Laugardagur, 27. desember 2014
Trú, orður og lögmæti valds
Vinstrimenn notuðu jólin til að agnúast út í þjóðkirkjuna og orðuveitingu forseta til forsætisráðherra.
Ekki er tilviljun að vinstrimenn, kjörnir fulltrúar VG og Samfylkingar, og pólitískir samherjar þeirra meðal bloggara og álitsgjafa ganga harðast fram í gagnrýninni - auk RÚV-DV, vitanlega.
Orður og kristni eru tákn um kenningarlegt og veraldlegt lögmæti lýðveldisins. Vinstrimenn vilja lýðveldið feigt og sjá rautt þegar orður og kristni eru til umræðu.
![]() |
Flestir fengið stórkrossinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 26. desember 2014
ESB-sinni óttast 2015
Deilur milli Þýskalands og Suður-Evrópu, Frakkland meðtalið, munu aukast innan Evrópusambandsins á næsta ári enda engin von að það létti til í efnahagsvandræðum evru-svæðisins. Eftir því sem evru-ríkjunum gengur verr að koma skikk á efnahagsmálin vex þeirri skoðun fylgi að þjóðríkin yfirtaki verkefnið.
Á þessa leið er greining Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands 1998 til 2005. Fischer gerir ráð fyrir að evru-kreppan muni brjótast út sem pólitísk kreppa og þá líklegast í Grikkland.
Fischer er sambandssinni, telur að ESB verði að taka á sig mynd Stór-Evrópu, til að mæta þeim áskorunum sem sambandið stendur frammi fyrir.
Eftirspurn eftir sam-evrópskum lausnum er lítil. Engin hreyfing í þjóðríkjum evrulandanna 18 í þá átt að krefjast Stór-Evrópu til að leysa vanda álfunnar. Fischer kvartar undan skorti á hneykslun vegna frétta af fjárstuðningi Rússa til þjóðernishreyfinga í Vestur-Evrópu. Líkleg skýring er að fólk er orðið vant því að ESB kaupi pólitík í þjóðríkjum og kippi sér ekki upp við þótt Rússar leiki sama leik.
Fischer telur árið 2015 verða örlagaár ESB. Fyrir Íslendinga skiptir máli að halda sér fjarri Evrópusambandinu á meðan örlög þess ráðast - og það gerum við m.a. með því að afturkalla formlega vanhugsuðu ESB-umsóknina frá 2009.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 26. desember 2014
Jólakveðja vinstrimanns
Sumir vinstrimenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir:
Ég nenni ekki að berjast lengur fyrir þá aumingja sem þessi þjóð hefur alið. Aumingja sem ráðast stöðugt á þá sem reyna að vísa þeim veginn í átt til réttlætis og sanngirni.
Ég nenni ekki lengur að díla við heimskingja sem taka engum sönsum og hafa hvorki vilja né getu til að hugsa sjálfstsætt heldur éta upp lygarnar og skrumið úr ráðamönnum þjóðarinnar og drulla því svo yfir hugsandi og vel meinandi fólk.
Ég er búinn að fá nóg heimsku þessarar þjóðar sem kýs yfir sig raðlygara og siðblindingja sem bera ekki hag almennings í landinu fyrir brjósti en vinna að því leynt og ljóst að rústa velferðarkerfinu í landinu.
Ég er búinn að fá algert ógeð á heimsku fólki eins og talið er upp hér að ofan.
Ég ætla ekki að óska ykkur velfarnaðar á nýju ári enda er það tilgangslaust með öllu þegar þið hafið hvorki vit, vilja né getu til að takast á við raunverulegu vandamálin.
Ykkur sjálf.
Fimmtudagur, 25. desember 2014
Egill gyðingavæðir múslíma
Egill Helgason segir múslíma samtímans vera gyðinga Hitlers-Þýskalands:
Hættulegasta fólk í Evrópu um þessar mundir eru ekki múslimar og ekki trúleysingjar. Nei, það er fólk sem safnast úti á götum í Þýskalandi til að mótmæla múslimum og skoðanasystkin þess víða um álfuna. Það var svona sem kynþáttaofsóknirnar sem náðu hápunkti á tíma nasismans byrjuðu. Með því að jaðarhópur, sem skar sig úr meginstraumi samfélagsins, var útnefndur sem stórkostleg ógn.
Hvorki gyðingum né múslímum er gerður greiði með þessum samjöfnuði sem er sögulega rangur og siðferðilega óverjandi.
Byrjum á samhengi hlutanna: af íbúum jarðarkringlunnar teljast þriðjungur til kristni, fimmtungur til múslíma en 0,2% (já, núll komma tvö prósent) til gyðingatrúar. Ein 49 ríki eru með múslíma sem meirihluta íbúa sinna. Hve mörg ríki ætli séu með gyðinga sem meirihluta?
Ekki undir nokkrum kringumstæðum er hægt að líta á múslíma sem jaðarhóp.
Elsta heiti gyðingaofsókna í Evrópu er ,,pogrom" sem er slavneskt orð en ekki þýskt. Gyðingaofsóknir nasista byggðu á kynþáttahyggju sem flokkaði fólk eftir uppruna; aríar efstir og bestir en allir hinir síðri.
Mótmælin sem Egill vísar í að standi yfir í Þýskalandi nú um stundir eru skammstöfuð PEGIDA. Á þýsku: Patriotische Europäer Gegen die Islamisierung des Abendlandes.
Á íslensku: Evrópskir föðurlandsvinir gegn múslímavæðingu vesturlanda.
Evrópusambandið, sem Egill er ákaflega hlynntur, byggir tilveru sína á ,,evrópskum gildum". Egill ætti að banka upp á hjá Brussel og spyrja hvort ekki sé nóg komið af evrópskum rasisma. Við skyldum betur hverfa til þjóðlegra gilda umburðarlyndis - og stunda hvorki sögufölsun né hræsni.
Dægurmál | Breytt 26.12.2014 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 25. desember 2014
Rússar góðs maklegir
Efnahagshernaður Bandaríkjanna og Evrópusambandsins á hendur Rússum vegna Úkraínu byggir þá þeirri forsendu að öryggishagsmunir Rússa séu einskins virði annars vegar og hins vegar að USA og ESB eigi allan rétt að skipa málum á alþjóðavísu eftir sínu höfði.
Ásmundur Friðriksson þingmaður segir réttilega að Rússar hafi reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina og betur en sumar þær þjóðir sem standa okkur nær. Efnahagshernaðurinn gegn Rússlandi er ekki í þágu okkar hagsmuna og ef eitthvað er þá eiga Rússar betri málstað að verja.
Við ættum því að Rússum velvild í þeim mótbyr sem etja við um þessar mundir.
![]() |
Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 24. desember 2014
Menning er við andspænis ykkur
Menning er hvorki búin til né skipulögð með stjórnvaldsákvörðunum. Menning er staðbundin og verður til í samlífi fólks og samspili við umhverfi. Tilraunir yfirvalda til að hanna menningu rekast alltaf á þann veruleika að menningu verður ekki stýrt.
Þeldökkir Bandaríkjamenn eru afkomendur þræla sem fengu frelsi um miðja 19. öld en varla full borgaraleg réttindi fyrr en vel hundrað árum síðar. Í Suðurríkjunum bjuggu þeir í plantekrukofum en í negrahverfum stórborgum norðursins. Menning þeldökkra sækir staðfestu í sögulega arfleifð og hversdagslegt líf, sem m.a. markast af þeirri staðreynd að þeldökkir eru hlutfallslega stærri kúnnahópur lögreglu og fangelsa en hvítir.
Bandaríkin eru að stofni fjölmenningarríki og stórveldi í þokkabót. Bandaríkin geta ekki búið til sambandaríska menningu sem heldur sæmilega innanlandsfriðinn.
Með steikinni má pæla í ályktun af samlífi menningarhópa í fjölmenningarríki.
Gleðileg jól.
![]() |
Lögreglumaður skaut þeldökkan mann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. desember 2014
Guð byrjaði með eldgosi
Í Saudí-Arabíu heitir eldfjall Hala al-Badr. Á því eldfjalli birtist guð Móses, eins og segir í annarri Mósebók Gamla testamentisins: ,,Þá birtist honum engill Drottins í eldsloga sem lagði út af þyrnirunna nokkrum." Aðalefni Der Spiegel er upphaf eingyðistrúar sem verður seinna að þeirri kristni sem við þekkjum í dag.
Spiegel byggir frásögn sína á rannsóknum raunvísindamanna eins og Colin Humphreys og fornleifafræðingnum Israel Finkelstein til að sviðsetja atburðina sem leiddu gyðinga úr ánauð Egypta og þar með nýrra trúarbragða þar sem einn guð var miðlægur.
Biblían er margendurskoðuð bók sem byggði á munnmælum. Með stuðningi rannsókna annarra fræðigreina en guðfræði er reynt að setja saman frásögn af því hvernig eingyðistrú varð til.
Hvort guð verði við þessa tiltekt mönnum hugstæðari eða ekki er aukaatriði. Vegir guðs eru órannsakanlegir, eins og segir í bók bókanna, og tilgátan um að guð hafi byrjað með eldgosi er ábyggilega ekki síðasta orðið í guðspælingum mannanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 22. desember 2014
Vinstrimenn hatast við þjóðkirkjuna
Útvaldir hópar njóta velþóknunar vinstrimeirihlutans í Reykjavík; vantrúarfólkið, heiðnir, hommar, transfólk, múslímar eru meðal þeirra sem fá gæðastimpil Dags og félaga.
Allur almenningur sem er hlynntur þjóðkirkjunni og otar sér ekki fram með sérvisku, sérhneigðir eða sértrú er fyrst og fremst hugsaður sem skattstofn vinstrimanna til að mylja undir þá útvöldu.
Helsta bakland vinstriflokkanna eru sérhópar af ýmsum sortum. Það sameinar þessa hópa að vera á jaðrinum annars vegar og hins vegar að agnúast út í hversdagslega fólkið sem ekki sker sig úr, sinnir sínu og heldur í gamla siði.
Vinstrimönnum er illa við hefðir og venjur með breiða skírskotun; hvort heldur þær kristnu eða þjóðlegu. Þjóðkirkjan sameinar sameinar þessa þætti og verður þar með sérstakur skotspónn vinstrimanna.
![]() |
Mannréttindabrot að banna kirkjuferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. desember 2014
Mýtan um menntun og atvinnumöguleika
Þegar lítið framboð var af menntuðu vinnuafli var eftirspurnin næg. Eftir því sem framboðið jókst minnkaði eftirspurnin. Þeir sem útskrifast núna sem lögfræðingar eiga fæstir möguleika á lögmennsku eða sérfræðistörfum sem lögfræðingar.
Unglæknar segjast varla hafa efni á því að vinna hérlendis, launin séu svo lág. Nýútskrifaðir guðfræðingar fá helst vinnu hjá íslenskum söfnuðum í útlöndum.
Konur eru um það bil að taka yfir sérfræðistéttirnar í þann mund sem eftirspurnin minnnkar.
Fyrirsjáanlega mun menntun ekki auka atvinnumöguleika fólks. Sígildi menntunar felst á hinn bóginn ekki í því að bæta efnahagslega afkomu heldur að efla mennskuna.
![]() |
Ómenntuð húsmóðir hefur minna vald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 21. desember 2014
Hringferð manndrápanna
Ríki íslams náðu nokkrum árangri í landvinningum í Sýrlandi og Írak og lýstu yfir stofnun kalífadæmis. Ríki íslams eru annáluð fyrir grimmdarverk og eru þau hluti af aðdráttarafli samtakanna.
Síðustu daga er stríðsgæfan mótdræg ríki íslams. Hersveitir Kúrda hrekja vígasveitir múslíma frá Sinjar-fjalli.
Bregður þá svo við að æðstuprestar ríki íslams skrifa út dauðadóma yfir þeim liðsmönnum samtakanna sem lúta í gras fyrir Kúrdum.
Manndrápin sækja yfirleitt þá heim sem til þeirra stofna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)