Ríkisstjórnin fær aðstoð úr borgarstjórn

Könnunin gefur ríkisstjórninni ráðrúm til að draga djúpt andann og stika út stefnuna fyrir næstu misseri. Hættan er auðvitað sú að stjórnin haldi að hún komist upp með morð fyrst hún klárar sig á Icesave-málinu.

Kyrfilega hefur tekist að leggja hrunmálin í fang Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hluta. Og þeir flokkar eru svo fortapaðir að leggja stjórnarflokkunum vopn í hendur með því að selja útlendingum orkuna á brunaútsölu. Með svona stjórnarandstöðu má gera mörg axarsköft án þess að sjái högg á vatni.

Aðgerðir á tvennum vígstöðvum, fjármál verst settu heimilanna og uppgjör við auðmennina, munu ráða því hvernig ríkisstjórninni reiðir af næstu mánuðina. Og jú, vel að merkja, það er verið að setja saman fjárlög fyrir 2010.


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið til í þessu Páll en ég held að það eina sem muni skipta raunverulegu málið þegar kemur að kosningum eftir tæp 4 ár er liðurinn sem þú kallar "uppgjör við auðmennina" allt annað fellur í hina klassísku íslensku póliítsku gleymsku, og aldrei þessu vant er það vel.

En verði réttlætinu ekki fullnægt og auðmennirnir sleppa þá geta vinstri flokkarnir kysst atkvæði sín bless.

Tóti (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:50

2 identicon

Já rétt er það, við verðum að draga auðvaldið framm úr skugga sjálfstæðisflokksins.Þar leinast jú verstu þrjótarnir,siðblint fólk sem verður að láta sæta ábyrgð.

Arthur Páll Þorsteionsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband