Samræmið vantar í Steingrím J.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra viðurkennir að réttarósvissa er um ESB-regluverkið sem leyfði Icesave-reikninga Landsbankans. Ef aðeins að Steingrímur J. hagaði sér í samræmi við þessa vitneskju sína og annað tveggja léti reyna á óvissuna fyrir dómstólum eða fengi því framgengt að Hollendingar og Bretar og e.t.v. ESB tækju sinn hluta ábyrgðarinnar á óvissunni.

Samkvæmt Icesave-málinu eins og það stendur í dag bera Íslendingar alla ábyrgð á götóttu regluverki Evrópusambandsins.

Raunalegast er þó að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngu búin að gefast upp fyrir óbilgirni Breta og Hollendinga. Í stað þess að standa í lappirnar gagnvart andskotum okkar þjösnast stjórnin á löndum sínum. Helvíti hart að horfa upp á.


mbl.is Mikil réttaróvissa í evrópsku regluverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það hefur einfaldlega sannast að Steingrímur J. er lítið meira en kjafturinn, svo þegar á reynir fer hann á hnén fyrir framan þá sem kúga land og þjóð.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.10.2009 kl. 22:04

2 identicon

Það er kominn tími til að hætta þessari tilgangslausu og þreytandi umræðu. Þarflegra væri að velta því fyrir sér undanbragðalaust og án pólitískra gleraugna hvers vegna Ísland er í þeirri stöðu á alþjóðavettvangi sem raun ber vitni um.

Mér sýnist það augljóst að alþjóðasamfélagið byggir ekki á lagabókstaf í þeirri merkingu sem þekkist innan landamæra hvers ríkis. Samskipti milli ríkja hafa ávallt byggt á rétti hins sterka. Smáríki þurfa því gjarnan að leita sér skjóls hjá sér sterkari ríkjum. Þannig bjuggu Íslendingar allt frá lýðveldisstofnun í skjóli kananna og gátu ullað á nágrannaþjóðirnar. Þetta skjól er nú horfið.

Siðaðar þjóðir, einkum í Evrópu, hafa í ljósi reynslunnar frá síðustu öld reynt að færa sig frá réttarumhverfi í alþjóðasamskiptum sem byggir á valdi og yfrigangi. Flest ríki Vestur Evrópu eru aðilar að Alþjóðadómstólnum í Haag. Þau skuldbinda sig til að hlíta dómum hans í milliríkjadeilum, þó aðeins að hitt rikið sé líka aðili. Sömuleiðis hafa langflest ríki Evrópu kosið að bindast samtökum í ESB, þar sem deilur milli ríkja á þeim sviðum sem varða ESB samningana eru leystar af Evrópudómstólnum.

Ísland hefur kosið að standa utan við slík samtök. Íslendingar hafa hingað til talið að réttarkerfi hins sterka sé þeim hagstæðari en alþjóðasamfélag sem byggir á lögum. Þannig fórum við fram í landhelgisdeilunum, smugudeilum og oftar. Þetta byggði á þeirri ályktun að á meðan Bandaríkjamenn lyftu lóðum á Miðnesheiði og pössuðu okkur myndum við ná okkar fram.

Það er þó greinilega ekki staðan í dag. Icesave-deilan er greinilegt merki þess. Þeir sem neita að beygja sig undir alþjóðalög geta ekki boðið fullvalda ríkjum að flytja mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Auðvitað tóku Hollendingar og Bretar þá ákvörðun að leysa úr milliríkjadeilunni með sama hætti og Ísland hefur hingað til viljað leysa slík mál - með yfirgangi.

Er ekki kominn tími til að fara skoða vandlega hver staða landsins raunverulega er? Það er allavega tilgangslaust að væla yfir óbilgirni Breta og Hollendinga. Mikið skynsamlegra er að skoða þann möguleika að ganga í ESB þannig að Bretar og Hollendingar geti ekki sýnt okkur óbilgirni, heldur verði leyst úr öllum slíkum deilum af óvilhöllum dómstólum.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, er Machiavelli aðeins utan ESB en kristilegt systkinaþel innan? Réttur hins sterka er jafn ósvífinn innan ESB og utan. Munurinn fyrir okkur er að fyrir utan höldum við forræði helstu hagsmuna okkar.

Páll Vilhjálmsson, 27.10.2009 kl. 23:16

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Úff, Ómar þarf greinilega að kynna sér Evrópusambandið betur. Þar fara stóru ríkin sínu fram en hagsmunir minni ríkjanna víkja allajafna nema svo heppilega vilji til að þeir eigi samleið með hagsmunum þeirra stærri. Enda fer vægi hvers ríkis innan sambandsins fyrst og síðast eftir því hversu fjölmennt það er, því fámennara, því minna vægi og öfugt.

Hvað óvilhalla dómstóla varðar vita t.a.m. allir sem einhvern tímann hafa numið Evrópurétt  að æðsti dómstóll Evrópusambandsins, European Court of Justice, er fyrst og fremst pólitískur dómstóll sem dæmir ávallt auknum samruna innan sambandsins í vil. Óvilhallt?

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.10.2009 kl. 23:31

5 identicon

"Það er kominn tími til að hætta þessari tilgangslausu og þreytandi umræðu. Þarflegra væri að velta því fyrir sér undanbragðalaust og án pólitískra gleraugna."

Hver er með pólitísk gleraugu og hvaða, hér að ofan?  Jóhanna Sig. og Steingrímur J.  þurfa að fara að standa með íslensku þjóðinni gegn ólöglegu ICESAVE.  Gegn kúgun AGS og Evrópu-stórvelda.  Og það er helvíti hart og óþolandi.  Geti þetta fólk ekki unnið fyrir landið okkar skal það víkja.  

ElleE (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband