Fimmtudagur, 6. október 2016
Björt framtíð og Viðreisn stela hugverkum
Fulltrúi almannahagsmuna, Þorsteinn Víglundsson, sem áður var fulltrúi sérhagsmuna í Samtökum atvinnurekenda, spyr í gamni hvers vegna Björt framtíð steli hugverkum Viðreisnar.
Björt Bjartrar framtíðar svarar fullum hálsi og segir Viðreisn afrit af frumritinu.
Í deilum skal reyna að finna samnefnara. Viðreisn og Björt framtíð eru báðar eftirlíkingar, - en hvor af sínum flokki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 6. október 2016
Uppboð á áhyggjum - kosningavertíð
Á kosningavertíð gera einstaklingar, hópar, fyrirtæki og samtök út á stjórnmálaflokka til að knýja þá að lofa öllu fögru á nýju kjörtímabili.
Vertíðin fer þannig fram að þeir sem sækja á stjórnmálaflokkana lýsa yfir áhyggjum. Sá sem býður trúverðugustu áhyggjurnar er líklegastur til að fá mesta athygli fjölmiðla og þar með stjórnmálamanna.
Sameiginlegt öllum áhyggjum kosningavertíðar er að þær má leysa með peningum. Ó, hve lífið væri einfalt ef það væri samfelld kosningabarátta.
![]() |
Vekja athygli á fjársvelti háskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. október 2016
Fjölmiðlar, stjórnmál og tilfinningar
Á dögum Forn-Grikkja kenndu fræðarar, stundum kallaðir sófistar, upprennandi stjórnmálamönnum mælskulist. Fjölmiðill Forn-Grikkja var opinn fundur undir beru lofti þar sem mælskir stjórnmálamenn reyndu að sannfæra almenning um ágæti skoðana sinna.
Á dögum sjónvarpsins var stjórnmálamönnum kennd framkoma í þeim miðli. Eftirspurn var eftir þeim sem sýndu sig ráða við myndmálið. Sjónvarp er miðstýrt, aðeins fáar stöðvar réðu stærstum hluta markaðarins.
Nú eru dagar samfélagsmiðla. Stjórnmálamenn sem læsir eru á samfélagsmiðla ná forskoti á aðra.
Í öllum þessum miðlum; opnum fundum, sjónvarpi og á samfélagsmiðlum eru tilfinningar stjórnmálamanna til sýnis. Bæði þær tilfinningar sem stjórnmálamenn vilja sýna almenning og hinar sem viðtakendur skynja.
Málefni og rök stjórnmála verða aldrei slitin frá manneskjunni sem þau flytur. Galdurinn sem skilur á milli árangurs og fylgisleysis liggur einmitt þar.
![]() |
Selja kjósendum tilfinningarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. október 2016
Reiði kallinn, Bogi, Baldvin og RÚV
Baldvin Þór Bergsson, fréttamaður á RÚV og háskólakennari, segir eftirfarandi í fyrirlestri í endursögn mbl.is:
Benti Baldvin á að með netinu og samfélagsmiðlum hafi allt í einu reiði kallinn á kaffistofunni fengið vettvang til að láta reiði sína ná til stærri hóps. Það væru jafnvel fjölmargir á sömu skoðun og hann í samfélaginu. Þar hætti stofnunum oft til þess að horfa til þess neikvæða þó raunin væri sú að þetta væri lítill en hávær hópur.
Bogi Ágústsson tilfærði þennan reiða kaffikarl þegar hann útskýrði fyrir alþjóð hvers vegna RÚV stóð fyrir atlögunni að Sigmundi Davíð í Wintris-málinu:
Svar Boga er komið á Youtube og er svona: ,,Farðu bara á kaffihús, á mannamót. Um hvað er talað? Þá sérðu hversu stór frétt þetta er."
RÚV er rekið í þágu reiðinnar í samfélaginu. Um leið og fréttamenn RÚV fara í hlutverk fræðimanna sjá þeir villu síns vegar.
Reiði kallinn á ekki heima í ríkisfjölmiðli, heldur á sértrúarmiðli. Við eigum ekki að halda úti RÚV til endurvarpa reiða kallinum.
![]() |
Þegar allir fengu rödd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 5. október 2016
Sigurður Ingi lækkar fylgi Framsóknar
Framsóknarflokkurinn lækkar í fylgi eftir formannskjörið síðustu helgi. Fylgið fer úr 12,6 prósentum í 11,4 eftir að Sigurður Ingi felldi Sigmund Davíð í formannskjöri.
Sigurður Ingi bauð sig fram til að auka fylgi Framsóknarflokksins en ekki lækka það. Verkefni hans næstu vikurnar er að sýna fram á réttmæti þess að skipta um formann kortéri fyrir kosningar.
Sigurður hlýtur að endurmeta stöðu sína sem flokksformaður ef Eyjólfur hressist ekki.
![]() |
BF kæmi mönnum á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. október 2016
Aleppo, Varsjá, Stalíngrad og Dresden
Samlíking mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ástandinu í Aleppo í Sýrlandi við þýskt umsátur um Varsjá og Stalíngrad í seinni heimsstyrjöld og loftárásir bandamanna á þýsku borgina Dresden í sömu styrjöld eru réttmætar - séð frá sjónarhóli almennra borgara.
Almennir borgarar eru fórnarlömb stríðsátaka sem brjótast út þegar alþjóðakerfi hrynja. Í seinna stríði hrundi friðurinn sem kenndur er við Versali og komst á eftir uppgjöf Þjóðvera í fyrra heimsstríði.
Aþjóðakerfið sem núna hrynur má kenna við Berlínarfriðinn við lok kalda stríðsins 1989 - 1991. Sameinað Þýskaland bjó til ástand í Evrópu sem Bandaríkin og ESB, með Nató sem verkfæri, nýttu sér til að þrengja að öryggishagsmunum Rússa. Það ferli fékk endastöð í Úkraínu, sem skiptist núna í áhrifasvæði Nató annars vegar og hins var Rússa.
Átökin í Sýrlandi eru staðgenglastríð Bandaríkjamanna og Rússa líkt og Víetnamstríðið var á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna/Kína á sínum tíma.
Stríðið í Sýrlandi er skoðað í samhengi við Úkraínudeiluna, eins og lesa má um í fréttaskýringu BBC. Almennir borgarar líða fyrir en fá sjaldnast réttlætinu fullnægt. Enginn svaraði til saka fyrir Varsjá, Stalíngrad og Dreseden. Þegar stríðinu lauk urðu sigurvegararnir óðara svarnir óvinir og undirbjuggu næsta stríð. Þessi iðja er kölluð stórveldapólitík.
![]() |
Vill afnema synjunavaldið í máli Aleppo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. október 2016
Birgitta auglýsir stjórnleysi
Birgitta Jónsdóttir, sem ýmist starfar sem þingmaður Pírata á alþingi eða foringi aðgerðasinna á Austurvelli, kallar það stjórnleysi þegar alþingi starfar ekki samkvæmt hennar dagskrá.
Birgitta er aðalhöfundur að þeirri hugmynd að næsta þing starfi í fáeina mánuði og noti tímann til að kollsteypa stjórnarskránni og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsókn Samfylkingar sem dó drottni sínum áramóti 2012/2013.
En auðvitað yrði það ekki stjórnleysi heldur eins og hver annar dagur á Austurvelli.
![]() |
Þetta er bara stjórnleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 4. október 2016
Óþarfi að gera þinghlé fyrir kosningar
Kosningabaráttan er háð í fjölmiðlum og innan veggja alþingis. Alger óþarfi er að gera hlé á störfum þingsins þótt kosningar standi fyrir dyrum.
Þinghlé fyrir kosningar er arfur frá þeim tíma þegar þingmenn fóru með skipum að hitta kjósendur og standa fyrir fundum heima í héraði.
Ekkert mælir geng því að fundir alþingis standi fram að vikunni fyrir kosningar. Þinghlé í viku er meira en nóg til að þingmenn viðri sig við kjósendur.
![]() |
Funda um framhald þingstarfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 4. október 2016
Vilmundur, Sigmundur og skítapakkið
Á síðustu öld var stjórnmálamaður sem hét Vilmundur Gylfason. Hann gerði lítinn flokk, Alþýðuflokkin, stóran í krafti hugmynda. Þegar flokkseigendur töldu Vilmund hafa þjónað sínu hlutverki komu þeir og sögðu ,,nú getum við" og boluðu Vilmundi frá. Vilmundur notaði þriðja nafnorðið í fyrirsögninni hér að ofan um þetta lið.
Sigmundur Davíð gerði Framsóknarflokkinn stóran í krafti hugmynda. Um helgina tóku flokkseigendur sig til og felldu hann úr formannssæti með skítlegum aðferðum.
Sennilega gerir Sigmundur Davíð rétt í að halda áfram, um sinn, starfi innan Framsóknarflokksins og leiða listann í Norðausturkjördæmi.
Kjörþokki skítapakksins er ekki mikill. Eftir kosningar blasa við nýir möguleikar.
![]() |
Sigmundur áfram oddviti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 3. október 2016
Rekstur fjölmiðla er minnsta málið
Fjölmiðlar sem heild eru ekki í neinum rekstrarvanda. Einstakir miðlar, t.d. 365-miðlar, RÚV og einhverjir netmiðlar eru í vanda vegna mistaka í rekstri. En fjölmiðlun í heild sinni lifir góðu lífi.
Almenningur getur valið um þúsundir miðla, innlendra og erlendra, til að afla sér frétta og afþreyingar.
Aftur er ýmislegt að faglegri stjórnun ýmissa miðla. 365-miðlar eru undir hæl auðmanns sem notaði dagskrárvald fjölmiðasamsteypunnar til að kæfa gagnrýni á viðskipti sín og félaga sinna. RÚV stundar aðgerðafréttamennsku og tekur skipulega hlutdræga afstöðu í fréttaflutningi sínum, til dæmis í ESB-umræðunni. Í vor hannaði RÚV fréttir gagngert til að valda stjórnarkreppu og afsögn forsætisráðherra.
Menntamálaráðherra byrjar á öfugum enda þegar hann skipar nefnd til að ræða stöðu fjölmiðla. Hann ætti að byrja á nefnd sem fjallaði um tilgang fjölmiðla og faglegan rekstur þeirra. Best væri þó að hann léti alfarið vera að skipta sér af fjölmiðlun. Hún þrífst ágætlega án afskipta ráðherra. Nema að hann mætti alveg leggja RÚV niður.
![]() |
Úttekt verði gerð á stöðu fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)