Feðraveldið, stolt kvenna

Samfélag hvílir á forskeytinu, - sam. Til að samfélagið þrífist þarf samstaðan að vera meiri en sundrungin. Í friðsælum vestrænum þjóðríkjum, sem Ísland tilheyrir, góðu heilli, ber síðustu áratugi á fleiri jaðarhópum en löngum áður. Þeir hópar telja, með réttu eða röngu, setið yfir hlut sínum af ráðandi öflum.

Að hluta er ábyggilega rétt að sumir hópar eru afskiptir og njóta ekki sannmælis. En hluti skýringarinnar er að vestræn samfélög fóstra með sér á seinni tímum andfélagslega einstaklingshyggju. Hugtakið er fengið frá sagnfræðingnum Eric Hobsbawm sem notaði það fyrir 30 árum í uppgjöri við 20. öld.

Jaðarhóparnir nýta sér mannréttindi, að hver og einn á sig sjálfur, til að smíða sér sérstöðu og herja á samfélagið fyrir að viðurkenna ekki sérvisku fárra einstaklinga í hópefli. Ekki er nóg að samfélagið fallist á tilverurétt jaðarhópanna heldur skal allur almenningur kyngja og samþykkja sérviskuleg lífsviðhorf og trúarkreddur um stórt og smátt, t.d í tungutaki og salernishegðun.

Á tyllidögum, líkt og kvennafrídeginum á þriðjudag, er leitað eftir samstöðu gegn ráðandi öflum sem hamla framgangi minnihlutahópanna. Tilfallandi yfirferð yfir fréttir af fundarhöldum dagsins gefur til kynna að feðraveldið íslenska sé rót ójafnréttis, mismununar og almennt þess sem aflaga fer á Fróni. Á stóra sviðinu gengt Arnarhóli var ítrekað spurt með þjósti: kalliði þetta jafnrétti? Á mótmælaspjöldum mátti lesa ,,Fokk feðraveldi" og eldmessur kyrjuðu sama stefið.

Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 1975. Kvenþingmenn á þessum tíma voru einn til tveir, karlar nær einokuðu stjórnmálin en konur voru aðeins kjósendur. Enginn kvenráðherra hafði setið stjórnarráðið, utan Auður Auðuns í eitt ár. Konur voru í mesta lagi gjaldkerar í bankakerfinu. Fyrsti kvenpresturinn hafði verið vígður til þjónustu árið áður. Engin kona var atvinnuflugmaður. Sú fyrsta, Sigríður Einarsdóttir, varð ekki atvinnuflugmaður fyrr en níu árum síðar, 1984. Konur í forstjórastólum voru álíka sjaldséðar og hvítir hrafnar. Konur voru í miklum minnihluta meðal háskólaborgara. Stúlkur í fiskvinnslu BÚR út á Granda sóttu skemmtikvöld lögfræðinema, nær allt karlar, í leit að mannsefni.

Tæpri hálfri öld síðar er þjóðlífið með nokkrum öðrum og kvenlegri brag. Konur virðast þó enn líta á sig sem jaðarsettan minnihlutahóp í skugga feðraveldis. Líkt og ástandið í dag sé það sama og fyrir hálfri öld. Lítið sem ekkert bar á fögnuði yfir afrekum og árangri kvenna síðustu áratugi. Kvennafrídagurinn á þriðjudag var sýnikennsla andfélagslegrar einstaklingshyggju.

Er feðraveldið kannski stolt íslenskra kvenna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Eins og við höfum dekrað við konur. Og þegar við sáum hvað þær hafa gaman að tala saman fundum við upp símann fyrir þær..

Guðmundur Böðvarsson, 27.10.2023 kl. 11:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það þarf bara að kíkja á vefútgáfu Viðskiptablaðsins til að sjá að 70-80% ráðninga fara til kvenna. Voru þessi störf tekin af strákunum eða voru þau bara búin til upp á punt?  Arnar Sigurðsson skrifar á FB að það sé ánægjulegt að sjá viðtal við athafnamanninn Guðmund hjá Brim lýsa skoðunum sínum í stað forritaðs upplýsingafulltrúa. Upplýsingafulltrúarnir, viðburðastjórarni og allir þessir uppskrúfuðu titlar er afleiðing ofmenntunar. Atvinnulífið kallar á menntað starfsfólk en háskólarnir spýta út stöðugum flaumi af fólki sem aðeins íþyngir því. Samviskusamir stelpur sem vilja örugg störf. Því þurfa stjórnvöld að skapa umbúðir (ESB reglur,eftirlit,loftslagsmál,jafnrétti o.frv.), setja lög sem skylda atvinnulífið að taka þátt í vitleysunni. Hið opinbera ræður svo til sín yfirfallið og bólgnar af gagnsleysinu. 

Ragnhildur Kolka, 27.10.2023 kl. 11:25

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Af hverju eiga konur amk. tvær vinkonur ? Til að tala við aðra þeirra um hina vinkonuna. En í alvöru, þá var þetta einhvern tímann kallað minnimáttarkennd. Hún á reyndar alls ekki rétt á sér í dag, amk, ekki af þessu tilefni.

Örn Gunnlaugsson, 27.10.2023 kl. 12:52

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Konur ríghalda í feðraveldið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.10.2023 kl. 19:41

5 Smámynd: booboo

Góð yfirferð hjá Páli.  Miklar breytingar á 48 árum (frá 1975). Réttast væri að fagna árangrinum, En af hverju er það ekki gert?

Hvað er raunverulega á bakvið þessa svokallaða kvennabaráttu í dag, og mætti ég einnig nefna smánun og nánast ofsóknir öfgakvenna gagnvart körlum.

booboo , 27.10.2023 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband