Pókerstjórnmál

Málamiðlun væntanlegra ríkisstjórnarflokka um að alþingi ákveði hvort Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu er undarleg að ekki sé meira sagt. Ef það verður ekki útskýrt út í hörgul þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur hvaða samningar liggja til grundvallar mun þjóðfélagið loga í tortryggni og samsæriskenningum þegar full einbeitni ætti að vera á endurreisn efnahagslífs og öðrum þjóðþrifaverkum.

Þegar þetta er skrifað er bullað um það á RÚV, og endurvarpar það bloggþvætting, um að taka ætti inngöngumálið úr farvegi stjórnmálaflokka.

Stjórnmálaflokkar eru til að móta afstöðu til álitamála og því stærri sem álitamálinu eru því mikilvægara er að stjórnmálaflokkar taki afstöðu.

Ef stjórnmálaflokkar taka ekki afstöðu munu ólýðræðisleg hagsmunasamtök útí í bæ ákveða afdrif stjórnmálanna.

Vinstri grænum og Samfylkingu yrði fyrirgefið að ná ekki saman um afstöðuna til inngöngu. Þeim verður ekki fyrirgefið að setja á svið leikverk fáránleikans og kalla það málamiðlun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband