Alþjóðavæðingin mistókst, opnun landamæra einnig

Alþjóðavæðingin átti að bæta hag allra en gerði það ekki. Þeir betur settu högnuðust en þorri almennings ekki. Þess vegna kusu Bandaríkjamenn Trump, segir Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi og ráðleggur norrænt velferðarkerfi samhliða alþjóðavæðingu.

Opin landamæri og frjálsir fólksflutningar, sem fylgja, áttu að bæta hag samfélaga, en gerðu það ekki. Þess vegna kusu Bretar Brexit, skrifar Robert Skildelsky og bendir á að samfélag felur í sér samheldni sem tapast með síauknum innflytjendastraumi.

Íslendingar ættu að draga lærdóm af reynslu annarra þjóða og stíga varlega til jarðar í alþjóðavæðingu og opnun landamæra. Mjög varlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þegar þekktir útlendingar minna á þrúgandi áreiti þeirra sem ólmir vilja herða á innflutningi fólks,ættu íslensk stjórnvöld að hugsa rækilega um ábendingar þeirra,þær koma fullkomlega heim og saman við reynslu borgara þessa lands.- Ætti réttur okkar ekki að vega þyngra heldur en offors alþjóðavæðingasinna?
    

Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2017 kl. 21:06

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nánast allar rannsóknir hafa sýnt að innflytjendur hafa bætt hag þeirra þjóðfélaga sem þeir hafa flust til. Það fylgir reyndar sá galli að þetta hefur rýrt hag allra tekjulægstu hópanna en allir aðrir hópar hafa uppskorið betri lífskjör fyrir vikið og hagvöxtur hefur verið meiri vegna innflytjendanna.

Stjórnvöldum er í lófa lagið að nota hluta af þeim auknu skatttekjum sem hafa komið til vegna innflytjenda til að bæta hag þeirra lægst launuðu og þannig tryggja að allir í þjóðfélaginu njóti aukins hagvaxtar vegna innflytjendanna en því miður eru þau fæst að gera það. En það breytir því ekki að frjáls för fólks hefur almennt bætt lífskjör í Evrópu og Bandaríkjunum svo dæmi sé tekið. Kjör Trumps og hægri öfgamanna í Evrópu er til komið vegna fordóma stórs hluta kjósenda og ranghugmybnda þeirra um afleiðingar fjölmenningar. 

Sigurður M Grétarsson, 10.12.2017 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband