Betlehem og Brussel

Forfeður okkar tóku ekki upp nýja siði nema þá sem voru þrautprófaðir. Við biðum í þúsund ár til að meta hvort boðskapur Jesú Betlehemsbarns gerði sig á Íslandi. Þegar við lögtókum nýjan sið var það gert í sátt.

Evrópusambandið á hálfrar aldar sögu. Sennilega líður tíminn tvöfalt hraðar í dag en á miðöldum. Það þýðir að eftir um það bil 450 ár verðum við búin að meta hvort það sé skynsamlegt að taka upp esbé-siðu á Íslandi.

RÚV-frétt síðdegis minnir okkur á að kostnaður við of hraða aðlögun að erlendum siðum er hvorttveggja mældur í siðleysi og milljörðum króna. Erlend þjófagengi kosta íslenska verslun sex milljarða króna á ári. Þjófnaðurinn leggst ofaná þann kostnað sem við berum af Baugsfeðgum.

Gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var auðvitað ekki eftir 1000 ára landnám sem kristni var tekin upp, heldur kannski rúmlega eitt hundrað ára, þannig að tölur þínar virðast úr einhverju lausu lofti gripnar, líkjast í reynd eðlilegu umsóknarferli. Hins vegar þarf auðvitað að leggjast yfir aðild að EB og margir eins og ég hafa það á stefnuskrá sinni að komast þar inn. Nema samningar verði óaðgengilegir.

Garðar Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband