Litlu flokkarnir við fótskör Sjálfstæðisflokksins

Samfylkinguna dreymir um það, Framsókn getur ekki án þess verið og Frjálslyndir reyndu það síðast í vor en voru hryggbrotnir. Og núna Vinstri grænir: Allir vilja í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum. Stjórnmál á Íslandi eru að verða eins og hálfsflokkskerfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er einn en hálfi flokkurinn er einhver hinna. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins er harmi sleginn að Vinstri grænir hafi nú tekið sér sæti við fótskör Sjálfstæðisflokksins.

Til skamms tíma mátti treysta því að Vinstri grænir yrðu síðastir til að biðla til Sjálfstæðisflokksins. Afgerandi teikn eru á lofti um að það sé að breytast og við það þrengist um aðra flokka í biðröðinni. Björn Ingi Hrafnsson má vera ósáttur við aukna samkeppni. En svona hlaut að fara. Þvermóðska Vinstri grænna var aðeins ávísun á einangrun.

Í eins og hálfsflokks kerfi virka stjórnmálin þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er með breiddina og dýptina í samfélagsmálum en aðrir flokkar eru meira og minna eins málefnisflokkar; Vinstri grænir með umhverfismál, Frjálslyndir með kvótann (eða útlendinga), Samfylking með Evrópusambandsaðild og Framsóknarflokkurinn með það mál sem þeir setja á oddinn í kosningabaráttunni, síðast voru það húsnæðismál.

Sjálfstæðisflokkurinn er sögulega vel til þess fallinn að vera límið í stjórnmálum lýðveldisins. Hann er stærsti flokkurinn, íhaldssamur og með breiða skírskotun. Allar stéttir, bæði í marxískum skilningi, verkalýður og auðvald, og í starfsstéttarlegum skilningi, samanber gamla slagorð flokksins, stétt með stétt, eiga heima í flokknum.

Eyþjóð með þrjúhundruð þúsund íbúa getur ekki leyft sér að þann munað að hafa fjölflokkakerfi, svona í alvörunni. Þess vegna höfum við komið okkur upp fyrirkomulagi sem í senn er séríslenskt en jafnframt alþjóðlegt. Fjölflokkalýðræði á yfirborðinu en eins og hálfs flokkskerfi í reynd.

Kosningarnar sjálfar snúast þá um það að sá litli flokkur sem nær bestum árangri hefur siðferðislegt tilkall til að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvaðan á ÚBS rætur að rekja?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.1.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Draumar verða að vera í réttu falli, takk fyrir ábendinguna.

Páll Vilhjálmsson, 4.1.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Þessi umfjöllun þín um samstarf flokkanna er á margan hátt áhugaverð.Ég tel samt fráleitt að Samfylkingin fari í samstarf við íhaldið.Formenn flokksins hafa allt frá stofnun hans lagt höfuðáherslu á að Samfylkingin yrði valkostur kjósenda að taka við forustuhlurverki í ísl.stjórnmálum af Sjálfstæðisfl.Það væri að mínu viti pólutískt sjálfsmorð Samfylkingarinnar að fara í ríkisstjórn með íhaldinu,jafnvel þótt þeim væri boðið forsætisráðhr.

Kveðja.               4.1.2007.kl.22.55

Kristján Pétursson, 4.1.2007 kl. 22:54

4 identicon

Sæll. Ég les alltaf bloggið þitt og hef gaman og gagn af. Ég er sammála flestu sem fram kemur í þessari grein. Ég vildi samt bæta við að í landsmálunum núna eru hverfandi líkur á samstarfi B og D. Ef það yrði, væri það í fyrsta skipti sem sama stjórnarmynstur væri í borg og landsmálum. Það er líka mjög ólíklegt að Framsókn fái einhverja kosningu af viti þar sem þeir félagar Björn Ingi og Óskar Bergsson hafa gengið rækilega fram af fólki með spillingu sinni. Fólk er þreytt á Framsókn.

Magnús Herbertsson (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband