Ólafur tekur Valgerði á Dag

Ólafur Ólafsson auðmaður var handgenginn Valgerði Sverrisdóttur og Halldóri Ásgrímssyni sem réðu ferðinni í ráðherraliði Framsóknar þegar Búnaðarbankinn var seldur. Valgerður átti að gæta hagsmuna almennings.

Núna er Ólafur handgenginn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og vinstrimönnum í borgarstjórn Reykjavíkur. Ólafur er á kafi í framkvæmdum borginni og nýtur fyrirgreiðslu og velvilja.

Líkt og hann gerði hjá Valgerði þegar hann eignaðist Búnaðarbankann.


mbl.is Ráðherra hafði ekki áhuga á málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Skil ekki alveg hvað þú meinar með ´handgenginn´.

Ég hélt að "handgengir" væri háður eða í þjónustu annarra en af af færslunni sýnist mér að  þú teljir að Valgerður Sverrisdóttir, Halldór Ásgrímsson og, nú síðast, Dagur Eggertsson hafi verið handgengin  "auðmanninum" Ólafi Ólafssyni.

Agla, 5.4.2017 kl. 16:34

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað varðar "orðsins fyllstu merkingu" er ég sammála Öglu hér að ofan.  Auðvitað geta sambönd af þessu tagi verið gagnkvæm, en þá heita þau eitthvað annað - sem er jafnvel enn sóðalegra heiti í pólitíkinni.

Kolbrún Hilmars, 5.4.2017 kl. 16:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Freistandi að leika sér með það ylhýra,en get ekki setið á strák mínum,bæti í "einu sinni"....sjáumst!

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2017 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband