Ólafur Ragnar og unglingarnir

Unglingar ráða ferðinni í íslenskum stjórnmálum. Enginn formanna stjórnmálaflokka á alþingi er yfir fimmtugt. Til að vega upp á móti æskufjöri á alþingi er æskilegt að á Bessastöðum sitji ráðsettur maður húsvanur stjórnmálum og reyndur á alþjóðavísu.

Ólafur Ragnar Grímsson er maður sem tvinnar saman ólíka þætti er sjaldan finnast í einni og sömu opinberu persónunni; hann er umdeildur en jafnframt farsæll.

Þegar Ísland logaði stafnanna á milli, kjörtímabil vinstristjórnarinnar 2009 til 2013, var Ólafur Ragnar öryggishnappur þjóðarinnar. Án Ólafs Ragnars hefðum við ekki fengið að kjósa frá okkur Icesave-klyfjar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Ólafur Ragnar á heima á Bessastöðum næsta kjörtímabil.


mbl.is Verður bitist um Bessastaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég vil að völd og ábyrgð fari að haldast í hendur:

=Að fólk fari að kjósa sér pólitískan forseta sem að leggur af stað með stefnur í öllum málum eins og t.d. makrílnum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1792985/

Jón Þórhallsson, 2.8.2015 kl. 11:09

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Prestar landsins eru alltaf að biðja "GUÐ" um hitt og þetta í öllum messum; er fólk að átta sig á því að fólk hefur valmöguleika í kosningum?

Jón Þórhallsson, 2.8.2015 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband