Kristrúnu hótað 6% fylgi

Kristrún formaður Samfylkingar sagði opin landamæri ekki samrýmanleg velferðarkerfi. Háværustu vinstrimennirnir hóta formanninum 6 prósent fylgi í næstu kosningum.

Logi forveri Kristrúnar segir í viðtengdri frétt að ekki sé um að ræða stefnubreytingu, heldur nýr ,,veruleiki" er kalli á ,,nýja nálgun." Fyrir þremur árum  fordæmdi Logi danska jafnaðarmenn fyrir að sömu hugsun og Kristrún lét í ljós. Ný nálgun er ,,Logorð" yfir tækifærismennsku.

En það er þetta með fylgið. Undir forystu Kristrúnar hefur fylgi Samfylkingar meira en tvöfaldast, var um tíu prósent en hallar sér í 25 prósent. Engin skýring er á auknu fylgi, nema Kristrún sjálf. Fylgi Samfylkingar er persónufylgi Kristrúnar. Enn á eftir að leysa það út í kosningum. En þetta er mælt fylgi, fjórðungur atkvæða eða þar um bil. Það hefur vægi.

Vinstrimenn hafa frá hruni stundað flokkapopúlisma. Leikurinn gengur út á að háværustu vinstrimennirnir gefa á hverjum tíma einum vinstriflokki atkvæði sitt í umræðunni. Vegur og vegsemd Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og áður Bjartrar framtíðar ræðst af hvernig þeir háværustu beita sér hverju sinni. Ruðningsáhrif þeirra öskrandi eru töluverð, þeir leggja undir sig umræðuna í félagsmiðlum. Gunnar Smári reynir sitt ítrasta að koma Sósíalistaflokki sínum á kortið í samkvæmisleiknum en ekki haft erindi sem erfiði. Viðreisn fær stundum inni hjá flokkapopúlistum til vinstri og ná tveggja stafa fylgismælingu.

Háværustu vinstrimennirnir eru dæmigert eins máls fólk. Eitt mál hverju sinni yfirgnæfir allt annað. Himinn og jörð farast ef málefnið nær ekki fram að ganga. Nú er innflutningur á Palestínuaröbum stórasta verkefnið. Með öllum ráðum skal menning og mannlíf á Íslandi gert verra með innflutningi á fólki sem hvorugt virðir. 

Kristrún á þrjá kosti í stöðunni. Í fyrsta lagi að láta gott heita, horfa úr fjarlægð á þjarkið um það hvort ummæli hennar marki stefnubreytingu eða ekki. Í öðru lagi draga í land og segja ofmælt að Samfylking sé hlynnt skynsamlegri stefnu í málefnum útlendinga. Þriðji kostur er taka af skarið og lýsa afgerandi yfir að útlendingamálin séu ólestri og þurfi að stokka upp.

Tilfallandi veðjar á að Kristrún taki þriðja kostinn. Hún er komin með pólitískt kapítal til að taka slaginn. Fyrsti kosturinn er hálfvelgja, annar kosturinn uppgjöf. Stjórnmálamaður í efstu deild þolir tapaðar atkvæðaprósentur. Hik og uppgjöf í málefnaumræðu fara aftur með trúverðugleikann. Kristrún gæti orðið útbrenndur Logi.

Sigri formaður Samfylkingar hælisumræðuna gæti það markað þau þáttaskil að viðræðuhæfa vinstrið skilur sig frá fáráðlingavinstrinu. Löngu tímabært sextán árum eftir hrun.

 


mbl.is Logi sammála Kristrúnu um útlendingamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eða eins og Einar orðaði þetta
"Handvalin aðstoð handa útvöldum?"
Þórunn skrifar í dag smjðrklípugrein og fjallar bara um fólk frá EES
sem kmeur til að vinna og getur farið heim ef því sýnist svo

Grímur Kjartansson, 20.2.2024 kl. 08:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

´Mér er sama hvaðan gott kemur og það besta er að það komi frá þorra Íslendinga, þeirra sem sjá í hvaða ógöngur þessi blessaða stjórn er að leiða okkur. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2024 kl. 13:08

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við stjórnarmyndun 2007 samþykkti Samfylkingin (ISG) að ESB yrði ekki á dagskrá þeirrar ríkisstjórnar. Það leið ekki mánuður þegar Samfylkingarfólk var farið að hrópa á inngøngu í ESB. Var þó sagt að ISG hefði hredjatak á flokknum. Skyldi eitthvað meira að marka Kristrúnu?

Ragnhildur Kolka, 20.2.2024 kl. 14:34

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Þetta verður eiginlega ekki betur skilgreint; "Sigri formaður Samfylkingar hælisumræðuna gæti það markað þau þáttaskil að viðræðuhæfa vinstrið skilur sig frá fáráðlingavinstrinu".

Það er síðan önnur spurning hvenær arfleið Héðins og Hannibals endaði í fáráðlingavinstrinu, og það þarf sterk bein að komi þeirri arfleið til baka.

Vonandi hefur Kristrún þau bein, okkar allra vegna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2024 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband