Yfir til þín, Björgvin

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fullvissaði breska fjármálaráðherrann að allt væri í himnalagi með íslensku bankana nokkrum dögum áður en þeir hrundu eins og spilaborg. Í samtali við Árna fjármálaráðherra má heyra hnussið í Darling þegar hann rifjar upp fund þeirra Björgvins.

Nú er við því að búast að varaformaður Samfylkingarinnar krefjist afsagnar viðskiptaráðherra og flokkskrifstofan búi til leikfléttu þar sem trúnaðarmenn flokksins segi sig úr stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Í framhaldi kemur væntanlega formaður Samfylkingarinnar og fer fram á að viðskiptaráðherra rými fyrir öðrum til að hægt sé að byggja upp traust á ný.

Því eins og alþjóð veit þá er Samfylkingin flokkur samkvæmur sjálfum sér.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir tilkynninguna Benedikt.

Það sem mér finnst ótrúverðugt við fréttatilkynningu Björgvins er að hann hafi ekki rætt um stöðu Landsbankans, aðeins hvernig ætti að gera útibúið að dótturfélagi. Enn ólíklegra er að Darling hafi ekki spurt Björgvin um horfur Landsbankans. Ég hef ekki nokkra einustu trú á að menn hafi einskorðað samtalið við tæknileg úrlausnarefni.

Páll Vilhjálmsson, 23.10.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"...nokkrum dögum áður"! Er ekki Baugshatrið (og tengingin við Samfylkinguna) farið a blinda þér sýn Páll minn. Það er ansi langur vegur frá septemberbyrjun til hrunsins og auk þess afskaplega mikið sem breyttist við hrunið.

En þú finnur þann höggstað sem þú leitar að.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 02:33

3 identicon

Páll, allir sjá að þetta er vindhögg, og dapurlegt að þú getir ekki tileinkað þér málefnalega skoðun. Að öðru leyti er pistill þinn ekki svaraverður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:11

4 identicon

 Góðan daginn Páll.

Mér sýnist "deilan" snúast um hvor segir satt Darling eða Björgvin, sbr. eftirfarandi:

Úr símtali Darlings við ÁMM:

"AD: Ég veit það en ég verð að segja eins og er, að þegar ég hitti kollega þína og þá hina, þá í raun kemur í ljós að það sem okkur var sagt reyndist ekki rétt. Ég hafði mjög miklar áhyggjur af stöðu bankans í London og þeir héldu áfram að segja okkur að ekkert væri að óttast. Og þú veist, í þeirri stöðu, sem við erum í núna, þá er hér í þessu landi fjöldi fólks sem lagði inn fé og það fólk kemur til með að tapa ansi miklu af peningum og það fólk mun eiga erfitt með að skilja hvernig það gerðist."

"AD: Já, ég veit að þau verða í sambandi. Ég veit að þú varst ekki á fundinum og tókst ekki þátt í honum. Við efuðumst um það sem okkur var sagt og ég óttast að við höfum haft rétt fyrir okkur."

Úr yfirlýsingu Björgvins í gærkvöldi:

"Viðskiptaráðherra hélt engu fram um stöðu Landsbankans að öðru leyti í samtali sínu við Allistair Darling.“

Ég kem því ekki heim og saman að báðir segir satt um samtalið á fundinum.

Sem Íslendingur þætti mér miklu betra að Darling segi ósatt í símtalinu, annars hlýtur ráðherraferli Björgvins að ljúka hið snarasta.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:40

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þann 2. september hafði bankamálaráðherra fullt leyfi til að segja að ekkert væri að óttast, í diplómatísku samtali. Þá var EKKERT hrunið og Fjármálaeftirlitið nýbúið að gefa öllu bankakerfinu okkar gæðastimpil í "álagsprófi". Landsbankinn sagðist vera í góðri stöðu og enginn efaðist um það. Enginn.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 11:06

6 identicon

Sagði hann kannski að ríkið myndir ábyrgjast allt heila klabbið? Gleymum ekki fullyrðingum Björgvins á fundi með Landsbankafólki, og varðandi sjóðina. Hann virðist bara segja það sem fólk vill heyra. Það er algengur galli margra, en gengur ekk upp hjá stjórnmálamanni.

Steinþór (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:33

7 identicon

Friðrik Þór Guðmundsson: Björgvin birti einnig afar diplómatískan pistil á heimasíðu sinni í ágúst 2008 (tekið af heimasíðu Egils Helgasonar):

"Athygli vekur þó að háværasta gagnrýnin kemur frá samkeppnisaðilum bankanna á erlendum vettvangi. Löngum hafa sérfræðingar Danske bank haft horni síðu íslensku bankanna en fyrir skemmstu bættust Finnskir bankamenn í “grátkórinn”.

Aðstoðarmenn Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði. Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslensku bönkunum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að mynda ástæðu til að ætla að staðan (sé) tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Gagnrýnin hlýtur því að skoðast í því samhengi að a.m.k. tveir íslenskir bankar, Glitnir og Kaupþing, hafa hafi sókn inn á markað fyrir sparifé í Finnlandi, með svipuðum hætti og Landsbankinn hefur áður gert í Bretlandi. Þessi markaðssókn kemur sér vitanlega illa fyrir Nordea sem til þessa hefur ekki treyst sér til að bjóða jafn góð kjör og íslensku bankarnir bjóða."

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband