Dani flýr múslímska fjölmenningarsamfélagið

Mikael Jalving heitir danskur blaðamaður og skrifaði grein sem norska ríkissjónvarpið birti. Í greininni er farið háðulegum orðum um uppgjöf Dana gagnvart fjölmenningarsamfélaginu þar sem listin má ekki móðga rétttrúaða og tjáningarfrelsið er samþykkt eins lengi og það meiðir ekki múslíma.

Lykilsetning í greininni er eftirfarandi:

Vi er alle svensker nå, det vil si multikulturalister med en ideologisk evne til å benekte eller fortie konflikter og spenninger i et samfunn på vei til indre oppløsning.

Jalving er með sérstaka sneið til samfylkingarfólks

Folk på venstrefløyen er blitt mer småborgerlige enn noen andre. Karl Marx hadde snudd seg i graven dersom han visste at religionskritikk er blitt tabu blant vår tids venstreorienterte.

Í lok greinar segist Jalving ekki nenna þessu múslímska fjölmenningarsamfélagi og kynnti sér flóttaleið til Ástralíu.

 


mbl.is Danir ætla að efla öryggislögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatrammar deilur kennara um kaup og kjör

Nýtt vinnumat framhaldsskólakennara mælir í fyrsta sinn vinnu kennara utan kennslustunda. Sumir kennarar, til dæmis þeir sem kenna íslensku, vinna verulega vinnu utan kennslu við undirbúning og yfirferð verkefna.

Aðrir kennarar, s.s. verknáms- og íþróttakennarar, vinna minna utan kennslustunda en þorri bóknámskennara. Óánægjuraddirnar koma einkum frá þessum hópi kennara sem í krafti aðstöðunnar eru oft með töluverða yfirvinnu.

Fyrir nokkrum árum var reynt að koma til móts við bóknámskennara með svokölluðum ,,stílapeningum" sem skólastjórnendur áttu að greiða þeim sem unnu mikið utan kennslustunda. Sú tilraun fór út um þúfur þar sem íþrótta- og verknámskennarar linntu ekki látunum fyrr en þeir fengu líka ,,stílapeninga."

Nýja vinnumatið er hluti af þeim skipulagsbreytingum sem ríkisvaldið knúði á um í kjarasamningum við kennara. Annar þáttur í skipulagsbreytingum var afnám skila á milli kennslu og prófa. Verknáms- og íþróttakennarar ráku upp ramakvein við þá breytingu enda voru þeir ekki beinlínis önnum kafnir yfir prófatímabilið - ólíkt bóknámskennurum.

Skipulagsbreytingarnar á starfi framhaldsskólakennara eru teknar út með sársauka. Í lokuðum umræðuhópum kennara hóta verknáms- og íþróttakennarar að segja sig úr Félagi framhaldsskólakennara.


mbl.is „Vægast sagt umdeilt“ meðal kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín Júl: vinstristjórnin sagði ósatt

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var minnihlutastjórn nær allan síðari hluta kjörtímabilsins 2008 til 2013. Þetta viðurkennir varaformaður Samfylkingar, Katrín Júlíusdóttir, á fundi á Egilsstöðum.


„Við vorum í raun minnihlutastjórn síðustu átján mánuðina en sögðum það aldrei hreint út."

Austurfréttir segja frá þessum ummælum varaformannsins. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg harðneitaði að hún væri komin í minnihluta á alþingi og hökti langt fram yfir lífdaga sína.

Viðurkenning Katrínar er játning á ósannindum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. um að starfhæfur meirihluti væri á alþingi.


Ólafur Ragnar: krónan og fullveldið bjargaði Íslandi

Ísland gekk ekki í gildru ESB-sinna sem lögðu drög að grísku ástandi þar sem þjóðin sæti landið upp á náð og miskunn Evrópusambandsins.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir réttilega að krónan og fullveldið björguðu Íslandi frá þeirri eymd sem umlykur Suður-Evrópu.

Án eigin gjaldmiðils og fullveldis til að taka ákvarðanir um ríkisfjármál eru þjóðir dæmdar til skuldafangelsis, líkt og Grikkland.


mbl.is „Íslendingar höfnuðu aðhaldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína vill ESB-hermenn til varnar Rússum

Petro Poros­hen­ko forseti Úkraínu biður Evrópusambandið að senda hermenn til landsins til varnar ágangi uppreisnarmanna sem njóta stuðnings Rússa.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum yrðu hermenn frá ESB-ríkjum notaðir sem lögregluherlið. Meginhugmyndin er að virkja Evrópusambandið til beinnar þátttöku í Úkraínu-deilunni.

Her Úkraínu fer halloka í átökum við uppreisnarmenn. Deilur Rússa og Evrópusambandsins um forræði yfir úkraínskum málum kæmist á nýtt stig ef hermenn ESB-ríkja yrðu í skotlínunni.

 

 


mbl.is Úkraínskar hersveitir hörfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensku Grænlendingarnir til Englands?

Listi yfir norræna innflytjendur til Jórvíkurskíris á Englandi á 15. öld getur átt við Íslendinga, eins og Egill Helgason giskar á. Einnig er mögulegt að þar séu komnir íslenskir íbúar Grænlands.

Íslendingar tóku til við að búa Grænland í kringum árið 1000. Helstu byggðir voru Eystribyggð og Vestribyggð. Rústir um 330 bæja Íslendinga hafa fundist og gætu þeir hafa hýst um þrjú þúsund manns.

Byggð Íslendinga á Grænlandi eyddist á 15. öld. Fornleifauppgröftur gefur vísbendingar að byggðin hafi smátt og smátt fjarað út þegar veðurfar gerði Íslendingum ómögulegt að stunda búskap.

Ef það er tilfellið að íslenskir íbúar Grænlands hafi á 15. öld flust frá landinu er ekki óhugsandi að leiðin hafi legið til Englands. Á þessum tíma var verulegur fjöldi enskra skipa við Ísland að fiska og kaupa skreið. Sigling til Grænlands frá Íslandi var ekki tiltökumál fyrir sæfara sem komnir voru frá Englandi.

Stórfelldur mannfellir var á Íslandi snemma á 15. öld og líklega þokkalegt framboð af jarðnæði framan af öldinni. Ef byggð í Grænlandi lagðist af seint á þeirri öld er Ísland líklega fullsetið. Þá væri nærtækt að taka sér far með enskum skipum til annarrar eyju þar sem mátti hefja búskap. 

 


Gyðingahatur lite

Með því að krefja israelskar vörur sérmerktar eru sex þingmenn stjórnarandstöðunnar að segja Israel og þjóðina sem þar býr ómerkilegri en aðrar þjóðir.

Þjóðernishatur byggir á mismunun, þar sem einhver er sagður ómögulegur en annar samþykktur.

Væri ekki nær fyrir þessa sex þingmenn á þjóðþingi Íslendinga að beita starfsþreki sínu á huggulegri hátt en að ala á hatri?


mbl.is Vilja merkja vörur frá hernumdu svæðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr trúði á Guð árið 2005 - hvað breyttist?

Jón Gnarr skrifað hugvekju í bókina Í dag, um lífið, tilveruna og trúna. Hugleiðingar 366 Íslendinga en bókin kom út árið 2005 og var gefin út af Skálholtsútgáfunni. Jón skrifar árið 2005

Ég hef hitt marga sem segjast ekki trúa á neitt. Trú er fullvissa um eitthvað sem maður vonar. Trú kemur við sögu á hverjum degi. Við trúum því að börnin okkar séu óhult, við séum óhult og dagurinn verði góður. Samt vitum við það ekki. Ef maður trúir ekki á neitt þá er maður sífellt hræddur. Trúlaus maður kemst ekki fram úr rúminu á morgnana. Hann er þunglyndur. Ég setti trú mína lengi vel á annað fólk og gerði það ábyrgt fyrir því hvernig mér leið. Það brást mér. Ég reyndi að kaupa mér öryggi og ró með peningum, flottum fötum og fínum bílum. Ég reyndi að komast í gegnum daginn með áfengi og pillur að vopni. Það var til einskis. Ekkert var nóg. Ég þurfti alltaf meira. Ég reyndi sjálfur að vera Guð. Ég brást. Veraldlegir hlutir gefa manni ekki neitt ef maður á enga trú. Trúin færir mig inn í núið. Og það er besti staður sem ég þekki. Ég breyti ekki fortíðinni og ræð ekki framtíðinni. Núið er það eina sem er. Ég trúi á Jesú Krist. Ég trúi því að hann sé til og hafi verið sá sem hann sagðist vera og muni taka á móti mér þegar ég dey. Hann er besti vinur minn. Þess vegna þarf ég ekki að vera hræddur við neitt. Og Jesús hefur ekki brugðist mér enn.

Núna segir Jón Gnarr að Guð sé ekki til.

Hvað breyttist, Jón?


Nei við ESB aldrei jafn traust

Ef aðeins þeir sem taka afstöðu eru 60 prósent þjóðarinnar á móti aðild. Þá eru þeir sem fylgjandi eru aðild hálfvolgir í trúnni, jafnvel samfylkingarfólk.

Það er gömul saga og ný að staðfestan er meiri í afstöðu andstæðinga aðildar en þeirra sem eru fylgjandi aðild.

Langlíklegasta skýringin er sú að fylgjendur aðildar eru hallir undir tækifærismennsku og hugsa sér margir gott til glóðarinnar að fá starf og styrki í gegnum ESB. Sérfræðingar í vinnu hjá hagsmunasamtökum og ríkinu eru í þessum hópi og sömuleiðis háskólaborgarar. Það hefur líka verið áberandi í málflutningi ESB-sinna að þeir ætla að ,,græða" á aðild.

Afstaða andstæðinga aðildar mótast á hinn bóginn fremur af almennu mati og pólitískri lífssýn en skammtímasjónarmiðum.

Ný könnun Capacent Gallup staðfestir að andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er aldrei jafn traust og nú.

Afturköllum misráðnu ESB-umsóknina strax.


mbl.is Helmingur andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaframboð Jóns Gnarr í hættu

Guðsafneitun Jóns Gnarr, bæði afneitunin sjálf og typpa-líkingin sem henni fylgdi, setja forsetaframboðið í uppnám.

Trúin og kirkjan skipta sköpum í kosningum, eins og sást þegar þjóðkirkjuákvæðið var afgerandi staðfest í könnunarkosningum vegna misheppnuðu stjórnarskrárbreytinganna.

Búast má við að Jón Gnarr vendi kvæði sinu í kross og gerist trúmaður mikill enda flott innivinna á Bessastöðum í húfi.


mbl.is Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband