Miðvikudagur, 9. nóvember 2016
Alþjóðahyggja og fjölmenning dóu í nótt
New York Times, sem studdi Clinton, segir að sigur Trump sé
afgerandi valdastöðutaka bandalags verksmiðjufólks og verkamanna sem finnst Bandaríkin snúa baki við sér síðustu áratugi fyrir alþjóðahyggju og fjölmenningu.
(decisive demonstration of power by a largely overlooked coalition of mostly blue-collar white and working-class voters who felt that the promise of the United States had slipped their grasp amid decades of globalization and multiculturalism.)
Trump er ekki af sama sauðahúsi og bandalagið sem bar hann til valda. En hann þarf að sýna fram á að kosningasigurinn var til einhvers.
Bandalagið sem tapaði kosningunum, fólk trútt alþjóðahyggju og fjölmenningu, mun hopa víðar en í Bandaríkjunum.
![]() |
Hverju breytir sigurinn á alþjóðavísu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 9. nóvember 2016
Trump-sigur gegn valdastéttinni
Sigri Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, eins og flest bendir til, yrði það ósigur valdastéttarinnar.
Trump talar fyrir málstað láglaunafólks og Stór-Bandaríkjanna er standi fyrir hagsmunum Hversdags-Nonna en ekki stórfyrirtækja.
Hillary Clinton er innherji valdastéttarinnar sem ræður ferðinni í Washington. Málamiðlun ráðandi afla og minnihlutahópa af mörgum gerðum er rauði þráðurinn í bandarískum stjórnmálum síðustu áratugi.
Sigur Trump veit á uppstokkun bandarískra stjórnmála þar sem nýtt afl er komið til sögunnar.
![]() |
Trump verður væntanlega forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 8. nóvember 2016
Pólitískt hrun vinstrimanna
Vinstri grænir ætla ekki að fylla upp í pólitískt tómarúm sem Samfylkingin skildi eftir sig. Þrátt fyrir sterka útkomu Vinstri grænna í kosningunum er flokkurinn dauður úr öllum æðum eftir kosningarnar.
Vinstri grænir segja pass þegar kemur að landsstjórninni. Þeir bjóða ekki upp á neinar hugmyndir um hvert skuli stefna með stjórn landsins.
Í trúverðugleika eru Vinstri grænir komnir í flokk með Pírötum, sem gera hávaða en neita að axla ábyrgð.
![]() |
Gæti dregið til tíðinda á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 8. nóvember 2016
Skapar Viðskiptaráð velferð?
Viðskiptaráð óskar sér ríkisstjórnar í þágu atvinnulífsins. Rökin eru:
Með því að styðja við þá sem skapa ný verðmæti skapast svigrúm til að fjármagna öflugt velferðarkerfi á sama tíma og lífskjör batna.
Tvær athugasemdir má gera við rökfærsluna. Í fyrsta lagi er hagnaður eigenda fyrsta boðorð fyrirtækja - en ekki að fjármagna velferðarkerfið. Í öðru lagi kýs Viðskiptaráð að gleyma síðustu ríkisstjórn atvinnulífsins, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 til 2008.
Skiljanlega vill Viðskiptaráð ekki muna hrunstjórnina, sem fékk þá umsögn að framkvæma nánast allt sem Viðskiptaráð bað um. Til þess eru vítin að varast.
![]() |
Höfðu í heild jákvæð áhrif á efnahagslífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. nóvember 2016
Bandaríkin: tveir slæmir kostir
Hvorki Hillary Clinton né Donald Trump eru góðir kostir í embætti forseta Bandaríkjanna. Báðir frambjóðendur voru afhjúpaðir sem raðlygarar í kosningabaráttunni og eru hvor á sína vísu stríðsæsingamenn.
Clinton er innherji misheppnaðrar hernaðarstefnu Bandaríkjanna í mið-austurlöndum og Úkraínu og Trump talar eins og kúreki með kjarnorkuvopn.
Clinton er fulltrúi valdastéttarinnar og mun ekki hrófla við efnahagslegu og félagslegu misrétti. Trump er talsmaður þeirra reiðu og afskiptu sem telja sig hlunnfarna.
Kosningabaráttan sýndi Bandaríkin veik og óörugg. Umræða um að Pútín Rússlandsforseti hefði afskipti af kosningunum gaf til kynna að ráðandi öfl í stærsta hernaðar- og efnahagsveldi heimsins væru að fara á taugum. Vanmáttur og geðshræring á æðstu stöðum í Washington veit ekki á gott.
![]() |
Valið gæti ekki verið skýrara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. nóvember 2016
Yfirvegun í stað ærsla - nema í Viðreisn
Fljótlega eftir kosninga ákvað forysta flestra stjórnmálaflokka á alþingi að taka yfirvegaða afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna. Nema forysta Viðreisnar, sem ætlaði hvorttveggja að mynda ríkisstjórn í beinni útsendingu og kenna nýkjörnu alþingi að haga sér.
Góðu heilli létu ráðsettir flokkar ekki nýgræðinginn slá sig út af laginu.
Stjórnarmyndun krefst vandaðra vinnubragða og ber ekki rasa þar um ráð fram.
![]() |
Getur ekki skellt í lás fyrirfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 7. nóvember 2016
Tveir formenn í Framsóknarflokknum
Í Framsóknarflokknum eru tveir formenn, núverandi og fyrrverandi. Núverandi formaður ber ábyrgð á 10,5 prósent fylgi flokksins en sá fyrrverandi skilaði 25 prósent fylgi árið 2013.
Það liggur í hlutarins eðli að flokkur með tvo formenn innanborðs, sem hvor á sína stuðningsmenn og sitt bakland, er ekki vel starfhæfur sem ein heild. Þeir sem skipulögðu aðförina að fráfarandi formanni starfa á bakvið tjöldin að sannfæra flokksmenn að farsælast sé að fylkja sér að baki sitjandi formanni.
En það er ekki sannfærandi að hógvær staðarhaldari geri betur en aðsópsmikill húsbóndi rétt eftir að þingflokkurinn missti 11 af 19 þingmönnum.
Formannsskipti Framsóknarflokksins kortéri fyrir kosningar er ein undarlegasta flokkspólitíska aðgerð seinni ára. Henni verður helst líkt við óvænt formannsframboð þingmanns Samfylkingar gegn þáverandi formanni, Árna Páli Árnasyni, sem gerði sitt til að eyðileggja trúverðugleika Samfylkingar.
Eftir formannsskiptin féll Framsóknarflokkurinn í gamalkunnugt far. Flokkurinn er með um 20 prósent fylgi á landsbyggðinni en 5 til 7 prósent í Reykjavík og SV-kjördæmi. Framsóknarflokkurinn verður ekki gerandi í stjórnmálum undir þessu kringumstæðum.
Stjórnmálakerfið er ölduróti þessi misserin. Sjö flokkar eru á alþingi. Stjórnmálaflokkur sem hjakkar í sama farinu verður skilinn eftir.
![]() |
Krefjast sætis fyrir Sigmund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 6. nóvember 2016
Skelfing fylgir kosningasigrum krata
Kratar eru 15 prósent þjóðarinnar, eins og línuritið með fréttinni sýnir. Þegar kratar, þ.e. Alþýðuflokkur eða Samfylking, vinna kosningasigra og fara upp fyrir 15 prósent fylgja í kjölfarið skelfingar fyrir land og þjóð. Sagan geymir glögg dæmi þessa.
Árið 1978 vann Alþýðuflokkurinn stórsigur í kosningum, fékk 22 prósent fylgi. Kratar og Alþýðubandalag, sem einnig vann sigur, mynduðu ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Sjórnin lifði í eitt ár og var undanfari verðbólgubálsins á áttunda áratugnum.
2007 fékk Samfylking tæp 27 prósent fylgi og myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hrunið árið eftir segir allt sem segja þarf um kratahörmungarnar.
Árið 2009 var Samfylkingin sigurvegari kosninganna. Meðsigurvegari var arftaki Alþýðubandalagsins, Vinstri grænir, og fyrsta hreina vinstristjórnin leit dagsins ljós. Skelfingin í kjölfarið voru Icesave-samningar, sem nærri gerðu þjóðina gjaldþrota, og ESB-umsóknin 16. júlí 2009 sem klauf þjóðina í tvennt.
Landið tók að rísa þegar Samfylking féll niður í 12,9 prósent fylgi í kosningunum 2013. Eftir kosningarnar síðustu helgi, þegar Samfylkingin minnkaði niður í 5,7 prósent, bíður þjóðarinnar blóm í haga - eins lengi og kratar haldast innan 15 prósent markanna.
![]() |
Kratar í kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. nóvember 2016
Kaupmátturinn og krónan þurfa ríkisstjórn XD og XV
Tveir hagfræðingar gerðu úttekt á kaupmættinum annars vegar og hins vegar stöðu krónunnar. Már Wolfgang Mixa segir kaupmátt Íslendinga á sömu slóðum og 2007, rétt áður en hrunið skall á. Ólafur Margeirsson greinir þann veikleika, er krónan býr við, sem er að stofnanir ríkisvaldsins eru ekki nógu burðugar.
Til að viðhalda kaupmættinum, treysta undirstöður og skapa sátt um æðstu stofnanir samfélagsins þarf að setja saman ríkisstjórn sem endurspeglar breiddina í pólitíska litrófinu.
Eftir kosningarnar fyrir rúmri viku er einboðið að leiðandi öfl í slíkri ríkisstjórn hljóta að vera Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Flokkarnir eru hvor á sínum væng stjórnmálanna og ættu með málamiðlunum að finna samstarfsgrunn með þriðja flokki, er gæti verið Framsókn, Björt framtíð eða Viðreisn. Sáttastjórn í þágu velferðar og stöðugleika er besta framlag nýkjörins alþingis.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. nóvember 2016
Stjórnarmyndun í skugga velmegunar
Síðustu tvær ríkisstjórnir voru myndaðar í kreppuástandi, vinstristjórn Jóhönnu Sig. strax eftir hrunið og samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í skuldakreppunni eftir hrunið.
Næsta ríkisstjórn, þessi sem reynt er að stofna til næstu daga, glímir ekki við neina kreppu. Við blasir velsæld með hagvexti, vaxandi kaupmætti og engu atvinnuleysi.
Íslendingum gengur oft erfiðlega að höndla velsæld. Okkur er tamt að hugsa í vertíðum. Þegar vel aflast er um að gera að afla sem mest enda ekki á vísan að róa næstu vertíð.
Við þurfum ríkisstjórn sem leggur grunn að varanlegum stöðugleika. Þá þarf að vanda til verka og gefa sér rúman tíma. Ekki ætti að setja saman ríkisstjórn í tímahraki eða geðshræringu.
Meginverkefni næstu ríkisstjórnar er að gera sitt til að velmegunin komi öllum landsmönnum til góða og að viðhalda stöðugleika. Þegar allir viðkomandi átta sig á verkefninu hlýtur að fást skynsamleg niðurstaða.
![]() |
Allir finna til ábyrgðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)