Niðurgreiðsla til fjölmiðla auðmanna

Flestir fjölmiðlar landsins eru í eigu auðmanna. Hugmyndir um að veita ríkisfé til auðmanna að reka fjölmiðla er ekki í þágu lýðræðislegrar umræðu.

Þar fyrir utan er sú stétt sem hefur lifibrauð af starfi við fjölmiðla, blaðamenn, faglega fátæklegasta starfsstétt landsins. Engin fagleg umræða er meðal stéttarinnar og áróður iðulega fluttur sem fréttir.

Menntamálaráðherra ætti að velja sér verðugra viðfangsefni en að niðurgreiða með opinberu fé metnaðarlausa auðmannamiðla.


mbl.is Útilokar ekki að ríkið styðji fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mann rekur í rogastans að sjá þessi orð menntamálaráðherrans. Mætti ætla að Katrín Jakobsdóttir sitji enn á stólnum. 

Það er eitt að setja fé í framleiðslu íslensks efnis sem fjölmiðlar geta svo boðið í, en annað að setja þá alla á spenann. Menn ættu að hafa lært eitthvað af ruglinu með ríkisreknu stjórnmálaflokkana.

Ragnhildur Kolka, 13.1.2016 kl. 13:11

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er Illugi genginn úr flokknum og yfir til VG? Hvurslags dómadags rugl er eiginlega í gangi, hjá manninum?

Gódar stundir, merd kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2016 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband