Sterkur í trúnni, veikur á þjóðerninu

Ef maður er sterkur í trúnni er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af trú annarra, sagði Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti á stórum fundi í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Meginboðskapur Obama var afneitun á herskárri þjóðernishyggju, samkvæmt endursögn Guardian.

Trú og þjóðerni skilgreina samfélög í meira mæli en margt annað, t.d. pólitísk sannfæring eða efnahagur.

En að vera sterkur í trúnni er með gagnólíka merkingu á vesturlöndum annars vegar og hins vegar á menningarsvæði múslíma. Sterkur í trúnni þýðir á vesturlöndum að maður hafi persónulega trúarsannfæringu og virði rétt annarra til stunda allt aðra trú en maður sjálfur. Í menningarheimi múslíma þýðir sterkur í trúnni að vera með þá sannfæringu að trúarleg gildi eigi að móta samfélagið. Þetta sýna óhrekjanleg tölfræðigögn.

Á vesturlöndum er það þjóðerniskennd sem heldur samfélögum saman fremur en trú. Þegar Obama lofar trúarsannfæringu en fordæmir herskáa útgáfu af þjóðerniskennd, án þess að halla orði að ofbeldishneigð trúarsamfélaga, gerir hann lítið úr vestrænum gildum. Enda er Obama dæmigerður vinstrimaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Embættismenn stjórna öllu. Þú veist það Páll. Hvers vegna að tala um trúarbrögð, þegar trúlausir og ábyrgðarlausir embættismenn úti í bæ kúga allt og alla þjóðkjörna ráðherra og þingmenn?

Verðum við ekki að horfast í augu við óþægilegar og vandræðalegar staðreyndir hér á drottins blessuðu jörðinni? Þ.e.a.s ef við viljum einhverja siðbót og mennsku í samfélagsins stjórnsýsluna?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.7.2017 kl. 22:28

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Aðal spurninginn ætti alltaf að vera;

hvað leiðir til framþróunnar og hvað ekki?

Verð ég að vita hver hafi höggvið hvern í herðar niður fyrir þúsund árum til að geta talist íslendingur

eða væri okkur nær að horfa til  framtíðar og fara að ástunda Jóga?

Jón Þórhallsson, 1.7.2017 kl. 23:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er til nokkuð aðalsvar Jón þórhallsson við leið til framþróunar,? Þótt líklegra sé að víg forfeðranna myndu allir fordæma,er bara svo fróðlegt að þekkja söguna,t.d.sambandinu við yfirráðaríkin hverra konungar voru sí og æ í stríði og fluttu þau oftar en ekki til Íslands. Slík fordæmi herða huga minn gegn yfirráðum Evrópusambandsins sem vel að merkja lýsa ákveðinni framþróun í ásælni sinni eftir nýjum ríkjum,eins og Íslandi og Úkraínu.- Lifi Ísland fullvalda um alla framtíð.          

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2017 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband