Jón Gnarr, freki karlinn og ljótleikinn

Jón Gnarr bjó til hugmyndina um ,,freka karlinn" og stillti sjálfum sér upp sem andstöðu; ljúflingur sem ekki má aumt sjá.

Þetta þema selur Jón Agli Helgasyni sem talar um ,,íslensku hörkuna" og fallega blómið hann Jón blessaðan Gnarr.

Til að sýnast saklaus fegurðardís málar Jón allt í kringum sig ljótleika. Í nýjustu bók hans, sem formlega heitir Útlaginn en óformlega Níðingar á Núpi, bendir flest til að Jón skáldi upp hópnauðgun á Núpi.

Ljúflingurinn svarar engu um ósanna ljótleikann. Það hæfir ekki saklausum fegurðardísum að vera staðinn að verki við menningarhryðjuverk. Öðlingurinn hann Jón þegir sem fastast.


Samfylking án almennings

Í síðustu þingkosningum fékk Samfylkingin 12,9 prósent fylgi. Í mælingum undanfarna mánuði nær flokkurinn ekki kjörfygli síðustu þingkosninga.

Brattur formaðurinn segir engu að síður ,,Við berj­umst fyr­ir al­manna­hags­mun­um og því skipt­ir máli að flokks­menn standi að baki okk­ur."

Almenningur yfirgaf Samfylkinguna fyrir löngu. Almenningur afþakkaði ESB-aðild, Icesave-skuldir og nýja vinstri stjórnarsrkrá. Allt eru þetta hjartans mál þeirrar fámennu klíku sem ræður ferðinni í Samfylkingunni.


mbl.is Samfylkingin óskar eftir styrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir eru uppeldi, refsingin er verðbólga

Vextir eru uppeldisatriði. Of lágir vextir þýða bruðl fólks og fyrirtækja sem haga sér eins og enginn sé morgundagurinn.

Ef uppeldið virkar ekki, fólk eyðir eins og peningarnir vaxi á trjánum, kemur verðbólga.

Íslenska þjóðin er ofvirk í eyðslu og framkvæmdagleði. Af þeirri ástæðu þurfa vextir að vera nokkru hærri hér en á öðru byggðu bóli. Hefur nákvæmlega ekkert með gjaldmiðilinn að gera.

 


mbl.is Verðbólguvæntingar markaðsaðila lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaframtakið olli hruni, ríkið reddaði okkur

Einkaframtakið rændi bankana að inna og leiddi hrunið yfir þjóðina. Ríkisvaldið bjargaði okkur þar sem helsta verkfærið var margblessuð krónan.

Allir bankar eru á ábyrgð ríkisins, enda seðlabankinn þrautalánveitandi.

Allir bankar eru samfélagsbankar, eiga að þjóna hagsmunum samfélagsins og eru með ríkisábyrgð.

Að selja ríkisbanka til einkaframtaksins núna er eins og að afhenda nýdæmdum brennuvargi bensínbrúsa og eldspýtur og vona það besta.


mbl.is Már: „Sitjum á viljugum fola“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höftin eru mest ímyndun

Almenningur fann aldrei fyrir höftum. Fólk ferðaðist til útlanda, gat keypt ríflega af gjaldeyri og pressað kortin sín eftir efnum og ástæðum til að kaupa í útlöndum. Stórnotendur gjaldeyris fundu fyrir höftum.

Engin teikn eru um að höftin hafi valdið skaða í efnahagskerfinu. Ekki er hægt að rekja fasteignabóluna til hafta - hún er líka í London þar sem engin höft eru.

ESB-sinnar mögnuðu upp umræðuna um höft til að hræða okkur til fylgis við evru og ESB-aðild. Eins og oft áður er Árni Páll formaður Samfylkingar með meistaratakta í áróðrinum.

 


mbl.is Höftum lyft að loknu uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar, týndi takturinn og óvissan

Takturinn í samfélaginu er orðalag yfir samheldni. Eftir hrun ríkti samheldni á sumum sviðum, t.d. atvinnulífinu þar sem hóflegar kaupkröfur launþega tryggðu endurreisn efnahagskerfisins.

Á öðrum sviðum, stjórnmálum til að mynda, ríkti ekki samheldni. Kjósendur í Reykjavík kusu grínframboð og þjóðin gerði tilraun með fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins, aðeins til að kolfella hana eftir eitt kjörtímabil.

Píratar eru í öllum meginmálum stjórnmálanna óskrifað blað, líkt og gnarr-framboðið í Reykjavík á sínum tíma. Velgengni Pírata í skoðanakönnunum sýnir að takturinn í samfélaginu er týndur.

Fylgi Pírata segir það eitt að almenningur lítur á stjórnmál sem óvissuferð.

Verkefni stjórnmálaflokka næstu misserin er hægt að lýsa í fáum orðum:

Stjórnarflokkanna er sð sýna fram á að stöðugleika og stefnufestu. Vinstriflokkanna er að gera það sem þeir kunna best; að skapa óvissu. 

Ef stjórnarflokkunum heppnast verkefnið minnkar fylgi Pírata. Ef vinstriflokkarnir ná árangri styrkjast Píratar.


mbl.is „Hér ganga menn ekki í takt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, von og Stöð 2

Prestar þjóðkirkjunnar taka upp hanskann fyrir miðil sem Stöð 2 fór um ómjúkum höndum. Líklega finna prestar til samkenndar með miðlum sakir þess að starfsvettvangur beggja er á sviði andans fremur en efnisins.

Séra Svavar Alfreð Jónsson setur málin í víðara samhengi með hnitmiðaðri greinargerð um frelsunarguðfræðinni sem móðurfélag Stöðvar 2 boðar þar sem auglýsingafé og hindurvitni haldast í hendur.

Trúin er í mörgum útgáfum.

 

 


Vinstripíratismi er gjaldþrota andlýðræði

Í ráðhúsi Reykjavíkur er rekin pólitík sem byggir á lífsstíl fremur en yfirveguðu mati á kostum og göllum framkvæmda og þjónustu. Sýndarmennska og andlýðræði einkennir þessa pólitík. 

Vinstripíratisminn í höfuðborginni eyðir stórfé í að eyðileggja götur, samanber Hofsvallagötu. Peningum er mokað í gervilýðræði þar sem fimm prósent þátttaka er í atkvæðagreiðslum um hvort leikvöllur skuli byggður á tilteknum stað eða ekki. Fyrirbærið er kallað íbúalýðræði en er allt í þykjustunni.

Vinstripíratisminn hatast út í samgöngur og gefur lítið fyrir lýðræði, eins og sést best á hryðjuverkum gagnvart Reykjavíkurflugvelli þar sem borgin í bandalagi við peningamenn og verktaka ætlar sér að gera flugvöllinn ónothæfan.

Vinstrimenn og Píratar stjórna Reykjavík. Reynslan í borginni vísar í eymdina sem myndi leggjast yfir landið og miðin ef sömu pólitísku öfl næðu stjórnarráðinu í sínar hendur.


mbl.is Viðvarandi halli í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlar öskra ekki - æðruleysi vanlaunaðra karla

Í síðustu viku kynnti skólastjóri Fjölbrautaskólans í Garðabæ samanburð á launum kennara m.t.t. kynja. Á daginn kom að konur eru betur launaðar en karlar, bæði hvað varðar föst mánaðarlaun og heildarlaun.

Á ári er mismunurinn í kringum 500 þús. kr. á milli kynjanna.

Konur eru fjölmennari í yfirstjórn skólans og meðal millistjórnenda.

Enginn karl öskraði að lokinni kynningu skólastjóra. Einn karl tók til máls (ykkar einlægur) og velti fyrir sér hvort hærri laun kvenna sýndu ekki að konur væru duglegri en karlar að afla sér framhaldsmenntunar, þ.e. meistara- og doktorsgráðu.

Misrétti má skýra á fleiri en eina vegu. Það má líka velja sér viðbrögð.

 


mbl.is „Langar til að öskra á feðraveldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi Pírata þolir ekki kosningar

Píratar gera það gott í skoðanakönnun sex mánuði í röð. Þriðjungur þjóðarinnar segist ætla að kjósa Pírata yrði kosið á morgun.

Atkvæði greidd í könnun er eins og skoðun í saumaklúbbi, ætluð fáeinum á tiltekinni stund án skuldbindinga.

Atkvæði greitt á kjörstað er skuldbindandi fyrir kjörtímabil. Fólk gerir greinarmun á skoðun og skuldbindingu. Þó ekki allir.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband