New York Times og falsfréttir

Á forsíðu New York Times er fyrirsögnin um fund forsetanna þessi: Trump-Pútín fundur er rússneskur sigur.

Fyrirsögnin kyndir undir falsfréttir um að Trump sé handbendi Rússa. New Republic læðist ekki með veggjum í sinni útfærslu. Þar segir í inngangi sömu fréttar:

Þrátt fyrir samdóma álit að Rússar hafi skipt sér af kosningunum 2016 og hjálpað Trump til sigurs er Trump staðfastur í viðleitni sinni að bæta samskiptin við Pútin og Rússland. (Despite the consensus that Russian interference in the 2016 election helped elect him, Trump has been steadfast in his pledge to push for better relations with Putin and Russia.)

Þetta ,,samdóma álit" er ekkert annað en áróður sem frjálslyndir vinstrifjölmiðlar hafa haldið að almenningi. Engan sannanir eru fyrir afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum - aðeins ,,samdóma álit".

Fjölmiðlar reyna að gera ,,samdóma álit" að pólitískri staðreynd. Og beita til þess falsfréttum.

 


mbl.is Trump og Pútín hittast í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er samdóma álit leyniþjónustna Bandaríkjanna, sem eru nú ekki beinlínis vinstrisinnaðar, að Rússar skiptu sér af kosningunum.

Svo má bæta því við að Trump tísti þann 23. júní:

"Just out: The Obama Administration knew far in advance of November 8th about election meddling by Russia. Did nothing about it. WHY?"

Við getum varla kallað orð Trumps "áróður frjálslyndra vinstrifjölmiðla."

Wilhelm Emilsson, 8.7.2017 kl. 00:38

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Dæmigerð falsfrétt Vilhelm. CNN þurfti að segja upp fólki og biðjast afsökunar á frétt um að allar 17 leyniþjónustur hafi verið sammála, þegar þær voru í raun bara 4. Engar sannanir fyrir afskiptum Rússa.

Guðmundur Böðvarsson, 8.7.2017 kl. 06:38

3 identicon

Herr Wilhelm von Emilsson, was ist los? ah.

Það er bara illa gefið fólk, sem heldur uppi þessu ... og að básúna þessu dag eftir dag, gerir þig hreinlega bara vangefinn.

Bandaríki Norður Ameríku, skipta sér af öllu sem fyrir er ... kosningar þeirra sjálfra, eru svo augljóslega "sviknar" að það er nánast hlægilegt. Og að ganga um og segja fólki hvað Rússar eru svakalega klárir, að þeir bara ráði því hver sé forseti Bandaríkjanna ... þú átt bara bágt, og reglulega mikið af þvi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 07:23

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ll
lächerlich

Lächerlich!

Wilhelm Emilsson, 8.7.2017 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband