ESB er að deyja - spurningin er hvernig

Evrópusambandið liðast í sundur eftir útgöngu Bretlands. Spurningin er hvort ESB hörfar skipulega frá fyrri markmiðum um sameinaða Evrópu eða hvort undanhaldið verði tætingslegt.

Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti fimm útgáfur að breyttu sambandi. Aðeins ein þeirra, og sú sem ólíklegust er að nái fram að ganga, gerir ráð fyrir Stór-Evrópu á meginlandi álfunnar þar sem ríkin 27 verða héruð í stóru sambandsríki.

Aðrar útgáfur Junkers af framtíð sambandsins eru líklegri, t.d. kjarnasamstarf ,,viljugra" þjóðríkja á meðan önnur sætti sig við aukaaðild.

Stærsti vandinn í tilvistarkreppu ESB er evran, sameiginlegi gjaldmiðillinn sem reynslan sýnir að er ósjálfbær. Aðeins 19 af 27 ríkjum ESB nota evruna. Danir, Svíar, Pólverjar, Tékkland og Ungverjar eru meðal þeirra sem standa utan gjaldmiðlasamstarfsins.

En vegna þess að evran veldur innbyrðis óstöðugleika milli þeirra ríkja sem hana nota, einkum milli Suður-Evrópu og nyrðri ríkjanna, geta evru-ríkin 19 ekki myndað kjarnasamstarf í nýrri útgáfu Evrópusambandsins.

Það mun taka mörg ár, ef ekki áratugi, að gera upp dánarbú draumsins um sameinaða Evrópu.


mbl.is Telja rétt að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En á Íslandi skrifa menn minninga greinar; það tekur enga stund.

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2017 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband