Schengen-aðild: ESB-löggur á Íslandi

Lögreglulið sem stjórnar því hverjir fara til og frá Íslandi og lýtur boðvaldi Brussel er vitanlega hernámslið. Utanríkisráðherra hlýtur þegar í stað að gera ráðstafanir til að Ísland hverfi úr Schengen-samstarfinu.

Ísland er ekki í Evrópusambandinu en Schengen er sameiginlegt landamæraeftirlit ESB-ríkja.

Það voru mistök að Ísland varð Schengen-land. Nú þegar rökrétt afleiðing Schengen, ESB-löggur á Íslandi, er lýðnum ljós er ekkert annað að gera en að hverfa úr samstarfinu. Strax.


mbl.is „Jafnvel þó ekki sé beðið um aðstoð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt og rökrétt ályktun hjá þér kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.12.2015 kl. 23:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Öll þjóðin hlýtur að sameinast um að segja upp Shengen.Ég ræð það af því, að Evrópusinnar þola ekki vopn í fórum lögreglu Íslands,varla eru þær betur komnar í höndum útlendinga.            

Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2015 kl. 00:43

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er hreint ótrúlegt hvað Alþingi okkar Íslendinga er svifaseint þegar um okkar eigin hagsmunni er að ræða, svo sem Shengen úrsögn.

Ingangan gekk skjót og snurðulaust fyrir sig. 

Eins er þegar um er að ræða að bjarga erlendum innrásarmönum sem kunna ekki að eiga heima hjá sér frá Íslenskum lögum þá gerast hlutirnir hratt á Alþingi.

Þurfum við ekki að koma okkur upp vörnum geggn ráðstjórninni á Alíngi?   

Hrólfur Þ Hraundal, 22.12.2015 kl. 07:56

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já en "strax" er teygjanlegt hugtak, eins og Vigdís Hauksdóttir hefur kennt okkur.

Wilhelm Emilsson, 22.12.2015 kl. 08:03

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Upphafið að ESB her. Þessi landamæralögregla verður sjálfstæð stofnun innan ESB, með eigin stjórn, tæki og tól og mun hafa vald til að yfirtaka ytri landamæri Schengen hvar sem henni þóknast og gegn vilja stjórnvalda í viðkomandi landi. Þetta er hervald í sinni tærustu mynd og sannarlega upphaf ESB hers.

Það var hlegið fyrir nokkrum árum síðan, hér á landi, þegar menn nefndu að ESB hefði áhuga á að setja upp eigin herafla. Að með inngöngu í ESB væri Ísland að ganga inn í herveldi og jafnvel að herskylda gæti orðið hér á landi.

Með landamæralögreglu er verið að gera Ísland að herveldi. Herskylda mun síðan koma, þegar ófriðurinn innan Evrópu magnast. Þá mega Íslendingar búast við að verða kallaðir til þjónustu, enda aðili að ESB herveldinu gegnum Schengen.

Gunnar Heiðarsson, 22.12.2015 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband