1918 staða í pólitík

Vinstri grænir eru turninn á vinstri kanti stjórnmálanna með um 20 prósent fylgi. Samfylkingin er dauð með undir 8 prósent fylgi. Vg er afkomandi Alþýðubandalags sem hélt uppi merkjum þjóðernissinnaðra vinstrimanna.

Samfylking rennur frá krötum í Alþýðuflokknum sem kenndu sig við frjálslyndi í alþjóðamálum er þýddi þjónustulund við það stórveldið sem vildi Ísland hverju sinni; Danmörk, Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið.

Vinstri grænir verða forystuafl vinstrimanna eftir næstu kosningar. Raunhæfur möguleiki er að þeir myndi tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan fyrir því að slíkt er gerlegt er að ESB-umsókn Samfylkingar og umræðan í kjölfarið sameinaði þjóðina í afstöðunni til utanríkismála. Slíkt hefur ekki gerst síðan 1918 þegar þjóðin sameinaðist um fullveldi.

 


mbl.is Sjálfstæðiflokkurinn með 31,1% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Flott að XD er stærstur en hrikalegt að sósíalistar (VG) og sósíal- anarkistar (Píratar) næðu 33 þingmönnum saman! Alflandsfélögum hlyti að fjölga aftur þá, þar sem þjóðnýting viðskiptalífsins kæmist aftur á dagskrá.

Ívar Pálsson, 12.5.2016 kl. 08:37

2 identicon

Framsóknarflokkurinn er svo í stórsókn er það ekki?

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 08:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þarftu að spyrja Sigurður? Ég veit ekki hvað maður á að kalla þá sem stóðu að glæpnum gegn formanni hans í Kastljósi,fyrst Samfylkingin er í andarslitrunum. Margir munu kjósa Framsókn,enda með allra sköruglegasta fólk innanborðs.

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2016 kl. 14:04

4 identicon

Það sést Helga. Að vísu fær Framsókn alltaf meira í kosningum en könnunum vegna þess að 67 ára og eldri fá ekki að taka þátt í könnunum.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 20:58

5 Smámynd: Elle_

Hvað ætlar SAMfó að vera lengi dauð?  Hvað kemur svo?  Steindauð?

Elle_, 13.5.2016 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband