Evru-ríkin dreymir um Ísland

Evru-ríkin getur aðeins dreymt um íslenskan efnahagsbúskap með hagvexti og lágu atvinnuleysi, segir viðskiptaféttaveitan Bloomberg.

Evru-ríkin eru í varanlegri kreppu og gjaldmiðlasamstarfið mun springa vegna pólitískrar reiði sem kreppan veldur, segir Jeremy Warner á Telegraph.

Eina leiðin til að bjarga evru-ríkjunum er að gera þau að sambandsríki eins og Þýskaland, segir Wolfgang Münchau í Spiegel.

ESB-sinnar á Íslandi, sem létu sig dreyma um evru-aðild, búa við stöðuga martröð þegar Ísland er orðið fyrirheitna land evru-ríkjanna.


mbl.is Ísland á leið í hóp þeirra ríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haha - góður að vanda kæri Páll !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.8.2015 kl. 11:11

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ætli ESB hafi hug á að sækja um aðild að Íslandi og taka upp ISK í stað Evru? laughing

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.8.2015 kl. 11:34

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Niður með vextina!

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2015 kl. 12:39

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Pólitísk sjálfsblekking ívafinn örvæntingu þessi pistill.

Alt sem andstæðingar Evrópusamstarfsins  hafa sagt undanfarin mörg ár hefur reynst rangt.  Allt saman.

Hægt og rólega fjarar undan Andsinnum og aðild Íslands að Sambandinu verður barasta þróun.

Við erum nú þegar 80-90% aðilar að Evrópusambandinu og svo sem lítið verk að klára það er útaf stendur.  Gæti tekið part úr degi.

Íslendingar eiga hugsanlega eftir að vakna upp við það einn daginn að landið er alveg komið í Sambandið.  Fullur og formlegur aðili.  Og það gæti hafa gerst með hægfara þróun.  Sennilegast verður það þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.8.2015 kl. 17:52

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hverjir eru þessir meintu "andstæðingar Evrópusambandsins"???

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2015 kl. 18:28

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÓBK

Þú hefur fullkomlega rangt fyrir þér í þessari athugasemd sem jafnan.

Þú ert ekkert að k oma á óvart með það auðvitað laughing

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.8.2015 kl. 22:03

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

ÓBK, Hið rétta er að EES samningurinn með viðaukum (articles, annexes, protocols og final act) er um 1.300 síður á meðan ESB regluverkið í heild er um 100.000 síður. Ísland er búið að taka upp 80% af þessum 1.300 síðum eða sem nemur um 1.040 síðum sem er c.a 1% af heildar regluverki ESB.

http://www.efta.int/legal-texts/eea

Eggert Sigurbergsson, 20.8.2015 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband