Evrópa er ekki örugg fyrir sjálfri sér

Schengen-samstarf ESB-ríkja, sem Ísland á aðild að, hrundi þegar flóttamenn frá mið-austurlöndum og Afríku gerðu áhlaup á sameiginleg landamæri Evrópusambandsins. Það kom á daginn að á bakvið sameiginleg landamæri var ekki sameiginleg stefna um aðgerðir þegar landamærunum var ógnað.

ESB-ríkin tóku hvert af öðru upp landamæravörslu og viku Schengen-reglum til hliðar. Merkel kanslari Þýskalands boðar að 20 daga framhald verði á afnámi Schengen-samstarfsins. Það er bjartsýni.

Meirihluti Þjóðverja er á móti þeirri stefnu Merkel að taka við milljón flóttamönnum. Aðeins einn af hverjum fimm Þjóðverjum eru hlynntir. Þýsk stjórnvöld munu taka mark á þessari afstöðu þýsku þjóðarinnar. Þar af leiðir verður Schengen-samstarfið ekki endurvakið enda treysta þýsk stjórnvöld ekki öðrum evrópskum ríkjum fyrir þýskum landamærum.


mbl.is Vilja „tryggja öryggi og reglu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband