Orðheldni í Noregi, óheiðarleiki á Íslandi

Ólíkt hafast þeir að forystumenn Samfylkingarinnar á Íslandi og leiðtogar Verkamannaflokksins í Noregi. Jens Stoltenberg formaður Verkamannaflokksins segir að ríkisstjórnin þar mun ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu enda samkomulag um það í stjórnarsáttmála. Á Íslandi var einnig samið um það í stjórnarsáttmála að ekki skyldi sótt um aðild. Samfylkingin aftur á móti leitar allra ráða til að svíkja stjórnarsáttmálann og notar bankahrunið sem skálkaskjól.

Öfugmæli eru að segjast ætla að endurreisa traust og trúnað innanlands og utan en byggja endurreisnina á svikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góð ábending!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.11.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Fyrir helgina var talað um að "endurskoða stjórnarsáttmálann". Það er erfitt að trúa því að sú endurskoðun snúist um svona stórt mál. Hókus-pókus-redding í staðinn fyrir kosningar! Það þarf að kjósa áður en ESB er sett á dagskrá á stjórnarheimilinu.

Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 20:19

3 identicon

Já en Páll, ertu nú ekki bara verulega ósanngjarn?

Þetta er jú bara Solla og Samfylkingin, þú reiknaðir þó varla með einhverju öðru, er það?

Þú ert jú væntanlega raunsærri en varaformaður D-listans og viðhengi hennar, er það ekki?

Kveðja

GRI

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég undrast sífellt hvað þú ert óheiðarlegur í málflutningi þínum Páll. Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stendur eftirfarandi um ESB, hvorki meira né minna og alls ekkert um hvað ekki má gera komi menn sér saman um það:

Opinská umræða um Evrópumál
Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.11.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Margir hafa talað um yfirvofandi hrun ESB og evru alla daga frá upphafi, og munu gera það áfram sama hvað. - Eins og um öll samtök og félagsskap og mannanna verk.

- Veistu hvað Hafþór? allt mun þetta líða undir lok og annað taka við og það mun líka líða undir lok. Það breytir þó engu um að við færum okkur það í nyt sem er gagn af á hverjum tíma. - Jafnvel Mac-inn minn og PC-inn þinn mun líða undir lok en það breytir engu um að við fáum okkur tölvur og notum þær þar til við fáum okkur aðra fullkomnari og þannig koll af kolli.

Evrópuþjóðir munu halda áfram að vinna saman og allar þurfa þær gjaldmiðil hvað sem verður.   Við munum hinsvegar aldrei sjá fullmótað ESB frekar en endnalega gerð tölva, það merkir ekki að ekki borgi sig að nýta það sem er nú og á morgun.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.11.2008 kl. 02:41

6 Smámynd: Sigurjon Einarsson

Það er nú einu sinni svo að yfir þjóðina dundi einhver mesta ógjæva og í kjölfar slíkra atburða verður oft að endurskoða allt sem sagt og skrifað var á medan vel á stóð. Þess vegna verður aðild að bandalagi siðmenntaðra þjóða að skoðast ef það getur hjálpað þjóðinni úr vesöldinni. Við erum vængbrotin á báðum vængjum - það grær ef vel er að hlúið.

Sigurjon Einarsson, 20.11.2008 kl. 10:10

7 identicon

Hvernig væri að ræða um það hvað aðild hefur í för með sér? Það er alveg ljóst að við verðum miklu verr stödd innan ESB en nokkurn tíman fyrir utan þetta tollabandalag.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 17:41

8 identicon

Öll ríkjabandalög, hvaða nafni sem þau hafa verið nefnd, hafa sprungið.

Flest þannig að það hefur kostað hörmungar.

Við erum að upplifa sprungna bólu. Allar bólur hafa sprungið og sumir vöruðu við þessari.

Þetta er eins og keðjubréfin; síðasta fíflið situr uppi með sín. Nema að nú vinna fíflin í bönkunum. Og þeir sitja í súpunni.

Sama nú; við komum að ES nógu snemma til að borga en of seint til að njóta.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:52

9 identicon

Skynsamir menn skipta um skoðun en fíflin aldrei.

Nýjar aðstæður kalla á nýja hugsun!

Kristinn (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:37

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Opinská umræða um Evrópumál

Ísland er í Evrópu þó svo sumir vilja ekki taka eftir því núna eftir að bankarnir og afleiður þeirra fóru á hausinn í Evrópu.

Helgi, ræddu frekar við mig um eitthvað sem skiptir máli. Eins og til dæmis að byggja upp landið eftir að það fór næstum á hausinn inni í ESB, sem einnig er í Evrópu. Ræða til dæmis greiðslurnar til óvina okkar í ESB, Versölum og í Number ten.

Eigum við til dæmis að tala um að sækja aldrei um í neitt svona vesen aftur? Eða sækja um að ganga í Bandaríkin, og taka upp færeyska mynt í Vestmannaeyjum og Norska pundið á Norðurlandi eftir að Svissnesku aurarnir stukku uppúr veskinu og ofan það aftur. Ekkert af þessu er í stjórnarsáttmálanum svo það hlýtur að meiga ræða þetta eins og að ganga fyrir björg. Göngum í Bandaríkin Helgi! Það verður örugglega meirihluti fyrir því ef við fáum ASÍ, SA, SI, ÞS, SR, SS og Kaupfélagið með í þetta. Svo beitum við öllum fjölmiðlum fyrir okkur og fáum RÚV til að halda dollaraþætti. Ég skal halda stjórnarfund yfir öllum blöðunum, þú dáleiðir kommana á RÚV með farseðlum til The Fed. Þetta verður ekkert mál, sannaðu til, og þetta "er bara allt að gera sig" núna strax.

En við fengum lánið frá Ameríku (það stendur utaná umslaginu) svo við göngum auðvitað í Ameríku. Göngum í Washington. En við verðum að muna opinskáttið.

Opinn

Gunnar Rögnvaldsson, 21.11.2008 kl. 15:52

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og svo opnum við BNA fræðisetur á glænýju Mc Donalds á Þingvöllum !!! Við gerumst fræðimenn í BNA-fræðum, Helgi - eða var það DNA? Ég man það ekki lengur.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.11.2008 kl. 16:04

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið

ég gleymdi að skrifa undir

Með kveðjum / Au Revoir

Gunnar Rögnvaldsson

fræðimaður í Íslandsfræðum im Euroland

Brussröst 1944 Europa 12 t.v.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.11.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband