Fyrirgefið; stöðugleika, bætt lífskjör og ekkert Icesave

Stjórnarandstaðan vill að ríkisstjórnin biðjist fyrirgefningar á verkum sínum. Meðal verka ríkisstjórnarinnar er að koma á efnahagslegum stöðugleika með hagvexti sem allar Evrópuþjóðir öfunda okkur af.

Á Íslandi er full atvinna, lág verðbólga, launajöfnuður og meira jafnrétti kynjanna en þekkist meðal annarra þjóða.

Við losnuðum við Icesave-skuldbindingar vinstristjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Við gerðum samning við kröfuhafa föllnu bankanna sem enginn trúði að hægt væri að ná - og allra síst vinstriflokkarnir.

Já, það er margt sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með á samviskunni.


mbl.is „Enginn sagt fyrirgefðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfðu bara ekkert með Icesave að gera. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkt m.a. 2 af Icesave samningum á Alþingi. M.a. lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram grunn að Icesave 1 þar sem átti að borga 6,7% vexti. Skv. Indefence þá hætti Sigmundur Davíð samstafi við þá nærri um leið og hann settist á Alþingi og því held ég ég að þó máttur Framsóknar og Sjálfstæðismanna sé mikill þá hafði Ríkisstjón þeirr sem komst til valda 2013 ekkert með Icesave að gera. Það voru lögmenn og þverpólitískt samstarf sem unnu það mál fyrir dómsstólum. 

99% kröfuhafa samþykktu stöðugleiaka samkomulagið núna vegna þess að það var í raun það sem þeir höfðu alltaf reiknað með. M.a. voru þeir löngu búnir m.a. að bjóða Íslenskum stjórnvöldum að þau mættu hirða eignir eins og Íslandsbanka og fleira. Minnir að það hafi verið boðið 2012 eða 13 og eins var ljóst 2012 skv. Már Guðmundssyni seðalbankastjóra að einhver útfærsla á því sem Lilja Móesesdóttir lagði til um útgönguskatt yrði að verða þar sem kröfuhafar fengju ekki að fara nema að slá af krónueignum sínum hér.

Atvinnuleysi og lág verðbólgu er náttúrulega aðallega vegna þess að hingað streyma ferðamenn, makríll og olíuverð féll og almennt hefur vegna samdráttar erlendis aðkeypt var ekki hækkað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.4.2016 kl. 22:42

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Zorry?

Zorry að "allskonar þjóðarinnar (ég-arar)" eru í sömu ormagryfju og sá sem krefst "Zorry"?

Og Páfa-skratta-skattaskjóls-frímúrararnir yfirvaldsníðandi glotta við blóðtönn hertökustjórnunarinnar bak við tjöldin? Og allir eru topparnir stúkufrímúraðir og skattfrjálsir?

Bókhald frímúrar-reglunnar vítt breitt um veröldina upp á borðið! Takk fyrir!

Góður Guð almáttugur er öllum ókeypis, ef einhver skyldi ekki hafa fattað það ennþá. Guð er bara orka. Og góður Guð almáttugur er innra með hverjum og einum, en því miður ekki alltaf innan veggja trúarbragða-hallanna ólíku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2016 kl. 23:18

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er nú ekki viss um að allir séu sammála þér um þetta góðæri (sem nær til sumra) sé vegna þessara stjórnend.  margt er gott en ...

Rafn Guðmundsson, 9.4.2016 kl. 00:38

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Almenningur var beilaður út og afskriftir krafna á þrotabúin námu á áttunda þúsund milljarða. Efnahagurinn hefur aldrei verið styrkari en nú. N.b. aldrei.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2016 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband