Félagslíf fangavarðanna í Auschwitz

Veiðiferðir með félögunum, harmonikkukvöld með aðstoðarstúlkunum og skreytt jólatré eru ekki ímyndir sem kvikna þegar gereyðingarbúðirnar Auschwitz eru nefndar enda eru þær samnefnari fyrir þjóðarmorð nasista á gyðingum í seinni heimsstyrjöld. Nýlega kom fram í dagsljósið ljósmyndabók sem Karl Hocker tók saman en hann var aðstoðarmaður yfirmanns búðanna undir lok styrjaldarinnar, Richard Baer.

Fyrrum starfsmaður leyniþjónustu bandaríska hersins afhenti Bandaríska helfararsafninu ljósmyndabókina en hann komst yfir hana í Þýskalandi eftir stríðið.

Ljósmyndirnar sýna Þjóðverjana í leik og skemmtun, ýmist í Auschwitz eða afdrepi sem nasistarnir höfðu þar skammt frá til að safna kröftum og njóta lífsins. Á myndunum má sjá suma alræmdustu foringja búðanna Auschwitz-Birkenau. s.s. Rudolf Hoess og Josef Kramer, reykja vindla í sumarblíðunni og fara með gamanmál. Myndir af lækni dauðans, Josef Mengele, en hann bar ábyrgð á níðingslegum tilraunum á föngum, eru þarna en fáar ljósmyndir eru til af honum.

 

Helfararsafnið hefur lagt efni ljósmyndabókarinnar á netið. Sjá hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hulda

Afskaplega áhugavert. Skondið til þess að hugsa að maður hélt að þetta fólk brosti ekki...

Er einmitt að fara að gæða mér á bók um Auschwitz sem ég keypti í Ameríku þar sem saga Auschwitz er rakin. Þessi staður var víst einn vinsælasti sumarleyfisstaður kóngafólksins hér áður fyrr......

Guðrún Hulda, 21.9.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Mjög fróðlegt, hlakka til að fá myndirnar af amerísku offisérunum frá Gvandanamó, ætli þær verði teknar í Flórída?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.9.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband