Íþróttafélög fái ríkisbankana

Bankarnir og sparisjóðir eru flestir í eigu ríkisins beint eða óbeint. Þeir sem áttu fjármálafyrirtækin geta ekki eignast þau aftur, fjárhagslegt sakavottorð þeirra leyfir það ekki. Við þurfum að finna nýja eigendur að fjármálastofnunum og hvers vegna ekki að koma þeim í eigu íþróttafélaga?

Íþróttafélög gegna lykilhlutverki í félagskerfi samfélagins og þau eru iðulega blönk. Með því að þau fái fjármálafyrirtækin er dreifð eignaraðild tryggð, samkeppnishugsun og gera mætti regluverkið þannig úr garði að vöxtur verði hóflegur og afrakstur fari í starfið.

Við núverandi aðstæður verður að hugsa út fyrir ramman. Félagslegur íþróttakapítalismi er pæling.


mbl.is Lítil trú á efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hmm já.

Smá hugmynd í viðbót hér

Því ekki senda öllum almenningi hlutabréfin í pósti? Þetta er jú eign ríkisins og ríkið er almenningur. Væri þetta svo vitlaust? Þeir sem vilja ekki eiga bréfin áfram geta selt þau á markaði ef þeim sýnist svo. Svo kýs almenningur nýja stjórn bankanna í gegnum póst eða síma. Þá væru hendur allra þvegnar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 29.7.2009 kl. 01:49

2 identicon

Íþróttafélögin eru meira og minna í áskrift hjá SjálfstæðisFLokknum. Þá heldur þetta áfram að vera ALL IN THE FAMILY. Nepótisminn áfram.

Rósa (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 06:43

3 identicon

Þú villt þá væntanlega meina að Íþróttafélögin séu minna spillt heldur en stjórnmálaflokkarnir? Þú ert þá væntanlega hlynntur því að íþróttamenn í efstu deild, hvort sem það er "Landsbankadeild" eða Byrs deild eða hvað þetta nú heitir allt, fái greitt ofurlaun fyrir vinnu sína, (eða alla vega forsætisráðherralaun eftir að nýju lögin voru sett á).

Það hefur allavega viðgengist þar sem ég þekki til að foreldrar barna í íþróttum þurfa að greiða mest af útgjöldum vegna íþróttastarfsemi barna sinna og styrkir sem íþróttafélögin hafa fengið hafa að mestu gengið til efstu deilda.

Mín reynsla af íþróttafélögum, án þess að ég sé að alhæfa almennt um íþróttafélög er að þau hvetji til klíkuskapar og flokkadrátta. Þó er ég ekki að segja að ekkert gott hljótist af starfi íþróttafélaganna. þvert á móti. Þau börn og ungmenni sem stunda íþróttir eru flest í góðu formi og ástunda heilbrigt líferni.

Ég held klárlega að þessi leið sé ekki það sem þjóðin þarf á að halda. (Ekki á að afhenda klíkuforingjum íþróttafélaganna það sem eftir er af bönkunum).

Magnús Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Mér sýnist á athugasemdum að nokkur skortur sé á trausti í samfélaginu og er það von. Kannski verður ríkið að eiga bankana um hríð - þótt það muni einnig valda umræðu um klíkuskap og flokkadrætti.

Páll Vilhjálmsson, 29.7.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að eftirtaldar hreyfingar séu orðnar þær einu hér á landi sem ekki eru grunaðar um spillingu:

  • Skátahreyfingin
  • AA samtökin
  • Rauði Krossinn
  • Rauður vetvangur
  • Ásatrúarsöfnuðurinn
  • Hugvísindasvið HÍ
  • Stígamót
  • SÍBS
  • Handprjónasambandið
Aðrir aðilar virðast hafa dregist niður í skítinn á einn eða annan hátt.

Héðinn Björnsson, 29.7.2009 kl. 16:46

6 identicon

Er ekki þjóðareign nógu dreifð eignaraðild ?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband