Fimmtudagur, 19. nóvember 2015
Evrópa: martröð án landamæra
Hryðjuverkamaðurinn Abaaoud var margsinnis í Þýskalandi, segir Die Welt og tekur þar með undir sjónarmið Frakka um að lokun sameiginlegra landamæra, þ.e. Schengen, sé forgangsatrið í baráttu við hryðjuverk.
Hugmyndir um vasaútgáfu af Schengen eru ekki líklegar til vinsælda. Almenningur í álfunni er kominn með nóg af tilraunum Brussel til að búa til Evrópu sem ekki er innistæða fyrir.
Veruleikinn sem blasir við almenningi í ESB-ríkjum er sá sem bresk yfirvöld auglýsa: hlauptu, ekki leggjast niður. Ábendingin gildir um fleiri fyrirbæri en hryðjuverkamenn í landamæralausri Evrópu.
![]() |
Evrópa verður að vakna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2015
Finnland afhjúpar ónýta evru
Finnska þingið ætlar að ræða útgöngu landsins úr evru-samstarfinu eftir undirskriftarsöfnun frá almenningi. Finnland er í kreppu þrátt fyrir að gera allt rétt samkvæmt forskrift Brussel.
Í Telegraph er ítarleg greining á stöðu Finnlands. Niðurstaðan er óyggjandi:
Ef það land sem stendur best í samkeppnisstöðu þjóða, er með trausta innviði og frábært menntakerfi getur ekki notað evru án þess að lenda í kreppu þá er gjaldmiðillinn sannanlega ónýtur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2015
Karlinn tapar, konan sigrar
Valdefling kvenna síðustu áratugi er undir jákvæðum formerkjum. Konur réttu hlut sinn á þeim sviðum samfélagsins þar sem þær voru undirmannaðar, s.s. í atvinnulífinu og stjórnmálum.
Eins mótsagnakennt og það hljómar er þessi þróun til hagsbóta fyrir samfélagið um leið og hún er á kostnað karla. Það eru jú karlar sem víkja fyrir konum.
Nýja kvenímyndin er af vel menntaðri konu í valdastöðu. Nýja karlímyndin er neikvæð. Karlinn er verr menntaður en konan og tapar jafnt og þétt valdastöðu sinni í samfélaginu.
Neikvæða karlímyndin í dag er framhald þeirrar sem dregin var upp af karlinum þegar valdefling kvenna hófst fyrir alvöru, á síðasta þriðjungi síðustu aldar. Karlinn var teiknaður upp sem valdasjúkur, skilningsvana á samfélagsbreytingar enda lokaður inni í þröngsýnni karlamenningu.
Ungir karlar í dag eiga í nokkrum ímyndarvanda. Óneitanlega.
![]() |
Hvað býr til kynferðisbrotamenn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2015
Bjarni tekur fyrirtækin á beinið
Samtök atvinnulífsins kvarta sáran undan tryggingagjaldi en fyrirtæki landsins stunda launahækkanir umfram getu - og hækka í leiðinni tryggingagjaldið sem er hlutfall af launagreiðslum.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti athygli á þversögninni í málflutningi SA. Fyrirtækin verða að sýna lágmarksábyrgð í samningum sínum en kalla ekki alltaf á ríkissjóð að bjarga sér úr ógöngum.
Í þensluástandi eins og nú ætti vitanlega að að hækka álögur á fyrirtæki.
![]() |
Ótrúverðugt hjá fyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2015
Götubardagar í Evrópu - pólitísk vatnaskil
Götubardagar í París við hryðjuverkamenn sem nýbúnir eru að slátra 130 óbreyttum borgurum. Þetta er eins og stríð, segir Die Welt.
Stríðið kemur til Evrópu á versta tíma, þegar álfan er í efnahagslegri lægð og pólitískri kreppu, segir Jeremy Warner á Telegraph. Félagi hans á sama blaði greinir í sundur goðsögnina um að Bandaríkin, Evrópa og Rússland vilji ganga milli bols og Ríki íslam.
Miðausturlönd eru í varanlegu uppnámi þar sem margvíslegir hagsmunir togast á. Löng hefð er að stríð sé látið skera úr um hverjir skulu fara með forræði á hverju svæði. Á 17. öld háðu kaþólikkar og mótmælendur í Evrópu 30 ára stríð. Á síðustu öld öttu lýðræðisþjóðir, fasistar og kommúnistar kappi í seinna 30 ára stríðinu um forræði í Evrópu. Lýðræðisþjóðir og kommúnistar skiptu með sér álfunni í lok stríðsins. Skiptingin hélst til 1989 þegar Berlínarmúrinn féll.
Dæmigerður bardagamaður Ríkis íslam er ungur Íraki sem missti æskuna og oft föður sinn í kjölfar tilraunar Bandaríkjanna að búa til lýðræði í Írak, segir Lydia Wilson í Nation og byggir á viðtölum við vegavillta byssustráka.
Stríð í miðausturlöndum er eitt, götubardagar í Evrópu annað. Almenningur í Bretlandi, Frakkland, Þýskalandi og í öðrum Evrópuríkjum sættir sig ekki stríð við rúmgaflinn. Stjórnmálamenn vita það manna best.
Stjórnmálaöfl sem vilja ganga harðast fram í að verjast Ríki íslam og herskáum múslímum munu ná yfirhöndinni í Evrópu. Ríkjandi stjórnvöld brugðust strax við eftir ódæðið í París fyrir viku og juku fjárframlög til öryggismála, lögreglu og hers. Það er aðeins upphafið.
Eftir París 13. nóvember 2015 breytist Evrópa úr umburðalyndri kerlingu í hörkulegan miðaldra karl.
![]() |
Aðgerðum lokið í Saint Denis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2015
Schengen út; stjórnarskráin og ríkisborgararéttur
Schegen er ónýtt kerfi sem leyfir glæpamönnum, bæði trúarlegum og veraldlegum, að flæða óhindrað milli landa. Allt er þar upp á evrópskan hátt; enginn ber ábyrgð og hver vísar á annan.
Íslensk stjórnvöld eiga hið snarasta að segja upp Schengen-samstarfinu og taka upp virkt landamæraeftirlit.
Á alþingi er til umræðu að breyta stjórnarskránni. Engin þörf er á slíkum breytingum. En ef alþingi ákveður að hefja slíkt ferli er nauðsynlegt að ræða, í ljósi síðustu atburða, hvort ekki eigi að veita heimild í stjórnarskrá að afturkalla íslenskan ríkisborgararétt.
Frönsk yfirvöld hyggjast afturkalla ríkisborgararétt þeirra sem eru ógn við þjóðaröryggi. Í Bretlandi er uppi sama umræðan.
Með virku landamæraeftirliti og afturköllun ríkisborgararéttar er hægt að treysta öryggi borgaranna. Sem er frumskylda stjórnvalda.
![]() |
Alvarlegar glufur í eftirlitinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2015
Fátækt, gróðurhús og afsakanir fyrir morðum
Ríki íslam byggir á trúarpólitískri hugmyndafræði sem er einbeitt og afgerandi. Á vesturlöndum reyna sumir að slæva vitund okkar um hættur hugmyndafræðinnar.
Okkur er sagt að fátækir og afskiptir múslímar á vesturlöndum sækist í herskátt Ríki íslam til að jafna sakirnar við vestrænt þjóðfélag. Reynslan segir okkur að flest herskáu ungmennin á vesturlöndum sem ánetjast Ríki íslam eru úr millistétt.
Þetta eru ekki reiðir ungir menn sem vestrænt samfélag hafnar, heldur kaldrifjaðir og miskunnarlausir morðingjar. Slíkt fólk verður ekki við tilteknar efnahagsaðstæður heldur tileinkar það sér viðhorf um að líf annarra sé aðeins verkfæri í þágu málstaðar.
Önnur skýring góða fólksins á vesturlöndum er að gróðurhúsaáhrifin gefi þeim herskáu byr undir báða vængi. Uppskerubrestur vegna óvenjumikilla þurrka auki á samfélagsupplausnina í mið-austurlöndum, sem var þó nóg fyrir.
Á bakvið báðar skýringar góða fólksins á morðum Ríkis íslam er sú hugsun að fátækt og allsleysi geri fólk að morðingjum. En það er einfaldlega rangt. Íslendingar voru fátækir um allar aldir en fóru ekki hamförum sem morðingjar. Fátækt elur ekki af sér morðingja.
Trúarpólitísk hugmyndafræði herskárra múslína bæði réttlætir og hvetur til morða. Og þannig verða til morðingjar sem við ættum ekki að afsaka.
![]() |
Við lifðum góðu lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2015
Góða fólkið vill óskiljanleg orð
George Orwell þekkti góða fólkið inn að beini. Hann greindi orðanotkun þess og vakti athygli á hve það reyndi eftir megni að fela merkingu orðanna. Lýsingarorðið orwellska er notað um málfar sem blekkir en upplýsir ekki.
Margrét Tryggvadóttir og góða fólkið vill að við köllum Ríki íslam öðru nafni, Daesh, til að fela tenginguna milli múslímatrúar og hryðjuverka.
Næsti áfangi góða fólksins er að kalla morðingjana upp á arabísku; al-Dawla al-Islamiya fi al-Iraq wa al-Sham. Og allir vita hvað það þýðir. Er það ekki annars?
![]() |
Veita Frökkum hernaðaraðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2015
Frakkar sprengja upp ESB-sáttmála
Til að fjármagna stríðið við múslímska hryðjuverkamenn slátra Frakkar stöðugleikasáttmála Evrópusambandsins er kveður á um ríkissjóðshalla innan við 3%. Hollande forseti segir þjóðarhagsmuni að veði og Brussel-sáttmálar verði að víkja.
Schengen-samstarfið um opin landamæri er svo gott sem dautt og núna er það stöðugleikasáttmálinn sem fær þá umsögn að vera marklaust plagg þegar á bjátar.
Til að strá salti í sárin er Belgía, sem hýsir höfuðborg ESB, kölluð miðstöð herskárra múslíma í þýskum fjölmiðlum. Ónýta tvítyngda smáríkið er orðið samnefnari fyrir vangetu ESB til að vera annað en til vandræða.
![]() |
Sprengjuregn í Raqa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. nóvember 2015
Frakkland og djöflabarnið
Ásamt Bretlandi átti Frakkland flestar nýlendur Evrópuþjóða síðustu tvær aldir. Ólíkt Bretum tókst Frökkum illa að skilja við nýlendur sínar í friði. Þeir voru hraktir frá Víetnam og Alsír í blóðugum stríðum.
Rudyard Kipling skrifaði heimsvaldastefnu Evrópu og Ameríku inn í ljóðið ,,White Man's Burden". Ein ljóðlínan segir þegn nýlenduveldanna 'hálfan djöful og hálft barn'.
Kipling hvetur hvíta manninn að halda aftur af ,,terror" þegar hann siðar djöflabarnið. Upp og ofna var hversu ráðinu var hlýtt.
100 árum eftir ljóð Kipling sækir djöflabarnið heim fyrrum húsbændur með ,,terror" í farteskinu.
![]() |
Frakkland er í stríði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)