Viðreisn býður fram ESB-óheiðarleika

Viðreisn er stjórnmálaflokkur óheiðarlegra ESB-sinna. Í einu orðinu segjast þeir Evrópusinnar en í hinu að þeir vilji aðeins ,,halda áfram að kanna hvort það sé rétt fyr­ir Ísland að ganga í Evr­ópu­sam­bandið," eins og Páll Rafnar Þorsteinsson orðar það í viðtali.

Evrópusambandið býður ekki upp á ,,könnunarviðræður" um aðild, aðeins aðlögunarferli. Evrópusambandið segir skýrt og skorinort að ekki sé hægt að semja um aðlögunarferlið, aðeins sé samið um tímasetningar á yfirtöku umsóknarríkis á laga- og regluverki ESB. Aðlögunarferlið felur í sér eftirfarandi:

Skilyrði og tímasetning á aðlögun, innleiðingu og framkvæmd umsóknsóknarríkis á öllum gildandi reglum ESB (acquis)...sem ekki er hægt að semja um
The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis")...They are not negotiable

Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur reyndi að sækja um aðild Íslands að ESB árið 2009. Þrem árum seinna, áramótin 2012/2013, rann umsóknin út í sandinn vegna þess að ESB krafðist aðlögunar Íslands að regluverki ESB. Vinstristjórnin sjálf gafst upp á ferlinu.

Núna býður Viðreisn upp á sama óheiðarleika og Samfylkingin, um að hægt sé að ,,kíkja í pakkann".

Heiðarlegir ESB-sinnar vilja Ísland í Evrópusambandið og færa fyrir því rök. Óheiðarlegir ESB-sinnar segjast vilja ,,kanna hvort það sé rétt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið." Hægt er að ræða við heiðarlega ESB-sinna, en þá óðheiðarlegu verður að afhjúpa.


mbl.is Vantaði alltaf samastað í pólitíkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Ríkisútvarpið er með fjóra flokka á þingi og svo styður það af sérstakri smekkvísi Austurvallarþjóðina, fremur en okkur Íslendinga.  Líkindi eru til að þingflokkum Ríkisútvarpsins fækki um einn, en Viðreisn er af sömu sálargerð og flokkar Ríkisútvarpsins þannig að mögulegt er að Ríkisútvarpið haldi áfram fjórum flokkum á Alþingi.

Allir þessir flokkar eru haldnir þeirri meinloku að nauðsinlegt sé að kjósa um aðildar viðræður við Evrópusambandið.  Allað aðildarþjóðir Evrópusambandsins hafa þurft að laga sig að reglum þess og það eru heimskir Íslendingar sem halda að við Íslendingar getum haldið eftir auðlindum okkar og frelsi. 

Það væri óheiðarlegt af Evrópusambandinu gagnvart aðildar þjóðum að hygla okkur sérstaklega að þessu leiti.     

Hrólfur Þ Hraundal, 5.9.2016 kl. 08:36

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Acquis er ekki lokaður pakki heldur munnbiti krókódílsins.

Ragnhildur Kolka, 5.9.2016 kl. 09:10

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Eins og tilvera þín Páll virðist annað hvort svört eða hvít þá er afstaða Viðreisnar í Evrópumálum alveg skýr. "Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu til þess að ná megi aðildarsamningi sem borinn verði undir þjóðina."

Er e-ð óheiðarlegt við þetta? Verður þetta skýrara sagt? Þjóðin á síðasta orðið bæði við upphaf og endi þessa ferils.  

Sigurbjörn Sveinsson, 5.9.2016 kl. 10:31

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sigurbjörn, í fyrsta lagi er ekki hægt að ljúka ferlinu sem hófst með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu 16. júlí 2009. Evrópusambandið hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er sem þýðir að regluverki ESB, acquis, er breytt og þá verður að byrja upp á nýtt.

Í öðru lagi tekur Evrópusambandið ekki inn umsóknarríki á grunni óskuldbindandi viðræðna. Viðræður snúast um aðlögun, eins og rakið er að ofan.

Stefna Viðreisnar í Evrópumálum er óheiðarleg sökum þess að hún gerir ráð fyrir ferli, þ.e. óskuldbindandi viðræðum, sem ekki er í boði.

Páll Vilhjálmsson, 5.9.2016 kl. 10:39

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er sama hvaða snúning þú tekur á þetta Páll. Allir gera sér grein fyrir að forsendur eru breyttar og að viðræður hefjast með nýju umboði frá þjóðinni og engum öðrum. Ef niðurstaðan sýnist ónýt frá byrjun og ekki saér til lands verður það þjóðin, sem sker á festarnar.

Það er hér sem skilur á milli feigs og ófeigs. Þú og aðrir andstöðumenn voru blindaðir á hina sjálfsögðu lýuðræðiskröfu af ofsa andstöðunnar.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.9.2016 kl. 14:45

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Við fengum ekki að kjósa um hvort við vildum sækja um aðild, Sigurbjörn, og þar með er ekki hægt að krefjast þjóðaratkvæðis um framhald á ferli sem var umboðslaust þegar í upphafi.

Páll Vilhjálmsson, 5.9.2016 kl. 16:06

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Vonandi fáum við að kjósa eftir næstu alþingiskosningar. Sú verður bragarbótin þegar Viðreisn kemst að. 

Sigurbjörn Sveinsson, 5.9.2016 kl. 16:45

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það kemur skýrt fram í aðildarumsóknar-blöðum alþingis um ESB, að ekki er hægt að kjósa með bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að umsóknarferlið er hafið. Þessu hefur verið haldið frá almenningi.

Og almenningur er látinn halda að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi. Það verður bara óbindandi skoðanakönnun.

Hvernig væri að tala um hlutina eins og þeir eru í raun og veru?

Og hætta þessum pólitísku blekkingum og bellibrögðum? Það væri farsælast fyrir alla.

Það hefur verið hraðbrautar-ferð á innleiðingu ESB reglna á þessu þingi, og ég skil ekki hvað er verið að tala um. Það þarf ekki að innleiða ESB reglur ef við erum ekki í ESB.

Allt er notað í kosningablekkingunum og það er slæmt verklag, svo ekki sé meira sagt.

Það getur vel verið að það sé rétt að vera í ESB, og það er hvers og eins að meta fyrir sig. En það er ekkert rétt við allar þessar fjölmiðla og kosningaáróðurs-blekkingar. Þegar verkferlarnir eru ekki réttir og heiðarlegir í byrjun, þá verður útkoman eftir því, óheiðarleg, sundrandi og skemmandi.

Það er óheiðarleikinn, blekkingarnar og lygarnar á öllum kúguðum undirvígstöðvum (m.a. alþingis/ríkisstjórn) æðsta kúgunarvaldsins Hæstaréttar, sem eru verstar fyrir normalt samfélag. Mengandi og sundrandi fyrir mólekúlin í allri lífríkiskeðjunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.9.2016 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband