Guðni braust úr gíslingu

Guðni Ágústsson kom með krók á móti bragði evrópukratanna sem hafa yfirtekið Framsóknarflokkinn og sagði af sér. Hann afþakkaði að vera formaður í gíslingu fólks sem gerir mýraljós að pólitískum stefnuvita. Framsóknarflokkurinn var stofnaður til að reisa íslenskt samfélag úr ládeyðu og Guðni þekkir sögu flokksins nógu vel til að hafa skömm á þeirri villupólitík sem nú tröllríður húsum.

Forveri Guðna í embætti, Halldór Ásgrímsson, tók stefnuna á Brussel eftir hafa sannfærst í kokteilpartíum diplómatíunnar um Evrópusambandið. Í forystu flokksins situr fólk pólitískt sakavottorð Björns Inga Hrafnssonar og vill komast í kjötkatlana í Brussel þegar þeir íslensku eru þurrausnir.

Ásamt Samfylkingunni er Framsóknarflokkurinn íslenski útrásarflokkurinn.


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Hérna er viðtal við Barböru Doran sem gerði Heimildarmyndina Hard rock and water, mynd sem ber sögu Nýfundnalands og Íslands saman

Þessa mynd þyrfti að sýna aftur Sjónvarpi og umræðuþátt um ESB aðild á eftir

Ég er búinn að panta nokkur eintök af myndinni 

Mjög nauðsynlegt efni nú á tímum en þeir töpuðu sjálfstæði sínu í kjölfar kreppu

Merkilegt viðtal við merkilega konu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 20:10

2 identicon

Staðan í Framsóknarflokknum er mjög tvísýn. Flokkurinn hefur misst 3 þingmenn í stærstu kjördæmum landsins, Reykjavíkurkjördæmum suður og norður. Tveir þingmenn í stærsta landbúnaðarkjördæmi landsins eru farnir og formaður flokksins hefur sagt af sér.

 

Kjarnafylgi flokksins þ.e. bændurnir standa nú uppi eins og umkomulaus fjárhjörð í hríðarveðri án sauðamanna. Afkomendur bændanna sem eru fluttir á mölina vilja ekki kjósa Framsóknarflokkinn. Flokkurinn getur ekki endurnýjað sig. Þetta er svona eins og með hjón sem geta ekki átt börn. Ættin deyr.

 

Framsóknarflokkurinn var góður flokkur sem byggði á hugsjónum félagshyggju og samvinnu. Þar var ríkjandi ást á landinu og virðing fyrir Hinu íslenska lýðveldi. Nú vilja þeir bara ganga í Evrópusambandið. Þess vegna held ég að Guðni hafi farið.

 

Nú sýnist mér þetta búið, því miður fyrir fólkið í landinu. Ég óttast að bændurnir mæti á flokksþingið með barefli, ef þeir þá mæta.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband