Mánudagur, 10. október 2016
Raðframhjáhald, kvenfyrirlitning og næsti forseti
Hvort vegur þyngra raðframhjáhald Bill Clintons eða kvenfyrirlitning Donald Trump? Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum ráðast af svarinu við þeirri spurningu.
Kynjapólitík kemst ekki á hærra stig en þegar umgengni forsetaframbjóðenda við hitt kynið er úrslitaatriði í kosningu um valdamesta embætti heimsins.
Hvort heldur Hillary eða Donald hafi betur má öllum vera ljóst að hitt kynið sigrar. Spurningin er bara hvort kynið það verður.
![]() |
Hvassar kappræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 9. október 2016
Fávitafrétt RÚV um búrkur og héra
RÚV reynir að gera Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem leggur til búrkubann, að fávita með því að semja frétt sem líkir búrkubanni við friðun héra.
Þeir sem nenna að lesa fréttina, sem byggð er á fésfærslu fyrrum dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, átta sig á því að RÚV er fávitinn en ekki Þorgerður Katrín.
Niðurstaða dómarans er sem sagt:
Frakkar bönnuðu konum að hylja andlit sitt með slæðum á opinberum stöðum árið 2010. Karlar sem þvinga eiginkonur sínar eða dætur til að bera bannaða slæðu eiga yfir höfði sér mun harðari refsingu - þá má sekta um allt að 30 þúsund evrur eða næstum 5 milljónir og dæma í allt að ársfangelsi. Bannið var síðar staðfest af Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að búrkubann Frakka væri ekki trúarlegs eðlis.
Búrkubann stenst samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu. Aðeins fáviti á fréttastofu RÚV fattar það ekki og gerir hérasamlíkinguna að aðalpunkti fréttarinnar, gagngert til að afvegaleiða lesendur og hlustendur og gera hlut Þorgerðar Katrínar sem verstan.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 9. október 2016
Stétt með stétt eða ójöfnuður innherja
Samfylking féll í þann pytt að verða flokkur innherja samfélagsins. ESB-stefna Samfylkingar var þjónkun við efnafólk og sérfræðinga í efri tekjuhópum. Talsmenn Samfylkingar viðurkenndu þetta opinberlega.
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins útskýrir sígilda jafnaðarhugsun sjálfstæðismanna, sem slagorðið ,,stétt með stétt" nær yfir:
Öll erum við jafnaðarmenn ef sú stefna snýst um að halda uppi almannatryggingarkerfi, aðgangi að heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir alla. En ef hún snýst um ríkisvæðingu og jafna kjör allra óháð framlagi eru fáir jafnaðarmenn, sem betur fer.
Samfylkingin varð að flokki innherja og tapaði stórt. Viðreisn fetar í fótspor Samfylkingar og boðar ESB-lausnir sem hygla efnafólki. Innherjafylgið er ekki til skiptanna og Samfylking situr uppi með sárt ennið.
![]() |
Ríkisstjórnin fór illa með árangurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. október 2016
Heimsstyrjöldin í Aleppo
Forsíðuefni þýsku útgáfunnar Der Spiegel er heimstyrjöldin í Aleppo þar sem bandalagsríki Rússa stríða við skjólstæðinga Bandaríkjanna um yfirráðin í stærstu borg Sýrlands.
Í bandarískri umræðu er að finna samanburð við Kúbudeiluna frá 1962 þegar heimurinn bjóst við kjarnorkuvopnastríði milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Í fjögurra mínútna myndbandi á youtube ræða bandarískir sérfræðingar um vandann í samskiptum við Rússa og tala allir á sama veg: bandarísk stjórnvöld klúðruðu sambandinu við Rússa eftir lok kalda stríðsins.
Í kalda stríðinu voru tvö stórveldi sem réðu mestu um þróun alþjóðamála. Yfirburðir Bandaríkjanna eru ekki lengur þeir sömu og enn síður Rússa. Bandaríkin guldu afhroð í Írak-stríðinu 2003-2008 og Rússar töpuðu forræði sínu yfir Austur-Evrópu eftir sameiningu Þýskalands.
Í miðausturlöndum keyrir gamalt stórveldi, Íran, eigin pólitík sem miðar að ná áhrifum yfir norðurhluta Íraks og Sýrlands til að komast að botni Miðjarðarhafs. Íranir eru bandamenn Rússa og eru shíta-múlímar. Nái þeir markmiði sínu reka þeir fleyg á milli stærstu súnní-múslímaríkjanna í þessum heimshluta, Tyrklands og Sádí-Arabíu, sem eru skjólstæðingar Bandaríkjanna.
Bandarísk utanríkismál eru í biðstöðu fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Þegar næsti forseti tekur við völdum í janúar 2017 eru allar líkur á að Aleppo verði komin í hendur bandamanna Rússa. Heimsstyrjöldin, sem kennd er við borgina, er samt sem áður rétt að byrja.
![]() |
Ræddu Sýrland, jafnrétti og norðurslóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 8. október 2016
Píratar stela Samfylkingunni - ekkert me, segir Karl Th.
Stefnuskrá Pírata er afrit fengið hjá Samfylkingunni, segir varaborgarfulltrúi Samfylkingar. Fylgi Samfylkingar, sem var tæp 30 prósent 2009 en 12,9 prósent í síðustu kosningum, er mest komið til Pírata.
Karl Th. Birgirsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingar segir i brýningu til flokksmanna að nú gildi ekkert me. Flokkurinn sé kominn niður í sex prósent og verði að urra og glefsa síðustu vikur kosningabaráttunnar.
Samfylkingarhvutti geltir að Pírötum næstu daga.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 8. október 2016
ESB-stjórn Viðreisnar og vinstriflokka
Frambjóðendur Viðreisnar, Þorgerður Katrín og Pawel Bartozek, tala fyrir nýrri ríkisstjórn sem setti ESB-aðild í forgang.
Vinstri grænir og Samfylking reyndu að gera Ísland að aðildarríki Evrópusambandsins kjörtímabilið 2009-2013 en mistókst. Með meirihluta Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar/Bjartrar framtíðar væri mögulegt að endurtaka leikinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. október 2016
Viðreisn er innherjaflokkur
Viðreisn er flokkur innherja samfélagsins, þeirra sem eru efnaðri og í betri þjóðfélagsstöðu en fólk flest. Formaðurinn, Benedikt Jóhannesson, er innherji i tvöföldum skilningi orðsins, vélar með hlutafé í stórfyrirtækjum og af ætt efnafólks.
Annað viðreisnarfólk, t.d. Þorgerður Katrín fyrrum ráðherra og Þorsteinn Víglundsson fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eru innherjar í samfélaginu og svo er um fleiri á framboðslista flokksins.
Helsta baráttumál Viðreisnar er að Ísland verði ESB-ríki. Efnafólkið í landinu er almennt hlynnt aðild að Evrópusambandinu á meðan allur almenningur er á móti aðild.
Viðreisn þorir ekki að bjóða fram sem hreinn ESB-flokkur. Búin er til orðræða um að Ísland taki upp myntráð sem er vís gjaldþrotaleið. Hugmyndin að baki myntráði er að festa krónuna þannig að hún sé ónýtt verkfæri til að jafna hagsveiflur. Þegar krónan þjónar ekki lengur tilgangi sínum, þ.e. endurspeglar ekki íslenskt efnahagskerfi, er auðveldara að losna við hana. Og út á það gengur pólitík Viðreisnar.
Innherjar samfélagsins vilja ekki deila kjörum með almenningi. Innherjar vilja losna við krónuna og eiga sína peninga í alþjóðlegri mynt til að yfirgefa landið þegar á bjátar. Viðreisn er flokkur fyrir svoleiðis fólk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 7. október 2016
Steingrímur J. og mannasiðir
Steingrímur J. Sigfússon vill senda menn á námskeið í mannasiðum. Svo vill til að á youtube er kennslumyndband með mannasiðum Steingríms J.
Á myndbandinu sést Steingrímur J. ganga ógnandi að Birni Bjarnasyni í ræðustól á alþingi og síðan leggja hendur á prúðmennið Geir H. Haarde sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið.
Steingrímur J. ætti ekki að tala um mannasiði með yfirlætistón.
![]() |
Þarft að fara á námskeið í mannasiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 7. október 2016
Búrkur eru kvennakúgun - rétt hjá Þorgerði Katrínu
Búrkur eru kúgunartæki karla gagnvart konum. Konur velja ekki að fela sig inn í búrku, ekki fremur en hungraður fangi velur að borða skít úr hnefa kvalarinn síns.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á skilið virðingu að berjast fyrir búrkubanni og tala skýrt og skorinort fyrir þeirri afstöðu.
Þeir sem halda að búrkur séu valfrelsi fyrir konur ættu að kynna sér uppruna þessa klæðnaðar og úr hvaða menningarheimi hann sprettur. Í þeim heimi eru búrkur og kvenfyrirlitning nánast samheiti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7. október 2016
Sjálfstæðisflokkurinn er vörn gegn upplausn
Á alþingi ríkir upplausnarástand, eins og stjórnarandstaðan auglýsir á hverjum degi. Vörnin gegn óreiðu margra smáflokka er Sjálfstæðisflokkurinn. Einir 12 stjórnmálaflokkar bjóða fram lista til þingkosninga 29. nóvember.
Til að minnsti möguleiki sé á starfhæfri ríkisstjórn er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem besta kosningu.
Sterkur Sjálfstæðisflokkur yrði kjölfesta í landsmálum og samnefnari fyrir borgaraleg öfl sem kjósa stöðugleika í stað óreiðu.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur fengi 26% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)