Trump, Clinton - munurinn er kynlífið

Laust fyrir aldamótin síðustu var Bill Clinton forseti ákærður til embættismissis af Bandaríkjaþingi. Kynlífshneyksli var undirrót ákærunnar en forsetinn var sakaður um að hindra framgang réttvísinnar.

Eins og í afstöðunni til Trump skiptust Bandaríkjamenn í grófum dráttum eftir flokkslínum þegar kom að ákærunni á hendur Clinton.

Trump gæti fengið á sig ákæru til embættismissis. Þó er staða hans betri en Clinton, enn sem komið er. Trump er ásakaður um að þiggja upplýsingar frá Rússum til að leggja eiginkonu Bill að velli í forsetakosningunum sl. haust. Það er, þegar kurlin koma öll til grafar, aðeins pólitík.

Einhverra hluta vegna eru ásakanir kvenna, sem komu fram í kosningabaráttunni, og sökuðu Trump um kynferðisbrot, ekki með í aðförinni að húsbóndanum í Hvíta húsinu. En þær voru alls níu sem kváðust fórnarlömb.

Á meðan Trump er með hreint sakavottorð í einkalífinu er hann hólpinn. Pólitík er grimm en ástríðufullt hatur þarf kynlífshneyksli.


mbl.is Andrúmsloftið í Hvíta húsinu „frábært“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband