Davíð og þjóðarheimilið

Í ákafa áranna eftir aldamót að selja Ísland í útlöndum og verja orðspor landsins eftir hrun gleymdist að sinna þjóðarheimilinu.

Davíð Oddsson vakti máls á því í ræðu sinni við opnun kosningaskrifstofu vegna forsetakosninganna að tímabært væri að leggja rækt við þjóðarheimildið.

Það má til sanns vegar færa. Við erum þjóð ekki sakir þess sem útlendingar segja um okkur heldur vegna okkar sjálfra; hvað við hugsum, segjum og framkvæmum.

Davíð er maðurinn til að gera Bessastaði að aflvaka þjóðarheimilisins.

 


mbl.is Kosningaskrifstofa Davíðs opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eftir þá ógeðfelldu reynslu frá hruni ættu menn að verða tilbúnir til þess.

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2016 kl. 19:31

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Davíð maðurinn til að gera Bessastaði að aflvaka þjóðarheimilisins, ja hérna hérna það sem pistlahöfundi getur dottið í hug. Það vita allir að Davíð er dýrlingur í þínum augum Páll, en heldurðu virkilega að hann sé maðurinn til að gegna þessu embætti, nei ó nei, það verður aldrei, láttu þig dreyma.

Hjörtur Herbertsson, 13.5.2016 kl. 21:31

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Samkvæmt nýjustu könnun MMR fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27.8% fylgi. Í nýjustu könnun Maskínu er Davíð Oddsson með 15% fylgi. Það sýnir að hann nýtur ekki stuðnings stórs hóps (12.8%) þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn.

En mig grunar að fylgi hans muni aukast og fari kannski í 25%. Sjáum hvað setur. 

Wilhelm Emilsson, 13.5.2016 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband