Helga frábiður sér pólitík, þorir ekki í vantraust

,,...ég frá­bið mér að vera sett í þá fá­rán­legu stöðu að ég sé hér uppi til þess að vera í póli­tísk­um leik,“ sagði Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á þingi í dag. Rétt áður spurði hún dómsmálaráðherra út í hversdagslegan fund ráðherra með nefndarformanni dómaranefndar gagngert í þeim tilgangi að gera fundinn tortryggilegan.

Píratar og Samfylking reyna að veikja ríkisstjórnina með því að krefjast afsagnar dómsmálaráðherra vegna ákvörðunar þingsins - ekki ráðherra - um hverjir skyldu fá embætti við landsrétt.

Píratar/Samfylking þora ekki að leggja fram vantraust enda yrði það fellt. Í staðinn er þyrlað upp moldviðri, þar sem látið er eins og dómsmálaráðherra beri ábyrgð á samþykktum alþingis. Fjölmiðlar eins og RÚV og Stundin leika undir.


mbl.is Pólitískur hávaði og skrípaleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Það versta við það er að stofnn Landsréttar sem eru mikilvægasta úrbætur á þessu meingallaða dómskerfi á Íslandi á lýðveldistímabilinu skuli hafa lent í svona andskotans tittlingaskít. Það mikilvægasta er að Landsréttur fái að starfa, en lamist ekki (einungis 8 mál tekin fyrir sl. 2 mánuði).

Skiptir engu hverjir eru dómarar, svo fremi sem þeir dæma skv.  lögum og sakborningar fái réttláta málsmeðferð (sem þeir hafa ekki fengið hingaðtil nema vera vel efnaðir). Ég er hér auðvitað vísa til þess að menn sem hafa verið dæmdir í héraði út frá fordómum og brot á reglum, fá ekki að verja sig í Hæstarétti, en eru háðir kærulausum skipuðum lögmönnum. En það fá þeir í Landsrétti að mér skilst, en það væri samt ágætt að fá það staðfest.

Aztec, 23.1.2018 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband