Ójafnaðarflokkur Íslands líður undir lok

8,2 prósent þjóðarinnar segist styðja Samfylkinguna, samkvæmt nýrri könnun. Samfylkingin var stofnuð sem jafnaðarflokkur en boðar ójöfnuð. Almenningur áttar sig á óhreinlyndi flokksins og yfirgefur hann.

Ójafnaðarstefna Samfylkingar birtist í fylgisspektinni við ESB-aðild og upptöku evru. ESB-aðild fæli í sér stórfellt atvinnuleysi hér á landi með tilheyrandi ójöfnuði. Íslenska krónan er tæki til jöfnunar; í kreppu heldur hún uppi atvinnu og í góðæri jafnar hún ábata þjóðarbúsins til allra með því að lækka vöruverð.

Íslendingar vita að fullveldið og krónan jafnar lífskjörin. Þeir sem vilja meiri ójöfnuð, til dæmis Björn Eydal Davíðsson, nefna sérstaklega krónuna sem höfuðandstæðing.

Óhreinlyndið sem pólitík Samfylkingar byggir á, að þykjast jafnaðarflokkur en boða ójöfnuð, er ekki hægt að fela með fagurgala. Undirstöður flokksins eru ónýtar.

Ólíklegt er að Samfylkingin bjóði fram við næstu alþingskosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Og Framsóknflokkurinn er með heil 9.9%, en það er náttúrulega ekkert að marka skoðanakannanir--nema náttúrulega þegar það hentar manni :) 

Wilhelm Emilsson, 13.11.2015 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband