Þriðjudagur, 28. október 2014
Ofbeldi er sexí, lýðræðið náttúrulaust
Þýskir stjórnmálamenn standa ráðþrota gagnvart nýju bandalagi hægriöfgahópa gegn herskáum múslímum, sem þýskir kalla salafista. Öfgahóparnir til hægri, sem eiga m.a. rætur í menningu fótboltabulla, sýndu styrk sinn í Köln nýverið og hóta uppákomu í Berlín.
Herskáir múslímar eru áberandi undanfarið. Evrópuvaktin segir frá aðdráttarafli þeirra, ekki síst hjá konum sem finnst karlar með stríðstól eftirsóknarverðir þegar þeir láta vopnin tala eins og í Sýrlandi og Írak.
Í Frankfurter Allgemeine er giskað á að um sjö þúsund herskáir múslímar, salafistar, séu þess albúnir að gerast hermenn trúarinnar. Sumir þeirra eru þegar á bardagaslóðum í ríki íslams fyrir botni Miðjarðarhafs og aðrir í startholunum. Strákar allt niður í 12 ára gamlir láta sig dreyma um að verða stríðsmenn spámannsins. Gelgja og stríðsfýsn haldast í hendur.
Hægriöfgahópar vilja ekki missa af fjörinu og melda eindreginn áhuga á að etja ofbeldiskappi við salafista. Aðalálitsgjafi Die Welt segir ofbeldishópana eiga margt sameiginlegt, til dæmis ofbeldisdýrkun.
Lýðræðisleg meðul slá lítt á stríðsólguna. Ekki frekar en sumarið fyrir hundrað árum stríðslystin í Evrópu sauð yfir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2014
Konum fjölgar í læknastétt og launin lækka
Kennarastéttin lækkaði í launum þegar konur urðu þar í meirihluta. Sama gerist hjá læknum. Um aldamót voru konur um 20 prósent lækna en hljóta núna að vera fast að helmingur.
Lögmálið um að kvennastéttir beri minna úr býtum en karlastéttir er meitlað í stein.
Vörubílstjórar og smiðir fá æ hærri laun en læknalaun lækka.
![]() |
Sigurveig: Ekki bjartsýn fyrir fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 27. október 2014
Tungumál farga samböndum og bjarga þjóðum
Ísland og Noregur komust á sama tíma undir dönsku krúnuna, undir lok 14. aldar. Þá var enn töluð norræn tunga í þessum löndum. Norðmenn töpuðu þjóðtungu sinni undir Dönum en minningin um hana hélt lífi.
Eftir að Noregur var settur undir Svíþjóð í kjölfar Napoleónsstyrjaldanna spratt fram sjálfstæðishreyfing kennd við ný-norsku og skilaði þeim sjálfstæði 1905.
Tungumálið bjargaði einnig Íslendingum. Án íslenskunnar værum við Danir. Forsenda fyrir fullveldinu 1918 er að hér var talað annað tungumál en í Danmörku.
![]() |
Og þess vegna er danska óskiljanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 27. október 2014
Kósí-fólkið vill eyðileggja íslenskan landbúnað
Allar vestrænar þjóðir vernda landbúnað sinn. Útgjöld til landbúnaðar er langstærsti einstaki fjárlagaliður Evrópusambandsins, tekur um 40 prósent af fjárlögunum.
Ef frjáls innflutningur yrði leyfður á landbúnaðarvörum inn í Íslandi myndi það ganga af landbúnaði okkar dauðum með tilheyrandi byggðaröskun og öryggisleysi sem fylgir því að vera háð innflutningi matvæla.
Í skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að mest fylgi við frjálsan innflutning landbúnaðarvara er hjá kjósendum Bjartar framtíðar. Kósi-fólkið á SV-horninu er ekki ýkja næmt á aðrar þarfir en sínar eigin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 27. október 2014
Evran festir atvinnuleysi í sessi
Þegar hagkerfi þarf að lækka kostnað vegna ytri áfalla koma í meginatriðum þrjár leiðir til greina; gengislækkun gjaldmiðils, niðurskurður í ríkisútgjöldum eða atvinnuleysi.
Frakkar og aðrar 17 þjóðir, sem nota evru sem lögeyri, geta ekki lækkað gjaldmiðilinn í verði til að bæta samkeppnisstöðu sína. Kreppan verður því öll tekin út með lækkun ríkisútgjalda og í atvinnuleysi.
Evran festir aðildarþjóðir sínar í atvinnuleysi, sem einkum bitnar á ungu fólki.
![]() |
Baráttan gegn atvinnuleysinu er töpuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. október 2014
EES; engin vörn en óbætanlegur skaði
Engin vörn var í aðild að EES-samningnum þegar bankahrunið gekk yfir, samkvæmt niðurstöðu Hauks Loga Karlsson. Heimssýn bendir á að útþensla bankanna var í skjóli EES-samningsins. Sem sagt: án EES hefði ekkert sambærilegt hrun átt sér stað.
Færeyingar skjóta okkur ref fyrir rass í skipaskráningum sökum þess að þeir búa ekki við íþyngjandi EES-samning.
Það er tímabært að endurskoða aðild Íslands að EES-samningnum.
![]() |
Pólitík skipti verulegu máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 26. október 2014
Þjóðaratkvæði eykur illdeilur; Hanna Birna hefur rétt fyrir sér
Þjóðaratkvæðagreiðsla sem aðferð til að leysa úr ágreiningi getur ekki komið í staðinn fyrir niðurstöðu á alþingi. Umræðan eftir hrun sýnir skýrt að aðeins í algjörum undantekningatilfellum er þjóðaratkvæðagreiðsla réttmæt, sbr. Icesave-málið. Í öðrum tilvikum, eins og í stjórnarskrármálinu, leysir þjóðaratkvæðagreiðsla ekki úr ágreiningsmáli heldur magnar það upp.
Okkar fyrirkomulag að leysa úr pólitískum álitamálum heitir fulltrúalýðræði. Það er þrautreynt kerfi sem ekki er gallalaust en það skásta sem völ er á. Til að fulltrúalýðræði sé þokkalega starfhæft þarf traust að ríkja í samfélaginu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi skort á trausti á kirkjuþingi. Hún hefur rétt fyrir sér; það skortir traust í samfélaginu. Til að endurheimta traustið þarf margt að koma til - en það fyrsta er að viðurkenna vandann.
![]() |
Þjóðin kjósi um hríðskotabyssurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 25. október 2014
Illugi og félagar andskotast út í traust
Alkunnir vinstrimenn hjóla í ráðherra og biskup fyrir að tala um traust í samfélaginu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra talaði um traust á kirkjuþingi og Agnes M. Sigurðardóttir sömuleiðis.
Þeir Illugi Jökulsson, Karl Th. Birgisson og Úlfar Þormóðsson eiga erfitt með að umbera ákall um traust.
Hvers vegna hatast vinstrimenn út í áköll um að traust aukist í samfélaginu? Jú, vegna þess að í samfélagi þar sem ríkir traust eiga vinstrimenn harla lita von á stuðningi til landsstjórnar.
Þegar vantraust ríkir, upplausn og óöld, þá eiga vinstrimenn leik samanber búsáhaldabyltinguna og kosningasigur vinstriflokkanna vorið 2009.
![]() |
Kirkjuþing sett í Grensáskirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 25. október 2014
Vinstriflokkarnir, valdatakan og útlegðin
Vinstriflokkarnir, Samfylkingin og Vg, notfærðu sér upplausnina í kjölfar hrunsins til valdatöku. Með því að kynda undir stjórnleysi og auka á upplausn í samfélaginu, sem þó var nóg fyrir, sáu vinstrimenn sér leik á borði að skrifa hrunið allt á reikning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Í kosningunum vorið 2009 tókst vinstriflokkunum að ná meirihluta í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Valdatakan heppnaðist. Vinstriflokkarnir náðu völdum á forsendum upplausnar. En til að halda völdum þarf stöðugleika. Vinstriflokkarnir reyndust ófærir að búa til stöðugleika og þeim var refsað grimmilega af kjósendum vorið 2013; Samfylkingin fékk 12,9% og Vg 10,9%.
Vinstriflokkarnir lærðu ekkert af kosningunum. Þeir trúa enn að skæruliðapólitík, sbr. t.d. leka-málið og stóra vélbyssumálið, skili sér í varanlegum völdum. Svo er ekki. Flokkar sem sem byggja pólitík sína á upphlaupsmálum geta í besta falli skorað stórt í skoðanakönnunum og við afbrigðilegar aðstæður eins og voru eftir hrun.
Á meðan upphlaupspólitíkin ræður ríkjum á hjá vinstriflokknum verða þeir í útlegð frá stjórnarráðinu.
![]() |
Við höfðum tapað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. október 2014
Hlutafélög og svik við samfélagið
Fyrsta íslenska hlutafélagið var stofnað um miðja 18. öld af Skúla Magnússyni og félögum og markaði upphaf nývæðingar atvinnulífs hér á landi, - sem raunar tók langan tíma enda settu móðuharðindin og Napoleónsstyrjaldir strik í reikninginn.
Hlutafélög voru drifkraftur breyttra atvinnuhátta og eru bráðnauðsynleg fyrir þróun í atvinnurekstri með því að takmarka ábyrgð einstaklinga við framlagt hlutfé. Á hinn bóginn er morgunljóst að sumir nota hlutafélagaformið til að svíkjast undan ábyrgð gagnvart birgjum og lánadrottnum.
Til að bregðast við þessum svikum mætti reyna leið upplýsingatækninnar og gagnsæis með því að koma upp opnum gagnabanka sem heldur utan um öll skráð hlutafélög og einkahlutafélög og stjórnir þeirra. Upplýsingar um gjaldþrot einstaklinga ættu heima í þessum banka. Með því að fletta upp kennitölu einstaklinga mætti sjá viðskiptaferil hans, í hvaða stjórnum hlutafélaga hann hefur setið, hvort einhver þeirra hafi orðið gjaldþrota og svo framvegis.
Gusan af gjaldþrotum eftir hrun mun að einhverju marki hjaðna sjálfkrafa. Á hinn bóginn er alveg eins líklegt að lukkuriddarar líti á gjaldþrot sem hluta af viðskiptaáætlun. Opinn gagnabanki um hlutafélög ætti að takmarka svigrúm lukkuriddarana.
![]() |
290 milljarðar í kröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)