Birgitta skilur ekki Brexit, heldur ekki ESB

ESB-sinninn Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata skilur ekki hvað úrsögn Breta úr Evrópusambandinu þýðir og heldur ekki hvernig ESB starfar.

Stækkunarstjóri ESB segir að engin ný ríki verði tekin inn í Evrópusambandið fyrr en eftir 2020. Kjörtímabilinu sem hefst í lok október stendur til haustsins 2020. Það þýðir að næsta kjörtímabil er tilgangslaust að ræða við ESB um aðild - bara út af þessu eina atriði.

En það er meira sem hangir á spýtunni.

Bretland ætlar ekki inn í EES-samninginn sem Ísland á aðild að. Þar með eru allar líkur á að EES-samstarfið líði undir lok.

Svo er það þetta lítilræði: íslenska þjóðin hefur í sjö ár samfleytt hafnað ESB-aðild.

Í stað þess að ræða aðild að ESB ætti Birgitta að ræða hvað gerist eftir EES. En hún mun aldrei skilja það. Birgittu skortir spektina.


mbl.is Ráðherra ber að svara þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný framsókn Sigmundar Davíðs

Framhaldslíf Sigmundar Davíðs í stjórnmálum getur ekki verið í þingflokki auðmýktar Sigurðar Inga. Tveir aðrir möguleikar teikna sig upp, annar langsóttur en hinn nærtækur.

Sá langsótti er að efna til nýs framboðs. Ekki eru nema um tíu dagar þangað til að framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar og slíkt varla gerlegt á jafn skömmum tíma. 

Nærtæki möguleikinn er að Sigmundur Davíð stofni sjálfstæðan þingflokk eftir kosningar og í framhaldi stjórnmálahreyfingu. Þingflokkur þarf þrjá þingmenn og vel hugsanlegt að slíku megi koma í kring.

 


mbl.is „Þekkjum ekki taparann Sigmund Davíð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit drepur EES-samninginn

Bretar ætla ekki inn í EES-samninginn um leið og þeir fara út úr Evrópusambandinu. Theresa May forsætisráðherra Breta kynnti í ræðu í gær að formlegt útgönguferli Bretlands hæfist ekki seinna en í lok mars á næsta ári. Hún sagði að Bretar myndu taka innflytjandamál alfarið í sínar hendur og það er ósamrýmanlegt EES-samningnum.

Í Noregi er grannt fylgst með úrsögn Breta. Norðmenn halda uppi EES-samningnum, en Ísland og Lichtenstein fylgja með. Aftenposten í Noregi segir Breta ekki ætla að fylgja norska fyrirkomulaginu (les EES-samningnum). Það þýðir að fjöldahreyfingin Nei til EU í Noregi mun leggja höfuðáherslu á uppsögn EES-samningsins.

EES-samningurinn var á sínum tíma gerður fyrir Norðurlönd sem millileikur áður en þau færu inn í Evrópusambandið. Svíar og Finnar fóru inn en Norðmenn og Ísland ekki. Þegar fyrir liggur að Bretar munu ekki ganga inn í EES-samstarfið er útséð með þetta fyrirkomulag. Bretar og Evrópusambandið munu á næstu tveim árum koma sér saman um hvernig samskiptum þeirra á milli skuli háttað til framtíðar. Það felur í sér að EES-samstarfið verður hornreka þar sem Noregur og Ísland munu jafnframt semja við Bretland um viðskipti og aðra samvinnu.

Þegar fótunum er kippt undan EES-samstarfinu er tímabært að íslensk stjórnvöld í samvinnu við norsk leggi drög að nýju samstarfsfyrirkomulagi gagnvart Evrópusambandinu.


Háborg stjórnmálanna hrynur í auðmýkt

Framsóknarflokkurinn undir formennsku Sigmundar Davíðs var háborg stjórnmálanna við síðustu kosningar - og leiddi ríkisstjórnina allt kjörtímabilið. Í dag ákváðu framsóknarmenn að skipta um formann og kusu Sigurð Inga.

Sigurður Ingi seldi sig sem mann auðmýktar en ekki hugmynda. Stjórnmálamenn reyna stundum að væla til sín atkvæði með tárvotum augum á réttum augnablikum. Nýmæli er að reka kosningabaráttu á forsendum auðmýktar. Innan Framsóknarflokksins er grunnt á trúarþelinu. Þar koma menn í pontu og stæra sig af því að prestur sitji í málefnanefnd um kirkjumál.

Sigurður Ingi gat þess í sigurræðu sinni að hann hefði fylgst álengdar með málaefnavinnu flokksmanna og fannst þar margt sniðugt. Sigurður Ingi veit nógu mikið um stjórnmál til að hafa á hreinu að formaðurinn er flokkurinn holdi klæddur en málefnin neðanmálsgrein.

Fyrsta verk nýkjörins formanns var að biðja flokksmenn að haldast í hendur. Sértrúarsöfnuðir bera sig að með þessum hætti til hópeflis. Framsóknarflokkurinn þarf vissulega hópefli til að trúa að stjórnmál snúist ekki lengur um hugmyndir heldur auðmýkt.


mbl.is „Fullur þakklætis og auðmýktar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Ingi og friðurinn

Í framboðsræðu sinni til formanns spurði Sigurður Ingi hvers vegna taka ætti ófrið fram yfir friðinn.

Sigurður Ingi fær það verkefni að leiða Framsóknarflokkinn til friðar.

Spurningin er hvort friðurinn verði líkur þeim sem ríkir í dauðs manns gröf eða lifandi stjórnmálaflokki.


mbl.is Sigurður Ingi kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit er fullveldi - Viðreisn hafnar fullveldinu

Brexit felur í sér að Bretar taka tilbaka fullveldi sitt, sem valdamiðstöð ESB í Brussel var komið með klærnar í. Hér á landi er nýtt stjórnmálaafl, Viðreisn, sem vill færa fullveldið á silfurfati til Evrópusambandsins.

Úrsögn Breta tekur tvö ár að útfæra samkvæmt Lissabon-sáttmálanum, eftir að ferlið er formlega virkjað. Gangi ferlið eftir verða Bretar lausir úr viðjum ESB árið 2019. Bretland bætist við nágrannaríki okkar á Norður-Atlantshafi, Grænland, Færeyjar og Noreg sem standa utan Evrópusambandsins.

En Viðreisn stefnir á inngöngu Íslands í Evrópusamband sem helstu nágrannaríki okkar hafna.


mbl.is Brexit-ferlið af stað fyrir lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn áhrifamesti stjórnmálaflokkur landsins

Framsóknarflokkurinn er áhrifamesti stjórnmálaflokkur landsins nú um stundir. Framsóknarflokkurinn bjó til og bar fram til sigurs þrjú mikilvægustu málin eftir hrun, Icesave-deiluna, skuldaleiðréttingu heimilanna og gríðarsterkt uppgjör við þrotabú föllnu bankanna.

Undir formennsku Sigmundar Davíð er Framsóknarflokkurinn miðdepill stjórnmálaumræðunnar, eins og sjá má af fjölmiðlaumræðunni.

Áður en Sigmundur Davíð tók við flokknum var Framsókn jaðarflokkur sem engu skipti í stjórnmálaumræðunni og áhrifalaus eftir því. Framsóknarmenn fá tækifæri á morgun til að treysta stöðu flokksins í íslenskum stjórnmálum með því að endurnýja umboð Sigmundar Davíðs til að leiða flokkinn áfram.


mbl.is Framsókn falli undir menningarminjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín græðir á ríkissjóði en gagnrýnir samt

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sótti um leiðréttingu á sínum persónulegu húsnæðislánum í krafti aðgerða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um stuðning við heimilin í landinu. Samt gagnrýnir hún aðgerðina. Í viðtengdri frétt segir

Gagn­rýndi Katrín skulda­leiðrétt­ing­una og sagði rík­is­stjórn­ina hafa sólundað op­in­beru fé þar í mál sem breytti litlu fyr­ir raun­veru­leg­an efna­hag heim­il­anna.

Í Eyjunni frá 12. nóvember 2014 viðurkennir Katrín að hafa sótt um skuldleiðréttingu fyrir sín persónulegu fjármál. Katrín neitar að gefa upp hve mikið hún fékk út úr leiðréttingunni. Hún ætti að gefa upp hagnaðinn sem hún hafði af leiðréttingunni og útskýra fyrir kjósendum hvers vegna hún tók þátt í því að ,,sólunda opinberu fé".

En kannski heitir það ekki að ,,sólunda opinberu fé" þegar Katrín sjálf fær peningana í vasann?


mbl.is Óvinsæl ríkisstjórn í miðju góðæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband