kosningu undir forystu Árna Páls Árnasonar 2013, eða 12,9%. Samfylkingin ætti að vera með um 30% fylgi miðað við hvernig til var stofnað um aldamótin.
Daginn sem Árni Páll tilkynnti áform sín um endurkjör fékk hann þær fréttir að Samfylkingin stæði í 18 prósent fylgi og væri í tapferli. Eina huggun Árna Páls og félaga er að Vg stendur enn verr með 11 prósent fylgi.
Vinstriflokkarnir ná ekki til fólks. Píratar eru á hinn bóginn á flugi enda öðruvísi og ábyrgðarlausir.
Samfylking og Vg eru gagnkvæmt útilokandi flokkar, nema í undantekningatilfellum, eins og rétt eftir hrun. Eina leið Samfylkingar til að stækka er með aukinni hægripólitík en þá lekur vinstrafylgið yfir til Vg. Og ef Vg reynir að efla sig með aukinni róttækni flýja hófsamir til Samfylkingar. Gagnkvæm gíslataka vinstriflokkanna á fylgi hvors flokks er leiðarstef í sögu þeirra.
Einkennisorð Samfylkingar og Vg eru: sælt er sameiginlegt skipbrot.
![]() |
Árni Páll sækist eftir endurkjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)