Prófessor í ruglrökum

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og prófessor skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann segir að efnahagslegt öryggi væri tryggt með aðild að Evrópusambandinu. Prófessorinn lætur ekki svo lítið að huga að augljósustu mótrökum staðhæfingarinnar. Írar og Lettar eru báðar samþjóðir og í Evrópusambandinu. Kreppan þar er dýpri og erfiðari en á Íslandi, hvort heldur mælt í atvinnuleysi eða töpuðum kaupmætti.

Grein Baldurs er rakalaus himinblámaþvættingur sem stenst ekki augnabliksskoðun. Það er furðulegur andskoti að maður jafn glær og Baldur skuli kallaður til sem sérfræðingur í fjölmiðlum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttablaðið tilkynnir nýja penna á bls. 2 í dag - því blaðið hafi enga skoðun. Svo flettum við og dettum um ESB-Baldur í öndvegi við hliðina á leiðara blaðsins skoðunarlausa! Þeir eru húmoristar eigendur Samfylkingunnar.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 23:36

2 identicon

Páll.

Oft hefur maður spurt sig af því, hver getur haft svona mann í vinnu ?

Ekki ertu með háskólapróf í sömu fræðum og Hannes Hólmsteinn , persónulegt skítkast ?

JR (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 00:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

5 af 6 nýjum leiðaraskrifurum Fréttablaðsins eru EB-innlimunarsinnar.

Um nokkrar stóralvarlegar afleiðingar innlimunar í Evrópubandalagið geta menn lesið HÉR!

Orð þín, Páll, um nefnd skrif: "rakalaus himinblámaþvættingur sem stenst ekki augnabliksskoðun," þetta er listlega mælt og verðskulduð einkunnargjöf.

Jón Valur Jensson, 8.7.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þetta prentaða skvaldur Baldurs,um tryggt skjól,sem nær allir ráðamenn Evrópuríkja hafa leitað í,til að draga úr áföllum vegna heimskreppna,sem reglulega dynja yfir,er hlálega grátlegt.  Þetta lofaða skjól er ekki merkilegra en strætóskýli.Eru svo heimskreppur að dynja reglulega yfir?  

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2009 kl. 00:55

5 identicon

Eftir orðalaginu að dæma þá er ESB sent af himnum ofan til ráðamanna Evrópu, því eins og segir í greininni þá hafa: Ráðamenn nær allra Evrópuríkja leitað í efnahagslegt skjól ESB. Já himnafaðirinn hefur ákveðið að senda sérstakt skjól til ráðamanna í Evrópu handa þeim að skríða inní.

Annars er Baldur greinilega vel að sér í Evrópufræðum og ætti hann að skrifa sem flestar greinar um málið. Evrópusambandið þarf ekki á almenningi að halda til að ákveða að skríða í hið mikla skjól. Ráðamenn þvæla í málum og endurtaka kosningar þangað til rétt niðurstaða fæst. Að því loknu er stjórnað með reglugerðum einstaklega viturra ráðamanna. Ekki verður slæmt fyrir okkur Íslendinga og aðra Evrópubúa að njóta krafta Baldurs sem bókstaflega geislar af hyggindum og speki.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:32

6 Smámynd: Höfundur ókunnur

Les einhver fréttablaðið lengur?

Er ekki raunhæft að gefa því líflínu út ágústmánuð eða svo?

--

Óháð því þá eru margir prófessorar ómarktækir um málefni dagsins, þ.á.m. stjórnmálafræðikollegi Baldurs, Gissurarson nokkur. Hvorugan ætti að taka alvarlega.

Höfundur ókunnur, 8.7.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband