Atvinnuleysi þarf að aukast

Forsíðuuppsláttur Fréttablaðsins í dag er að ríkið eigi að örva atvinnulífið með framkvæmdum, lægri vöxtum og skattalækkun á fyrirtæki. Þetta er rangt mat sem tekur aðeins mið af einstökum geirum atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu og byggingariðnaði.

Á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs var atvinnuleysi ekki nema 3.3%. Launakröfur Eflingar í yfirstandansi kjaradeilu miðast við þenslu í hagkerfinu en ekki samdrátt. Atvinnuleysi þarf að aukast upp í 6 til tíu prósent til að veita launakröfum aðhald.

Dulið atvinnuleysi er meðal háskólafólks enda launakröfur þeirra hófstilltari og í takt við lífskjarasamninga.

Á Íslandi eru þúsundir faraandverkafólks sem hverfa til síns heima þegar atvinnuleysi eykst. Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að veita farandverkafólki atvinnu.

Í skjóli góðæris síðustu ára hefur myndast bóla sem þarf að springa til að ná jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Aukið atvinnuleysi er rétta svarið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband