Fimmtudagur, 12. nóvember 2015
Sólfar eða CCP í bílskúrinn?
Lykilmenn úr CCP yfirgáfu félagið til að stofna Sólfar. Í bransanum þykir CCP orðið mistækt og les illa í þróun sýndarleikja.
Sólfar fékk 300 millur til að vinna í bílskúr að sýndarleik sem ekki er jafn kjötheimamiðaður og CCP.
Spurningin er hvort félagið endar sína daga í bílskúr.
![]() |
CCP fær 4 milljarða fjárfestingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. nóvember 2015
Sjálfstæðismaður fer hamförum gegn spillingu
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ómyrkur í máli um spillinguna í kringum hlutafjársölu Símans.
Þingmenn vinstriflokkanna þegja um mál sem ætti að vera þeirra.
Hvað sagði aftur síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna?
![]() |
Hætti að skipta við Símann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. nóvember 2015
Evrópa gefst upp á ESB og evru
Ferðafrelsi ríkir ekki lengur í ESB. Slóvenar reisa gaddavírsgirðingu við landamæri annars ESB-ríkis, Króatíu. Svíþjóð tekur upp landamæraeftirlit til að stemma stigu við flóttamannastraumi frá meginlandi Evrópu.
Af evrunni er það að frétta að Grikkir fá ekki fjárhagsaðstoð frá ESB vegna þess að Spánverjar munu vilja hið sama, þ.e. afskriftir af skuldum, en við það yrði ESB gjaldþrota. Þýskir fjármálavitringar segja að björgunarstarf seðlabanka evrunnar búi til óstöðugleika á evru-svæðinu.
Evrópusambandið ræður ekki við verkefnin sem sambandinu er ætlað að leysa. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær ESB liðast í sundur.
![]() |
Vill Holland úr Evrópusambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. nóvember 2015
Bankar búa til peninga - en handa hverjum?
Bankar, bæði hér á landi og annars staðar, búa til peninga með því að lána margfalt meira en nemur innlánum. Bankar tryggja sér jafnframt jákvæðan vaxtamun og hirða af viðskiptavinum sínum margvísleg gjöld.
Bankar eru á ábyrgð ríkisins með því að seðlabankar eru lánveitendur til þrautavara. Gildir bæði hér og erlendis. Bankakerfi er ekki leyft að lokast, jafnvel þótt það sé gjaldþrota. Það sást vel í hruninu. Allt bankakerfið, sem var undir stjórn einkaframtaksins, varð gjaldþrota. Engu að síður héldust allir bankar opnir og öll kerfi þeirra virkuðu - vegna þess að ríkið tryggði rekstur þeirra.
Til lengri tíma er óæskilegt að ríkisvaldið reki allt bankakerfið. Samtrygging stjórnenda slíks kerfis myndi gera það óhagkvæmt og leiða til spillingar. Á hinn bóginn er algerlega út í hött að einkaframtakið fá til sín alla bankana. Einkaframtakið reyndist gerspillt og stútaði bankakerfinu á fáum árum, frá aldamótum til hrunsins 2008.
Engu að síður er einkaframtakið, fremur en ríkisrekstur, uppspretta nýsköpunar og frumkvæðis. Af því leiðir er æskilegt að einkaframtakið sé aðili að bankakerfinu.
Lífeyrissjóðir, sem eru félagslegir að stofni, ættu einnig að eiga hlut í bankakerfinu. Innbyggt í lífeyrissjóði er jafnræðshugmynd milli kynslóða, þeirra sem taka mestu lánin, þ.e. yngra fólk, og hinna sem treysta á ávöxtun lífeyris - eldri kynslóðin. Þetta jafnræði ýtir undir langtímahugsun fremur en skammtímaávinning.
Ríkið, lífeyrissjóðir og einkaframtakið ættu að eiga bankakerfið. Hlutföllin 60, 20 og 20 hljóma skynsamlega næstu tíu til tuttugu ár. Að fenginni reynslu mætti endurskoða þessi hlutföll.
Það skiptir máli handa hverjum bankarnir búa til peninga.
![]() |
Afgangur upp á 50 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. nóvember 2015
Landflótti vegna jafnræðis og jafnréttis
Landflótta Íslendingur með eyfirskt millinafn segist flýja vegna jafnréttis og jafnræðis á Íslandi. Björn Eydal Davíðsson segist flýja jöfnuð ,,bæði í verðlagi og launum."
Björn Eydal flúði til Bretlands. Fyrrum forsætisráðherra þar, íhaldsmaðurinn John Major, skrifar greín í dag um ömurleika ójafnaðar þar í landi. Þegar íhaldsmenn fá óbragð í munninn vegna ójafnaðar er moldin tekin að rjúka í logni.
Björn Eydal er vitanlega á móti krónunni, sem er tæki til jöfnuðar, dreifir byrðum í kreppu en jafnar kaupmátt í góðæri.
Samfylkingin er sá stjórnmálaflokkur sem helst talar máli aukins ójafnaðar á Íslandi.
![]() |
Fjöldi Íslendinga flytur úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. nóvember 2015
Aumingjar vikunnar, sameinist
Eftir hrun er auðveldara að kalla fólk saman að mótmæla þessu eða hinu. Fyrir var vitað að nóg er af fólki sem tilbúið er að útskýra eymd sína fyrir alþjóð.
Tvöfalt hlutverk net- og fjölmiðla er leita uppi aumingjasamnefnara vikunnar annars vegar og hins vegar boða til fundar.
Höfundar Kommúnistaávarpsins leggja til slagorðið.
![]() |
Ný hefð eftir hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 11. nóvember 2015
Trúarpólitískt gyðingahatur - samnefnari
Meðal trúlausra vinstrimanna þekkist gyðingahatur, samanber meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Kaþólskir Pólverjar sneru gyðingahatri upp í slátrun á nágrönnum sínum - í skjóli enn annarra gyðingahatara, sum sé þýskra nasista, er gerðu iðnvædda tilraun að útrýma þeim.
Um múslímskt gyðingahatur þarf ekki að hafa mörg orð, dæmin eru óteljandi.
Nasistar, vinstrimenn, múslímar, kaþólikkar eru sundurleitur hópur. Samnefnari fyrir gyðingahatur sem rennur úr smiðju þessara hópa er vanmetakennd er hlýst af trúarpólitískri hugmyndafræði sem boðar endastöð.
Þriðja ríkið, kommúnistaríkið, paradís og himnaríki eru allt lokamarkmið. Gyðingar stóðu utan þessarar trúarpólitísku sannfæringar. Af þeirri ástæðu fengu þeir sérstaka meðferð, kölluð á þýsku endlösung.
![]() |
Dæmdur til dauða og heiðraði Hitler |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2015
Lagaleti er kostur, ekki löstur
Leti við lagasetningu er kostur sem ætti að þakka fyrir fremur en lasta. Lagabálkar eru ekki mælikvarði á góða stjórnsýslu. Lög ber ekki að setja nema nauðsyn kalli á og alls ekki að óathuguðu máli.
Lagafrumvörp batna við yfirlegu í stjórnarráðinu og hæga framgöngu á þingi.
Sönn stjórnspeki byggir á ígrundun og hófstillingu. Á síðasta kjörtímabili sat yfir hlut okkar ríkisstjórn aðgerðasinna. Stjórnsýslan var knúin áfram af dómgreindarlausum æðibunugangi. Minnstu munaði að við yrðum Icesave-gjaldþrota hjálenda ESB með píratíska stjórnarskrá.
Lofum lagaletina.
![]() |
Rekið á eftir ráðherrum á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2015
Múgmiðlar og skotfæri hatursorðræðunnar
Fjölmiðlar bera ekki ábyrgð á öðrum en sjálfum sér. Verkefni fjölmiðla er að segja frá tíðindum dagsins á þann hátt sem þeir telja þjóna yfirlýstum tilgangi sínum.
Báðir miðlanna, Fréttablaðið og RÚV, gefa sig út fyrir að segja hlutlægar fréttir án ýkna eða stílæfinga.
Þegar miðlar sem þykjast hlutlægir afflytja málsatvik og skapa ótta og reiði í samfélaginu útvega þeir í leiðinni skotfæri í hatursorðræðuna.
![]() |
þu munt missa útlimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2015
Múgur og málsmeðferð - og múgmiðlar
Múgur kærir sig ekki um sekt eða sakleysi. Múgurinn vill hengja skotmark sitt á hæsta gálga - strax. Þetta er eðli múgsins. Í réttarríki er málsmeðferð. Kæra er lögð fram, málið rannsakað ef efni standa til, og fer eftir atvikum til dómstóla eða er vísað frá.
Fréttablaðið gerðist múgmiðill í gær, með því að birta á forsíðu uppslátt um nauðgunaríbúð er sérhönnuð var til glæpaverka. RÚV fylgdi í kjölfarið með viðtal við lögregluna í hádegisfréttum þar sem spurningar fréttamanns gengu út á að lögreglan léti raðnauðgara leika lausum hala. Í kvöldfréttum RÚV var viðtal við konu sem þekkti nákvæmlega ekkert til málsins. En hún var engu að síður látin bera vitni um að nauðgarar drepi fólk sem ákæri þá.
Múgmiðlun býr til múgsefjun. Hvorki Fréttablaðið né RÚV halda faglegu máli.
![]() |
Mun reyna á ábyrgð Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)