Ţriđjudagur, 18. febrúar 2025
Evrópa vill stríđ, Trump friđ
Herská ESB-Evrópa og Ísland, ef marka má Kristrúnu og Ţorgerđi Katrínu, vilja halda áfram stríđi í Úkraínu. Ekki er nóg drepiđ, limlest og eyđilagt. Meiri hörmungar ţarf til ađ fullnćgja drápsfúsri ESB-Evrópu og vćntanlegri hjálendu. Trump Bandaríkjaforseti bođar á hinn bóginn friđ. Rússar eru tilbúnir í viđrćđur viđ Trump en hvorki viđ ESB-Evrópu né Selenskí, umbođslausan Úkraínuforseta.
Tvćr meginástćđur eru fyrir stríđslyst ESB-Evrópu. Í fyrsta lagi ađ víkka út ytri landamćri meginlandsklúbsins međ Brussel sem höfuđborg. Í öđru lagi ađ ţétta rađirnar. Fátt eykur meira samheldni og samrćmt göngulag Evrópusambandsins en sameiginlegur óvinur - Rússland.
Trump er ekki haldinn Rússafóbíu og lítur ekki svo á ađ Pútín stefni á heimsyfirráđ, líkt og Brussel-klíkan gerir. Bandaríkjaforseti segir Úkraínustríđiđ tilgangslaust, mannslífum og verđmćtum sé fórnađ til einskins. Sjónarmiđ ESB-Evrópu og Íslands er ađ stríđiđ ţjóni göfugum pólitískum tilgangi.
ESB-elítan vonađist til ađ á öryggisráđstefnunni í München um liđna helgi myndu Bandaríkin og ESB-Evrópa stilla saman strengina. Símtal Trump og Pútín fyrir ráđstefnuna sló á ţćr vćntingar. Rćđa Vance varaforseta Bandaríkjanna á sjálfri ráđstefnunni gerđi úti um allar vonir ađ ESB-Evrópa og Bandaríkin yrđu samstíga ađ leysa Úkraínudeiluna. Evrópa, sagđi Vance, hefur tapađ grunngildum sínum. Evrópskar árásir á tjáningarfrelsiđ heima fyrir er meiri ógn viđ frelsi og velsćld álfunnar en Rússland.
Gagnólík heimssýn skýrir stađfest hyldýpi á milli Trump-Ameríku og ESB-Evrópu. Trump viđurkennir ađ heimsbyggđin sé ekki einpóla međ Bandaríkin sem ćđsta yfirvald. Sitjandi Bandaríkjaforseti ćtlar ađ ná samstöđu og gagnkvćmum skilningi međ Rússlandi, og síđar Kína, um hvernig skynsamlegast sé ađ haga málum. Komist á eđlileg samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands veikist Kína sjálfkrafa eru óskráđ undirmál Trump-stefnunnar í nýjum margpóla heimi. Í stađ einpóla heims verđur til ţríveldi. Kjörstađa Bandaríkjanna er ađ deila og drottna í ţríveldinu.
Ţađ var sjálfur Pútín sem áriđ 2007, fyrir 18 árum, einmitt á öryggisráđstefnunni í München, varađi viđ einpóla heimi. Ţegar Pútín talađi í München fyrir 18 árum var Trump ađ reyna fyrir sér í sjónvarpsseríu sem hét Lćrlingurinn. Hér heima var Kristrún nýfermd og Ţorgerđur Katrín upptekin ađ semja um kúlulán sem hún ćtlađi aldrei ađ borga. Stöllurnar halda engu ađ síđur ađ ţćr kunni utanríkispólitík og binda sitt trúss, og Íslands, viđ hornkerlinguna í Brussel.
Einfalt er ađ útskýra heimssýn Brussel-klíkunnar. Einpóla heimur ţar sem Bandaríkin eru sykurpabbi ESB-Evrópu. Heimsmyndin hrundi um liđna helgi í beinni útsendingu í München. Í lok ráđstefnu grétu fullorđnir menn í rćđustól er sykurpabbinn yfirgaf samkvćmiđ og skellti á eftir sér hurđinni.
Sjónarhorn Trump er ađ Úkraína sé smámál sem ţarf ađ afgreiđa áđur en varanlegar breytingar verđa á heimsskipan, sem í grunninn var ákveđin í lok seinna stríđs og viđhaldiđ af vestrinu eftir lok kalda stríđsins. Trump er raunsćismađur, ekki hugsjónavingull međ dagdrauma um ímyndađan heim. Ekki frekar en ađ trúir ađ kynin séu ţrjú, fimm eđa seytján. Evrópu-elítan er hinsegin, Trump veruleikinn.
Trump kemur úr heimi viđskipta. Hann er međ varaáćtlun, verđi ekkert af samkomulagi viđ Rússa um lok Úkraínustríđsins. Varaáćtlunin gerir ráđ fyrir ađ Bandaríkin eignist náttúruauđlindir og innviđi Úkraínu, landiđ verđi í raun hjálenda Bandaríkjanna, og stríđiđ haldi áfram međ auknum tilstyrk frá Washington. Í samanburđi viđ varaáćtlunina um Úkraínu er Gasa-yfirtaka Bandaríkjanna hjóm eitt.
Rússum er kunnugt um varaáćtlun Trump. Pútín virđist hafa fengiđ ţau skilabođ frá Trump ađ Rússar megi halda herteknu svćđi, um 20% af Úkraínu, auk Krímskaga, og ađ Úkraína verđi ekki Nató-ríki. Vitađ er ađ Rússar hafa augastađ á tveim stórum borgum sem eru í grunninn rússneskar, Ódessa og Karkhív. En ţeir fá ţćr ekki, samkvćmt Trump-áćtluninni. Rússar vita ţó ađ lofi Bandaríkin ađ enginn bandarískur hermađur verđur sendur til Úkraínu ađ gćta friđar er skiliđ eftir valdatóm sem hermenn ESB-Evrópu geta ekki fyllt. Rússar verđa međ svigrúm til ađ auka áhrif sín eftir ađ friđur kemst á.
Stćrsti ávinningur Rússlands verđa ekki landvinningar eđa Nató-bann á Úkraínu. Heldur hitt ađ Rússar fá aftur sćti viđ háborđ stórveldanna, viđskiptaţvingunum verđur aflétt. Og ekki leiđist Pútín ađ sjá ESB-Evrópu međhöndlađa sem sveitarómaga.
Niđurstađa friđarviđrćđna Trump og Pútín er ekki komin. Selenskí Úkraínuforseti virđist telja máliđ útkljáđ. Hann flaug í gćr til Sameinuđu arabísku furstadćmanna og undirritađi víđtćkan samning um ađ úkraínskt fé, sem einu sinni var vestrćnt, fái heimilisfestu fjarri vígaslóđ og yfirvofandi rússneskum friđi.
![]() |
Lavrov: Ţátttaka Evrópu tilgangslaus |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 17. febrúar 2025
Byrlunarmáliđ lesiđ afturábak
Fyrsta opinberun byrlunar- og símamálsins er morguninn 21. maí 2021. Stundin og Kjarninn birtu samtímis efnislega sömu fréttina um meinta ófrćgingarherferđ tveggja starfsmanna Samherja á hendur blađamönnum og fjölmiđlum. Fréttirnar eru keimlíkar, sjá hér og hér, og vísa í sömu gögn, fengin úr síma Páls skipstjóra Steingrímssonar.
Ţennan morgun, 21. maí 2021, var enginn annar fjölmiđill međ ţessa frétt, ađeins Stundin og Kjarninn. Hvernig geta tveir ótengdir fjölmiđlar setiđ einir ađ sömu fréttinni? Svariđ er einbođiđ. Ţriđji ađili skipulagđi birtingu fréttanna. Í frétt Kjarnans er viđurkennt ađ ţriđji ađili útvegađi fréttina og ađ lögbrot hafi veriđ undanfari:
Ábyrgđarmenn Kjarnans vilja taka fram ađ umrćdd gögn sem eru grundvöllur umfjöllunar miđilsins bárust frá ţriđja ađila. Starfsfólk Kjarnans hefur engin lögbrot framiđ...
Í viđtengdri frétt Morgunblađsins segir ađ skipulagiđ hafi veriđ svo nákvćmt ađ daginn fyrir birtingu hringdu blađamenn Stundarinnar og Kjarnans í Pál skipstjóra um sama leyti:
Símtölin voru međ tíu mínútna millibili og eftir ţau skundađi Páll rakleitt á lögreglustöđ og gaf nýja skýrslu í málinu.
Blađamennirnir sem hringdu í skipstjórann voru Ađalsteinn Kjartansson á Stundinni og Ţórđur Snćr Júlíusson á Kjarnanum. Símtölin voru ađeins til ađ uppfylla formskilyrđi, tala viđ skipstjórann sem blađamenn ásökuđu um ađ vera foringja skćruliđadeildar Samherja.
Hver útvegađi Ađalsteini annars vegar og hins vegar Ţórđi Snć fréttina? Ţáverandi eiginkona skipstjórans er andlega veik. Hún hefur játađ ađ hafa fariđ međ síma skipstjórans ţann 4. maí 2021 og afhent símann Ţóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks til afritunar á Efstaleiti. Eftir afritun var síma skipstjórans skilađ á sjúkrabeđ hans.
Ţóra vissi fyrirfram ađ sími skipstjórans var vćntanlegur. Fyrir byrlun og stuld hafđi Ţóra keypt síma samskonar og skipstjórans, af gerđinni Samsung. Hvernig vissi Ţóra ađ Páll skipstjóri notađi Samsung-síma? Nú, vitanlega, Ţóra var í samskiptum viđ eiginkonu skipstjórans áđur en byrlun og stuldur fóru fram ţann 3. maí 2021.
Ţegar Ţóra keypti Samsung-símann var Ađalsteinn Kjartansson undirmađur hennar á Kveik. En 30. apríl 2021, ţrem dögum fyrir byrlun, tilkynnti Ađalsteinn á Facebook ađ hann vćri hćttur á Kveik. Ekki ţó hćttur í ,,rannsóknablađamennsku". Eftir hádegi var tilkynnt ađ Ađalsteinn vćri orđinn blađamađur á Stundinni, sem systir hans Ingibjörg Dögg ritstýrđi.
Blađamenn skipta ekki um starf í hádeginu, ţannig gerast hlutirnir ekki hjá fjölmiđlum og yfirleitt ekki á vinnumarkađi. En ţađ bráđlá á ađ Ađalsteinn fćri af Kveik/RÚV yfir á Stundina rétt áđur en Páli skipstjóra var byrlađ og síma hans stoliđ. Búiđ var ađ ákveđa ađ Ađalsteinn yrđi skráđur höfundur fréttarinnar í Stundinni. Ţórđur Snćr og Arnar Ţór Ingólfsson voru skráđir höfundar ţeirrar útgáfu fréttarinnar sem birtist í Kjarnanum. Allir ţrír fengu blađamannaverđlaun fyrir ađ taka viđ frétt frá RÚV og birta sem sína eigin.
Málsatvik rekin afturábak frá 21. maí 2021, ţegar fyrstu fréttir birtust međ vísun í gögn úr síma skipstjórans, sýna ađ atburđarásin var skipulögđ. Áđur en skipstjóranum var byrlađ 3. maí voru komin á samskipti milli byrlara og blađamanna. Miđstöđ ađgerđa var á RÚV. Hvorki blađamenn né yfirstjórn RÚV hafa gert grein fyrir ađild sinni ađ byrlunar- og símamálinu. Er ekki kominn tími til ađ máliđ verđi upplýst? Hér er í húfi traust og trúverđugleiki blađamannastéttarinnar annars vegar og hins vegar ríkisfjölmiđilsins.
![]() |
Játađi byrlun og ađkomu fjölmiđla |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. febrúar 2025
Tapađ tjáningarfrelsi í Evrópu og á Íslandi
Evrópa hefur misst sjónir á eigin grunngildum og berst viđ ímyndađa ógn frá Rússum. Tapađ tjáningarfrelsi er meiri ógn fyrir almenning í Evrópu en sú hćtta sem stafar ađ Rússlandi.
Á ţessa leiđ mćltist J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna á öryggisráđstefnu í München. Allir bjuggust viđ ađ Vance talađi um ytri ógnir, s.s. Rússlands og e.t.v. Kína. En, nei, varaforsetinn tók dćmi af Svíţjóđ, Englandi, Belgíu og Skotlandi ţar sem frjáls tjáning er skert ef ekki bönnuđ til ađ ţóknast sérhagsmunum.
Í Evrópu, sagđi Vance, nota menn hugtök eins og hatursrćđu og upplýsingaóreiđu til ađ kćfa frjálsa tjáningu. Eftir ađ hafa rćtt hörđ kjör frjálsrar orđrćđu í Evrópu rćddi Vance útlendingamál í álfunni, einkum innflutning á múslímskri trúarmenningu, og tilraunum til ađ kćfa andóf gegn rangri stefnu stjórnvalda. Rćđan er ekki nema um 18 mínútur. Rćđa Vance er mál málanna í Evrópu ţessa helgi. Ef einhver skyldi halda ađ Trump forseti sé annarrar skođunar en varaforsetinn ţá styđur Trump bođskap Vance.
Ísland hefur smitast af Evrópuelítunni sem vill setja frjálsri umrćđu harđa kosti í málaflokkum sem elítan gerir ađ sínum. Mannlíf hefur eftir Samtökunum 78 ađ fimm einstaklingar hafi veriđ kćrđir til lögreglu fyrir ađ gagnrýna lífsskođunarfélagiđ međ einum eđa öđrum hćtti.
Ákćruvaldiđ ákvađ ađ taka mark á kćrum Samtakanna 78 í stađ ţess ađ henda ţeim í rusliđ. Tilfallandi bloggari er einn ţeirra sem er ákćrđur af ríkisvaldinu í kjölfar kćru Samtakanna 78. Allt ađ tveggja ára fangelsi eru viđurlögin og fjársekt í ofanálag. Tilfallandi gerđi grein fyrir ákćrunni í bloggi:
Međ ákćrunni hlutast lögreglan til um opinbera umrćđu frjálsra borgara um samfélagsleg málefni. Lögreglan tekur ađ sér í verktöku fyrir Samtökin 78 ađ ţagga niđur í ţeim sem andmćla lífsskođunarfélaginu og sértrúarbođskap ţeirra í leik- og grunnskólum.
Í sjálfu sér er ekkert athugavert viđ ađ lífsskođunarfélag eins og Samtökin 78 kćri mann og annan. Orđiđ er frjálst - líka til ađ skrifa kćrur. Annađ og alvarlegra mál er ađ ríkisvaldiđ, ákćruvaldiđ, tekur upp á ţví ađ ákćra einstakling fyrir ađ hafa skođun. Ríkissaksóknari, ćđsti handhafi ákćruvaldsins, á ekki ađ stunda nornaveiđar í ţágu lífsskođunarfélags. Málfrelsiđ er hornsteinn annarra mannréttinda. Fari tjáningarfrelsiđ forgörđum á Íslandi er fokiđ í flest skjól frjálsra borgara.
Mál tilfallandi er komiđ lengst af ţeim fimm er sćta ákćru fyrir rangar skođanir. Ég mun mćta fyrir hérađsdóm Reykjavíkur í lok mánađarins til ađ svara fyrir ţćr sakir ađ hafa andmćlt starfsemi Samtakanna 78 í leik- og grunnskólum. Öđrum ţrćđi grátbroslegt, hinum ţrćđinum harmleikur lýđrćđisríkis ţar sem ákćruvaldiđ misţyrmir frjálsri orđrćđu.
![]() |
Vance hvatti Evrópu til ađ breyta um kúrs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 15. febrúar 2025
Heiđar Örn segir ósatt, Stefán afvegaleiđir
Á Facebook segir Heiđar Örn fréttastjóri RÚV framburđ fyrrum eiginkonu Páls skipstjóra Steingrímssonar um ţađ ađ hún hafi afhent RÚV síma skipstjórans sé ,,á reiki". Heiđar Örn segir ósatt. Framburđur konunnar er ekki á reiki, heldur stöđugur. Í skýrslu lögreglu segir orđrétt:
Framburđur sakbornings sem afhenti fjölmiđlum símann hefur veriđ stöđugur allan tímann sem rannsóknin hefur stađiđ um ađ hann hafi afhent fjölmiđlum símann og ţar hafi síminn veriđ afritađur.
Ósannindi á Facebook toppar Heiđar Örn međ ţví ađ neita ađ svara spurningum Morgunblađsins. Blađamađur sem svarar ekki spurningum fjölmiđils er ekki á góđum stađ, líkist sjómanni sem neitar ađ fara í róđur.
Morgunblađiđ bađ Stefán útvarpsstjóra um viđtal en hann neitađi. Í skriflegu svari afvegaleiđir útvarpsstjóri umrćđuna um ađkomu RÚV ađ byrlunar- og símamálinu. Hann skrifar:
Fyrir liggur jafnframt ađ ríkissaksóknari hefur stađfest niđurstöđu lögreglunnar á Norđurlandi eystra um niđurfellingu rannsóknar málsins hvađ varđar meint brot núverandi og fyrrverandi starfsmanna Ríkisútvarpsins, auk annarra fjölmiđlamanna, gegn friđhelgi einkalífs
Lögreglurannsókn leiddi í ljós ađ Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks tók viđ síma skipstjórans 4. maí 2021. Mánuđinn áđur hafđi Ţóra keypt Samsung-síma, sömu gerđar og skipstjórans. Stefán stađfesti viđ lögreglu tilvist símans en fór leynt međ upplýsingarnar gagnvart stjórn RÚV. Ţóra vissi međ fyrirvara ađ sími skipstjórans var vćntanlegur til afritunar á RÚV. Ţóru valdi á afritunarsímann númeriđ 680 2140, númeriđ á síma skipstjórans er 680 214X. Ađeins munar síđasta tölustaf. Er Páli skipstjóra var byrlađ 3. maí 2021 beiđ á Efstaleiti samskonar sími og hans međ nauđalíkt númer.
Ţóra varđ sakborningur í lögreglurannsókn í febrúar 2022. Stefán útvarpsstjóri og Heiđar Örn fréttastjóri birtu af ţví tilefni yfirlýsingu ţar sem viđurkennt er ađ Ţóra hafi tekiđ viđ símanum. Yfirlýsingin er svohljóđandi:
Forsenda fyrir ţví ađ fjölmiđlar geti rćkt hlutverk sitt er ađ ţeir geti aflađ upplýsinga um mál sem hafa ţýđingu fyrir almenning og miđlađ ţeim án afskipta annarra. Einn ţáttur í ţessu sjálfstćđi fjölmiđla er ađ ţeir geti tekiđ viđ slíkum upplýsingum í trúnađi án ţess ađ ţurfa ađ gera grein fyrir hvađan eđa frá hverjum ţćr stafi, líkt og stađfest hefur veriđ í dómum Hćstaréttar og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu. Ţá er ljóst ađ hafi gögn ađ geyma efni, sem eiga erindi til almennings og varđa mál, sem styr hefur stađiđ um í ţjóđfélaginu, er fjölmiđlum rétt ađ fjalla um slíkt, jafnvel ţótt um sé t.d. ađ rćđa einkagögn sem fjölmiđlum eru fengin. Ríkisútvarpiđ og starfsmenn ţess hafa ţessi sjónarmiđ ađ leiđarljósi í sínum störfum, enda grundvallarţáttur í lýđrćđisţjóđfélagi, sem virđa verđur í hvívetna. (feitletr pv)
Réttlćting útvarpsstjóra og fréttastjóra RÚV á viđtökunni á stolnum síma er ađ gögnin eigi erindi til almennings. En RÚV frumbirti enga frétt međ vísun í gögn úr síma skipstjórans, heldur flutti fréttirnar yfir á Stundina og Kjarnann til birtingar. Í yfirlýsingunni er ekkert fjallađ um hvort fréttamönum sé heimilt ađ leggja á ráđin um ađ síma sé stoliđ. En međ ţví ađ Ţóra vissi međ fyrirvara ađ sími skipstjórans var vćntanlegur mátti hún vita ađ síminn yrđi tekinn ófrjálsri hendi.
Hvort Ţóra vissi ađ skipstjóranum yrđi byrlađ, til ađ hćgt vćri ađ stela símanum, er opin spurning. Víst er ađ skipulagiđ gekk út á ađ stela símanum og afrita og síđan skila símanum aftur til skipstjórans sem lá međvitundarlaus á gjörgćslu.
Stefán útvarpsstjóri og Heiđar Örn fréttastjóri ţora ekki ađ svara spurningum Morgunblađsins. Ţeir óttast sannleikann í byrlunar- og símamálinu.
![]() |
Neita ađ tjá sig um byrlunarmáliđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 14. febrúar 2025
Trump gefur Pútín Evrópu
Eftir 90 mínútna samtal viđ Pútín Rússlandsforseta hringdi Trump í Selenskí forseta Úkraínu í fáeinar mínútur. Á milli Trump og Pútín var samtal, Selenskí fékk niđurstöđu. Heimurinn er í höndum Trump og Pútín, skrifar Telegraph. Smávegis ýkjur, vitanlega, líkt og fyrirsögnin hér ađ ofan, en keyrir heim tvö kjarnaatriđi.
Í fyrsta lagi ađ Trump og Pútín eru sammála ađ forsetar Bandaríkjanna og Rússlands geta einir leitt til lykta Úkraínustríđiđ, ađrir eru í aukahlutverkum. Heimsfjölmiđlarnir taka undir sjónarmiđiđ og ţar međ verđur sannfćring tveggja forseta viđurkennd stađreynd alţjóđastjórnmála.
Í öđru lagi gefur Trump Pútín frjálsar hendur í Evrópu. Ekki til ađ leggja undir sig álfuna, eins og sumir halda ađ hann vilji, heldur til ađ tryggja lögmćta rússneska öryggishagsmuni. Í ţví felst ađ hvorki verđur Úkraína Nató-ríki né verđa bandarískir hermenn sendir til ađ gćta víglínunnar í fyrirséđu vopnahléi, á međan friđarsamningar standa yfir. Úkraína fćr ekki bandaríska hervernd í einu eđa öđru formi. Trump breytir ráđandi stefnu Bandaríkjanna frá lokum seinna stríđs. ESB-Evrópa er ekki lengur kjarnasvćđi hvađ bandaríska öryggishagsmuni áhrćrir. Grćnland og Ísland eru ţađ á hinn bóginn og kannski má telja Bretland ţar međ, en bara kannski.
Úkraína er fyrsta fórnarlamb breyttrar varnarmálastefnu Bandaríkjanna. Ráđandi öfl í Úkraínu gerđu landiđ ađ verkfćri til ađ Bandaríkin og ESB-Evrópa gćtu fćrt út áhrifasvćđi sitt í austur, líkt og gert var međ stćkkun Nató eftir fall járntjaldsins fyrir rúmum 30 árum. En nú hafa Bandaríkin ekki lengur áhuga. ESB-Evrópa hefur ekki bolmagn til ađ halda útrásinni í Úkraínu gangandi og verđur ađ láta í minni pokann. Undanhaldin lýkur ekki viđ vesturlandamćri Úkraínu, áhrif Rússa munu vaxa í Austur-Evrópu almennt.
Í fyrirsjáanlegri framtíđ, sennilega nćstu áratugi, verđur höfuđverkefni ESB-Evrópu ađ semja viđ Rússa um sameiginlega tilvist á meginlandi Evrópu. ESB-Evrópa og Rússland eru ólíkar útgáfur evrópskrar siđmenningar. Sú fyrri er frjálslynd og alţjóđleg en sú seinni íhaldssöm og ţjóđleg. Sjálf Bandaríkin voru til skamms tíma frjálslynd og alţjóđleg. Svo kom Trump.
Ógjörningur er ađ segja til um hvernig fer međ samskipti ESB-Evrópu og Rússland nćstu ár og áratugi. Hinu er hćgt ađ slá föstu ađ Ísland á ekkert sameiginlegt međ afdrifum ESB-Evrópu gagnvart Rússlandi. Nema, vel ađ merkja, viđ sitjum uppi međ ríkisstjórn hér á landi sem stefnir Íslandi inn í ESB. Valkyrjur í heiđni völdu hverjir skyldu vopndauđir á vígvellinum. Kristrún, Inga og Ţorgerđur Katrín velja ađ fullveldi Íslands skuli vopndautt í Brussel. Áríđandi er ađ koma í veg fyrir ţá fyrirćtlan.
Friđi er ekki náđ í Úkraínu. Símtal Pútín og Trump gefur vonir um ađ styttist í ađ brćđraţjóđirnar láti af vopnaskaki sem kostađ hefur ađ minnsta kosti milljón manns lífiđ, tvćr milljónir eru örkumla og enn fleiri milljónir hafa flúiđ heimkynni sín.
Úkraínustríđiđ á rćtur í hugmyndafrćđi sem ofmat vestrćnan styrk og vanmat rússneska seiglu. Gráglettni örlaganna er ađ hugmyndafrćđin hrynur til grunna ţegar tveir forsetar koma sér saman um ađ hún sé röng.
![]() |
Trump hringdi í Pútín: Hefja viđrćđur án tafar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13. febrúar 2025
Stjórn RÚV spyr Stefán um kostun, ekki byrlun
Í nýjustu fundargerđ stjórnar RÚV er sagt frá fyrirspurn stjórnarmanns til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra um kostun á dagskrárefni, hvađa reglur gildi og ,,hvernig ritstjórnarfrelsi stofnunarinnar sé tryggt ţegar RÚV fćr greitt fyrir umfjöllun."
Hér er tćpt á ritstjórnarstefnu og sjálfstćđi RÚV og samskipti viđ ađila utan stofnunarinnar. Beđiđ er um upplýsingar fimm ár aftur í tímann.
Fyrirspurnir stjórnarmanna til útvarpsstjóra af ţessu tagi eru algengar eins og sjá má af fundargerđum.
Stefán útvarpsstjóri hefur ţó aldrei veriđ spurđur um byrlunar- og símamáliđ af stjórn RÚV. Fyrir liggur, stađfest međ lögreglurannsókn, ađ sími Páls skipstjóra Steingrímssonar var afhentur RÚV. Stefán útvarpsstjóri og Heiđar Örn fréttastjóri stađfestu međ yfirlýsingu í febrúar 2022 ađ Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafi tekiđ viđ símanum. Einnig er stađfest ađ RÚV frumbirti enga frétt međ vísun í gögn úr síma skipstjórans. Ţóra tók viđ símanum í öđrum tilgangi en ađ vinna frétt fyrir RÚV.
Fréttin, um meinta ófrćgingarherferđ svokallađar skćruliđadeildar á hendur blađamönnum, birtist samtímis í Stundinni og Kjarnanum 21. maí 2021, 17 dögum eftir ađ gögnin, sem vísađ er í, komu í hús á Efstaleiti. Hlutverk RÚV er ekki ađ afla gagna međ vafasömum hćtti, svo vćgt sé til orđa tekiđ, og framselja fréttir upp úr ţeim gögnum í hendur annarra fjölmiđla. Ţađ er ekki viđurkennd ritstjórnarstefna, hvorki á RÚV né öđrum miđlum.
Ófrávíkjanleg regla fjölmiđla er ađ birta sjálfir ţćr fréttir sem unnar eru á ritstjórn fjölmiđilsins. Í húfi er traust og trúverđugleiki. Af ástćđum, sem enn hafa ekki veriđ útskýrđar af RÚV, ákvađ Ţóra, líklega međ vitund fréttastjóra, ađ fréttin sem vísađi í gögn úr síma skipstjórans skyldi fara í tvíriti til Stundarinnar og Kjarnans en ekki birtast á RÚV. Ríkisfjölmiđillinn blekkti almenning, vann frétt en sendi hana til birtingar á jađarfjölmiđla. Hvers vegna ţessi feluleikur?
Ári eftir játningu Stefáns útvarpsstjóra og Heiđars Arnars fréttastjóra, um ađ Ţóra hefđi tekiđ viđ síma skipstjórans, var upplýst ađ Ţóra hefđi keypt Samsung-síma, samskonar og skipstjórans, í apríl 2021, áđur Páli skipstjóra var byrlađ og síma hans stoliđ. Ţóru-síminn var notađur til ađ afrita síma skipstjórans. Eftir ađ upp komst um ţessa ađild Ţóru var hún án skýringa látin fara frá RÚV.
Hvers vegna spyr enginn í stjórn RÚV Stefán útvarpsstjóra um málavöxtu? Ađkoma ríkisfjölmiđilsins ađ byrlun og gagnastuldi er margfalt mikilvćgari en álitamál um kostun á dagskrárefni.
Í viđtengdri frétt er haft eftir Páli skipstjóra ađ hann undirbýr ađ stefna RÚV fyrir dóm vegna ađildar ríkisfjölmiđilsins ađ byrlunar- og símamálinu. Af hálfu RÚV vćri meiri bragur ađ stíga fyrsta skrefiđ og upplýsa um málsatvik. Óviđunandi er ađ saklausir borgarar, sem verđa fyrir barđinu á RÚV, ţurfi ađ leita til dómstóla til ađ rétta sinn hlut.
Fordćmiđ, sem útvarpsstjóri og stjórn RÚV setja, međ ţví ađ sópa málinu undir teppiđ, er verulega slćmt. Nánast er sagt ađ landslög og almennt siđferđi gildi ekki er RÚV á hlut ađ máli.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Miđvikudagur, 12. febrúar 2025
Rćtin ríkisstjórn
Piltur og stúlka, Kristrún forsćtis og Jóhann Páll loftslags, lögđu gildru fyrir ţingheim í fyrradag. Stefnurćđa Kristrúnar er samkvćmt ţingsköpum dreift til ţingheims tveim dögum fyrir flutning. Rćđan geymdi enga vísun í yfirstandandi kennaraverfall. Sigurđur Ingi formađur Framsóknar gekk í gildruna, lagđi út af ţögninni um kennaraverkfalliđ.
Ţú lýgur blákalt, sagđi sigri hrósandi Jóhann Páll úr rćđustól alţingis. Sigurđur Ingi gerđi ekki annađ en vísa í skrifađa rćđu forsćtisráđherra - en Kristrún breytti rćđunni í flutningi. Gálur og pörupiltar haga sér svona, ekki ráđherrar. Sigurđur Ingi, eđlilega, fer fram á ađ Loftslags-Jóhann biđjist afsökunar.
Fyrir viku bloggađi tilfallandi ađ ráđherrar temdu sér ógnarorđrćđu til ađ fela spillingu í eigin ranni. Ekki sjá ćđstu ráđamenn ađ sér heldur tvíeflast og temja sér rćtni.
Ógnarorđrćđa og rćtnin sýna ekki styrk heldur veikleika. Ráđherrar kunna lítt til verka, eru nýgrćđingar í stjórnarráđinu, og eru óvissir um erindi sitt. Ţingkosningarnar í lok nóvember gáfu engu stjórnmálaafli sterkt umbođ.
Á alţingi eru fimm miđlungsflokkar, međ fylgi á bilinu 12-20 prósent, og einn smáflokkur, Framsókn, međ tćp 8 prósent. Ţrír miđlungsflokkar, Samfylking, Viđreisn og Flokkur fólksins, náđu saman um meirihluta. Umbođiđ sem flokkarnir fengu frá kjósendum er ađ halda í horfinu, lagfćra hér og ţar, en fyrst og fremst ađ skaffa pólitískan, efnahagslegan og félagslegan stöđugleika.
Illa gáttađir ráđherrar, til dćmis Loftslags-Jóhann og Inga skólastjórahrellir, ímynda sér ađ eftirspurn sé eftir uppákomum og róttćkni. Halló Hafnarfjörđur, ţjóđin kaus af ţingi Pírata og Vinstri grćna og afţakkađi framlag sósíalista.
Vinsamleg túlkun á ógnarorđrćđu og rćtni ráđherra er ađ ţeir séu of taugaveiklađir til ađ sýna mannasiđi. Mannaforráđ eru ţeim framandi, lágt sjálfsmat er faliđ međ hroka. Gyrđi ráđherrar sig ekki í brók og nćlonbuxur međ hrađi er hćtt viđ ađ stjórnarsetan verđi skammvinn.
![]() |
Almennt ćtti ekki ađ tjá sig á ţessum nótum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Ţriđjudagur, 11. febrúar 2025
Hallgrímur B. Geirsson
Í síđustu viku lést Hallgrímur B. Geirsson fyrrverandi framkvćmdastjóri útgáfufélags Morgunblađsins. Ég á tvćr minningar um Hallgrím og vil halda ţeim til haga.
Sú fyrri er liđlega aldarfjórđungsgömul. Laust fyrir aldamót voru nokkrar sviptingar á blađamarkađi. Ég ritstýrđi Helgarpóstinum sem var fjárvana útgáfa en átti fjársterka og vel tengda andstćđinga. Útgáfan komst samtímis upp á kant viđ Odda, sem prentađi blađiđ, og DV-feđga sem gáfu einnig út Dag-Tímann og voru annar meginásinn á blađamarkađi andspćnis Morgunblađinu. DV-feđgar, Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur sonur hans, sáu fyrir sér ađ bćta Helgarpóstinum í útgáfusafniđ. Starfsmenn og eigendur smáútgáfunnar vildu ţađ síđur. Ţetta var fyrir daga Fréttablađsins og lýđnetiđ rétt ađ verđa til.
Góđ ráđ voru dýr. Tvćr af ţrem prentsmiđjum landsins, sem prentuđu í dagblađabroti, voru óađgengilegar Helgarpóstinum. Ţriđja prentsmiđjan var Morgunblađsins, sem á ţessum tíma var stórveldiđ. Haft var á orđi ađ sérhvert heimili landsins vćri međ blađiđ í áskrift. Heimili án áskriftar voru ekki vandamál Morgunblađsins. Vandamáliđ var heimilanna sjálfra.
Viđ á Helgarpóstinum höfđum samband viđ Morgunblađiđ upp á von og óvon. Ţar svarađi okkur Hallgrímur B. Geirsson međ ljúfmennsku og greiđvikni. Hallgrímur sagđi efnislega, ég man ekki orđrétt samskiptin, ađ ekki tjóađi ađ hákarlarnir réđu einir ferđinni á blađamarkađi. Mér var minnisstćtt ţetta viđhorf manns sem bćđi var fulltrúi og helsti eigandi stćrsta hákarlsins, Morgunblađsins, og hluti fjölskyldu sem almennt var litiđ á sem íslenskan ađal. Hallgrímur gaf sér tíma og sýndi velvilja smáútgáfu sem varla tók ađ rćsa prentvélarnar fyrir.
Síđasta tölublađ Helgarpóstsins var prentađ sumariđ 1997 í prentsmiđju Morgunblađsins. Hugur okkar sem bárum ábyrgđ á útgáfunni stóđ til ađ halda áfram baslinu en óeining var í hlutahafahópum. Í gömlu blađamennskunni var talađ um yndislegt hundalíf en jafnvel rakkarnir ţurfa ađ éta.
Eftir stutt en ánćgjuleg samskipti viđ Hallgrím sumariđ 1997 vissi ég ekki af honum ţangađ til fyrir tveim árum. Ég hafđi, sem tilfallandi bloggari, komiđ mér illa gagnvart ráđandi fjölmiđlaafli, RSK-miđlum, sem vildu međ öllum ráđum múlbinda rödd sem gagnrýndi. Ţrír blađamenn stefndu mér fyrir dóm, kröfđust ómerkingar ummćla og miskabóta upp á nokkrar milljónir króna. Einn morguninn vakna ég og sé póst í yahoohólfinu međ nafni Hallgríms. Efnisorđ póstsins: Ţöggunarsamfélag blađa- og fréttamanna.
Í póstinum skrifar Hallgrímur fallega kveđju og hvatningu ađ láta ekki deigan síga. Hér var hann aftur mćttur mađurinn sem ég átti örstutt kynni viđ fyrir bráđum 30 árum, jafn velviljađur og greiđvikinn. Hann átti mér enga skuld ađ gjalda, viđ vorum ókunnugir. Í báđum tilvikum rann Hallgrími til rifja ađ stórbćndur sátu yfir hlut kotbónda á orđsins akri. Ţađ munađi um liđveisluna.
Blessuđ sé minning Hallgríms B. Geirssonar.
![]() |
Andlát: Hallgrímur B. Geirsson |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. febrúar 2025
Stjórn RÚV, Stefán og byrlunar- og símamáliđ
RÚV er miđlćgt í byrlunar- og símamálinu. Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlađ 3. maí 2021. Ţremur dögum áđur, ţann 30. apríl, hćtti einn fréttamanna Kveiks á RÚV, Ađalsteinn Kjartansson, og fór yfir á Stundina. Fyrr í sama mánuđi, apríl 2021, keypti Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks Samsung-síma, samskonar og Páls skipstjóra.
Ţáverandi eiginkona skipstjórans hefur viđurkennt ađ hafa byrlađ eiginmanninum, stoliđ síma hans og fćrt Ţóru Arnórsdóttur ţann 4. maí 2021.
Á RÚV var símtćki skipstjórans afritađ á ţann síma sem Ţóra keypti í apríl. Eiginkonan fékk síma skipstjórans afhentan daginn eftir og lét hún tćkiđ í föggur eiginmannsins sem var međvitundarlaus á gjörgćslu Landsspítalans í Fossvogi frá hádegi ţann 4. maí til 6. maí.
Fljótlega eftir ađ skipstjórinn komst til međvitundar áttađi hann sig á ađ átt hafđi veriđ viđ símtćkiđ á međan hann var milli heims og helju. Hann kćrđi máliđ til lögreglu 14. maí.
Páli skipstjóra grunađi ađ hann fengi símtal sem varpađi ljósi á hverjir hefđu átt viđ símtćki hans á međan hann var á gjörgćslu og í hvađa tilgangi. Hann hlóđ niđur smáforriti, appi, sem tekur upp símtöl.
Eftir hádegi ţann 20. maí fćr skipstjórinn tvö símtöl frá blađamönnum tveggja óskyldra og ótengdra fjölmiđla, Stundinni og Kjarnanum. Ţórđur Snćr Júlíusson ritstjóri Kjarnans hringir kl. 14:56. Ellefu mínútum síđar, kl. 15:07, hringir Ađalsteinn Kjartansson, sá sem flutti sig af Kveik á Stundina ţrem dögum fyrir byrlun. Erindi beggja er ađ segja skipstjóranum ađ ţeir hafi komist yfir gögn sem sýni fram á ađ skipstjórinn hafi talađ illa um blađamenn í einkaspjalli viđ samstarfsmenn.
Páll skipstjóri svarar fáu enda bera blađamennirnir ekkert efnislegt undir hann. Daginn eftir birta Stundin og Kjarninn samtímis sömu fréttina um meinta skćruliđadeild Samherja, sem svo hét í samvinnuverkefni RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miđla.
Lögreglurannsókn leiddi í ljós ađ blađamenn höfđu átt í samskiptum viđ eiginkonu skipstjórans og ađ sími Páls var afritađur á Efstaleiti. Ekki tókst ađ sanna međ óyggjandi hćtti hvađa blađamađur framdi tiltekin afbrot. Sakamálarannsókn á hendur blađamönnum var hćtt í haust, en ekki gagnvart eiginkonunni.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hélt verndarhendi yfir Ţóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks eftir ađ hún varđ sakborningur í lögreglurannsókninni í febrúar 2022. Stefán og Heiđar Örn fréttastjóri gáfu út yfirlýsingu um ađ Ţóru hefđi veriđ fyllilega heimilt ađ taka viđ símtćki Páls skipstjóra hafi efni gagnanna átt ,,erindi til almennings". En Ţóra á RÚV birti ekkert, Stundin og Kjarninn sáu um fréttaflutninginn, ekki RÚV. Út á ţađ gekk skipulagiđ, glćpurinn var framinn á einum stađ en afurđin flutt fjarri vettvangi til birtingar í öđrum fjölmiđlum.
Ári eftir ađ Ţóra varđ sakborningur kom á daginn ađ hún keypti afritunarsímtćkiđ fyrir byrlun Páls skipstjóra. Ţóra vissi fyrirfram ađ sími skipstjórans vćri vćntanlegur til afritunar á Efstaleiti. Eftir ađ kaup Ţóru urđu uppvís í janúar 2023 var hún látin fara frá RÚV. Engin útskýring, ađeins fáorđ fréttatilkynning, Ţóra hćttir í Kveik:
Ţóra Arnórsdóttir lét í dag af starfi sem ritstjóri Kveiks. Ţeirri stöđu hafđi hún gegnt frá ţví ţátturinn hóf göngu sína 2017 ef undan er skiliđ eitt ár ţegar hún var í leyfi.
Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamađur tekur viđ ritstjórn Kveiks fram á voriđ. Hann hefur veriđ í ritstjórn Kveiks frá upphafi.
Í fáum orđum er reynt ađ fela stóra sögu. Stefán áttađi sig á, ekki seinna en í janúar 2023, ađ Ţóra átti ţá ađild ađ alvarlegu sakamáli ađ vita međ fyrirvara ađ saklaus mađur var gerđur óvígur til ađ stela mćtti símtćki hans í ţágu blađamanna. Í stađ ţess ađ axla ábyrgđ sem útvarpsstjóri ákvađ hann ađ tefja máliđ, skilađ gögnum til lögreglu seint og illa, og losa sig viđ Ţóru svo lítiđ bćri á. Stefán hefur aldrei greint frá vitneskju sinni um byrlunar- og símamáliđ og ađild undirmanna sinna ađ alvarlegu lögbroti.
RÚV er ríkisfjölmiđill og fćr milli 5-6 milljarđa króna af skattfé almennings á ári. Alţingi skipar stjórn RÚV, sem á ađ gćta almannahagsmuna í störfum ríkisfjölmiđilsins. Stjórn RÚV hefur af minna tilefni en byrlunar- og símamálinu ţýfgađ útvarpsstjóra og krafiđ hann sagna. En nú ber svo viđ ađ tíu manna stjórnin spyr einskins.
![]() |
Fyrrum lögreglustjóri tafđi rannsókn málsins |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 9. febrúar 2025
Gasa, fasteign án eiganda
Hamas hryđjuverkasamtökin stjórnuđu Gasa og sendu ţađan sveitir til fjöldamorđa í Ísrael 7. október 2023. Eftir innrás Ísraela er stríđsástand á Gasa. Ađ stríđi loknu eru tveir möguleikar. Í fyrsta lagi ađ Hamas fá á ný völdin í Gasa eđa svćđiđ yrđi hernumiđ af Ísrael líkt og fram ađ 2005.
Hvorugur kosturinn er góđur. Hamas eru hryđjuverkasamtök og hernám Ísraela endurtekning á fyrri stefnu, sem ekki skilađi árangri.
Efnislega er tillaga Donald Trump ađ líta skuli á Gasa sem fasteign án lögmćts eignarhalds. Gerum Gasa ađ bandarísku landi og aukum verđmćti fasteignarinnar, er pćlingin.
Ţegar Ísrael yfirgaf Gasa, áriđ 2005, voru íbúarnir 1 milljón. Á 20 árum tvöfaldađist íbúafjöldinn, sem sýnir ađ landiđ er gott til ábúđar. (Tvöföldun íbúafjölda gerir einnig grín ađ ásökunum um ţjóđarmorđ Ísraela.) Meirihluti íbúanna, um 1,6 milljónir, er skilgreindur sem flóttamenn. Ţjóđfélagsstađa flóttamannsins gengur í arf međal Palestínuaraba, ţekkist hvergi á öđru byggđu bóli. Gasa, í augum ţorra araba, er ađeins stökkpallur til ađ eyđa Ísraelsríki.
Tillaga Trump gerir ráđ fyrir ađ Gasa verđi skilgreint hamfarasvćđi og íbúum fundinn annar samastađur í sama menningarheimi, ţ.e. međal múslímskra nágrannaríkja. Ekki alveg eins og Grindvíkingar sem núna búa í Vogunum, en hugsunin er skyld.
Arabar hafa litiđ svo á ađ Gasa sé óskipt sameign múslíma. Arabar, í merkingunni ţorri arabískra stjórnvalda, líta sömu augum á Ísrael og vilja afmá gyđingaríkiđ af landakortinu. Aröbum er ţjóđríkiđ framandi hugmynd, trúarríkiđ er ţeim nćrtćkari. Í bandalagi viđ vestrćna vinstrimenn, sömu sannfćringar og austurríski liđţjálfinn međ frímerkjaskeggiđ, tókst aröbum ađ nota ţjóđríkishugmyndina í ţágu múslímskrar trúarmenningar.
Ein vestrćn regla, eldri og viđurkenndari en ţjóđríkjareglan, er ađ ríki sem hefja stríđ og tapa fyrirgera landi. Ţjóđverjar töpuđu tveim stórstríđum á síđustu öld og töpuđu landi í bćđi skiptin. Úkraína er um ţađ bil ađ tapa stríđi á skrifandi stundu og mun missa land til Rússlands í kjölfariđ - ef ekki allt ríkiđ. Hamas tapađi stríđinu viđ Ísrael og rökrétt ađ gjalda ţađ dýru verđi.
Tillaga Trump, ađ gera Gasa ađ bandarískri fasteign, setur vitanlega allt á annan endann í múslímaheiminum. En arabar brjáluđust líka ţegar Trump, á fyrri forsetavakt, viđurkenndi Jerúsalem sem höfuđborg Ísraels.
Bandaríkin hafa hernađarlegt og efnahagslegt vald til ađ rýma Gasa og koma íbúum í nćrliggjandi arabaríki. Enn er opin spurning hvort Trump beitir ţessu valdi, útspiliđ er kannski samningatćkni. Gangi fram stöđutaka Bandaríkjanna á Gasa verđa umskipti fyrir botni Miđjarđarhafs. Helsta vörn Gasa-fasteignarinnar er sterkt Ísraelsríki. Ţegar arabaheimurinn horfir fram á bandarískt Gasa er kannski ađ vćnta meiri lipurđar í afstöđunni til tilvistar Ísraelsríkis.
![]() |
Trump vill ađ Ísraelar afhendi Bandaríkjunum Gasa |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)