Kristrún og hægrisveifla Samfylkingar

Lífið er lotterí, segir væntanlegur formaður Samfylkingar, Kristrún Frostadóttir, um ávinning sinn af kauprétti í Kviku banka þar sem nýkjörinn þingmaður starfaði til skamms tíma.

Hagnaður Kristrúnar er 30 milljónir eftir skatt og meira á leiðinni, skv. Viðskiptablaðinu.

Lífið er lotterí er slagorð úr smiðju hægristjórnmála. Við fæðumst með heppilegt eða óheppilegt erfðaefni, inn í aðstæður sem ekki eru valdar af okkur sjálfum og erum misheppin í fjárfestingum okkar.

Undir væntanlegri formennsku Kristrúnar verður Samfylkingin hægriflokkur. 


mbl.is „Ekkert athugavert við þessa fjárfestingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siða-Sunna: ég má mynda ríkisstjórn, aðrir ekki

Þórhildur Sunna er eini þingmaðurinn með þann úrskurð á bakinu að hafa brotið siðareglur alþingis. 

Í Silfrinu gagnrýndi hún að sitjandi ríkisstjórn, sem fékk traustan meirihluta í nýafstöðnum kosningu, leggi drög að framhaldslífi. Ástæðan sé álitamál um úrslitin í NV-kjördæmi.

En Þórhildi Sunnu finnst ekkert athugavert að hún sjálf og flokkur hennar leggi drög að vinstristjórn. Sumir eru hafnir yfir siði sem aðrir verða að hlíta.

Siða-Sunna stendur undir nafni.


mbl.is Viðræður í gangi í miðri óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdafemínismi, Kristrún, Vanda Sig

Nýr þingmaður Samfylkingar og vonarstjarna, Kristrún Frostadóttir, gerði það gott í heimi viðskipta strax á unga aldri. Henni segist svo frá þegar imprað var á því að skjótur frami væri kynferðinu að þakka:

hún [hafi] einnig lent í á­reitni þar sem verið var að orða vel­gengni hennar í vinnu við kyn­ferði. Krist­rún greinir frá því að henni hafi liðið eins og aumingja. „Ég tók þetta svo mikið inn á mig. Þá rann upp fyrir mér hvað and­legt og líkam­legt of­beldi getur haft of­boðs­lega mikil á­hrif til lengri tíma.“

Karlar hljóta að finna til með Kristrúnu. Þeir hafa aldrei orðið fyrir þeirri ,,áreitni" að frami þeirra í starfi sé skrifaður á feðraveldið og strákamenningu.

Fyrsta konan er orðin formaður KSÍ. Allir fótboltakarlarnir urðu að Vanda Sig. 


mbl.is Vanda formlega tekin við sem formaður KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rósa Trump og heiðarlegur Gandri

Ég er ekki þingmaður. Það er skammarlegt og einhverjum öðrum að kenna en mér, eru efnisleg skilaboð Rósu Bjarkar frambjóðanda Samfylkingar í Reykjavík. Rósa telur víst að það sé ,,alþjóðleg auðmýk­ing " fyrir Ísland að hún taki ekki sæti á alþingi. Rósa íhugar að kæra skort á atkvæðum.

Guðmundur Andri, oft kallaður Gandri, er annar þingmaður sem ekki hlaut kosningu og samflokksmaður Rósu. Hann segir svo frá úrslitum kosninganna:

Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.

Hvor er ærlegri, kvenskýring eða hrútskýring á úrslitum kosninganna?


mbl.is Íhugar kæru til kjörbréfanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm og sönnun, hefnd og réttlæti

Viðkvæði þolenda kynferðisbrota er að þeir vilja ,,skila skömminni" þegar þeir upplýsa misgjörðina. 

Samfélagið sýnir þolanda kynferðisbrots samúð. Kynferðisbrot eru fordæmd. Við þeim eru viðurlög er taka mið af málsatvikum. Harðar er tekið á ofbeldisnauðgun en áreitni.

Skömmin sem þolendur lýsa er persónuleg. Ef þolandi kærir ekki kynferðisbrotið ber hann einn, og e.t.v. með sínum nánustu, þá tilfinningu að hafa verið sviptur reisn og verðleikum. Tvennt er í þeirri stöðu.

Í fyrsta lagi að bera harm sinn í hljóði og vinna úr sínum málum eftir bestu getu. Að kynferðisbrotum frátöldum ratar maðurinn í marga raun. Skilnaðir, sjúkdómar og ástvinamissir eru meðal áfalla sem fólk verður fyrir. Lífið fer mjúkum höndum um suma á meðan aðrir eru hart leiknir.

Í öðru lagi að bera harm sinn á götur og torg. Eftirspurn er eftir frásögnum af kynferðisbrotum, því meiri sem frásögnin er hrikalegri. Þolendur sem fara þessa leið mæta eyrum sem fýsir illt að heyra. Því lostugri verða hlustirnar sem meintur gerandi er nafntogaðri. Slík frásögn getur valdið hamfarabylgju samfélagsfjölmiðla. Eins og dæmin sanna.

Hængurinn er sá að frásögnin er einhliða og segir eðli málsins samkvæmt aðeins hálfa söguna. Það er engin sönnun, aðeins staðhæfing eins málsaðila um afbrot annars(eða annarra). Engin opinber rannsókn stendur að baki. Frásögnin segir meira um samfélagið en atvikið sjálft. Öðrum þræði er leikurinn líka til þess gerður, að hafa pólitísk áhrif á samfélagið. 

,,Að skila skömminni" er slíkum tilvikum hefnd fyrir meint ranglæti.

Réttlæti og ranglæti eru opinber gæði, ekki einkamál. Við viljum búa í réttlátu samfélagi og fordæmum ranglæti.

Skömm er aftur persónuleg tilfinning sem sumir hafa of mikið af en aðrir of lítið - t.d. þeir sem haga sér skammarlega og brjóta á öðrum.

Skömm getur aldrei orðið undirstaða réttlætis, aðeins mismunandi grófu ranglæti.


Útilokunarráðuneyti

Nýtt ráðuneyti útilokunar hlýtur að vera á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar. Útilokun er orðin viðtekin hér á landi og brýnt að málaflokkurinn fái eigið ráðuneyti. Verkefni ráðuneytisins yrðu m..a. að

- ákveða hvaða skoðanir séu leyfilegar

- ákveða refsingar þeirra sem sýknaðir eru fyrir dómstólum

- ákveða reglur um hvaða ásakanir jafngilda sekt

- ákveða hve mörg ,,læk" þarf til að sekt sé endanlega sönnuð

- velja landslið Íslands í knattspyrnu (NB. aðeins karlaliðið)

Til að spara ríkisútgjöld mætti leggja inn í nýtt ráðuneyti annað gamalt og úr sér gengið. Nýja heitið yrði:  Útilokunar- og góðmenningarráðuneytið.


mbl.is Katrín ræddi við Guðna í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslag árið 2050 sama og árið 1000

Meðalhitinn árið 1000, þegar Íslendingar tóku kristni og byggðu Grænland, er 1,5 gráðum hærri en í dag. Þetta er staðfest með ískjarna úr Grænlandsjökli.

Spámenn sem Sameinuðu þjóðirnar kaupa til að sjá fyrir hamfarahlýnun giska á að hitastigið árið 2050 verði 1,5 gráðum hærra en það er í dag. Sama hitastig og var fyrir þúsund árum.

Árið 1000 var gott að búa á norðurslóðum. Jöklar voru minni, híbýli manna betri en þau urðu á litlu ísöld 1300-1900. Norrænir menn skruppu til Ameríku á vit ævintýra.

Hvert er vandamálið?


mbl.is Áhorfendur NRK æfir yfir veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband