ESB-umsóknin, Brexit og íslensk sátt

Bretland er á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Kannski tekur það sjö ár, líkt og þegar Grænland fór út 1985, en kannski skemur. Þótt enginn viti hve langan tíma úrsögnin tekur er öllum ljóst, sem kynna sér málið, að tvennt breytist.

Í fyrsta lagi breytast utanríkismál Breta. Þeir mun leggja áherslu á að auka og dýpka samskiptin við nærþjóðir sínar utan ESB; Noreg, Ísland, Færeyjar og Grænland. Þó ekki sé nema til að freista þess að breikka baklandið andspænis meginlandsþjóðunum. Stóraukin bein samkipti við skyldar þjóðar handan Atlantsála, Bandaríkin og Kanada, verða einnig á dagskrá samhliða því að samvinna við ESB verða stokkuð upp.

Í öðru lagi breytist Evrópusambandið í kjölfar Brexit. Leiðtogar ESB-ríkja leggja höfuðáherslu á að þjóðaratkvæði verði ekki regla í þeim ríkjum sem eftir eru í sambandinu. Reynslan sýnir að málstaður ESB stendur veikt hjá evrópskum almenningi. Afleiðing af þeirri áherslu verður að bein milliríkjasamskipti aðildarríkja ESB aukast og miðstjórnarvaldið í Brussel, framkvæmdastjórnin og þingið, fá minna vægi. Engin veit hver langtímaáhrifin verða.

Næstu 4 til 6 ár, hið minnsta, fara í að Bretland og ESB finni sér nýja stöðu í alþjóðasamfélaginu. Á þeim tíma eru engar líkur að ESB-umsókn Íslands fengi hljómgrunn, hvorki hér heima né í Evrópusambandinu. Óvissuþættirnir eru alltof margir, bæði séð frá Íslandi og Brussel.

ESB-umsókn ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. frá 16. júlí 2009 er úrelt og kemur ekki að neinu gagni verði hljómgrunnur einhvern tíma í framtíðinni fyrir því að Ísland verði aðildarríki Evrópusambandsins. Umsóknin er fleinn í stjórnmálaumræðu okkar.

Við eigum tækifæri til að ná meiri sátt í íslenskum stjórnmálum með því að alþingi dragi formlega tilbaka aðildarumsóknina sem nú er orðin sjö ára gömul. Við ættum að nýta það tækifæri.

 


mbl.is Umsókn Íslands verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr, mæl þú manna heilastur kæri Páll !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.7.2016 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband