Pólitísk heiftarverkföll BHM

Bandalag háskólamanna stundar pólitísk verkföll sem innblásin eru andstyggð á stjórnvöldum en ekki réttmætum launakröfum vinnandi stétta. Pólitíska heiftin er svo mikil að BHM lætur sér fátt um finnast um lög og reglur.

Ólögleg verkfallsboðun er grafalvarlegt mál, ekki síst þegar eiga í hlut stéttarfélög opinberra starfsmanna. Þegar opinberir starfsmenn eru í vinnunni er þeim treyst til að framfylgja landslögum. Það veit ekki á gott þegar trúnaðarmenn opinberra starfsmanna hafa landslög í flimtingum.

Páll Halldórsson var náinn samherji Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrv. forsætisráðherra. Næst á eftir Páli í formennsku BHM er fyrrverandi þingmaður Samfylkingar. BHM-liðar reyna ekki að fela pólitíkina í flokksstarfinu sem launþegar halda uppi.


mbl.is Boðunin úrskurðuð ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þetta þá pólitískt heiftarblogg?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2015 kl. 22:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sérðu ekki Guðmundur að bloggari  skýrir frá ólöglegri verkfallsboðun BHM.Það er hið alvarlegasta mál og bara alls ekki hægt að líða. Ertu svo kalsryfjaður að þú látir þér fátt um finnast,þegar sjúklingar eiga í hlut,það sjá allir illskuna í þessum aðgerðum,þar er pólitíkin í sinni grófustu mynd.

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2015 kl. 00:29

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

leiðr. Kaldryfjaður

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2015 kl. 00:30

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var Páll ekki varaformaður BHM og tók við hvað um áramótin. En rétt að benda Páli á að það eru held ég upp undir 20 stéttarfélög í BHM og þau kusu öll um verkfallsboðunina! Held að Páll hafi nú ekki svo mikil áhrif að hann ráði í öllum félögum. Þórunn var nú ekki kosin fyrr en fyrir 3 vikum eða svo og kom ekkert að þessum málum og hefur sagt að hún ætli Páli að leiða þetta starf. Alveg eins og þegar Félag Framhaldskólakennara skipti um formann en hún lét fráfarandi formann leiða samninganaviðræður áfram og kom ekki inn fyrr en að þeir voru feldir og samið um ríflegar hækkanir handa framhaldsskóla kennurum. En auðvita eiga aðrir ekki að fá svona hækkanir! Þeir eru ekki þess verðir. En úps við erum nú að sjá að heilbrigðiskerfið gengur ekki án þeirra en samt erum við að bjóða þeim grunnlaun upp á 300 þúsund fyrir dagvinnu! Og horfum svo í að þau geti hækkað launin með því að vinna mikla yfirvinnu og taka kvöld og helgarvaktir. Nú vann ég vaktavinnu í 28 ár og get vottað það að það er fólki með fjölskyldur ekki auðvelt og hvað þá ef að það þarf að taka margar aukavaktir líka. En þetta þurfa geislafærðingar og lífeindafræðingar að gera. Og fyrir þetta fá þeir skíta kaup í grunninn.  Held líka að þessi þráhyggja að Samfylkingin stjórni öllu bakvið tjöldinn sé nú að verða dálítið fyndinn og virkilega barnaleg! Skv. henni ræður Samfylkingin öllum fjölmiðlum, öllum starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga og þau eru bara viljalaus verkfæri. Og öllum verkalýðsfélögum, ESB og öllu sem er ríkisstjórninni ekki að skapi. Ef svo væri þá væri nú lífið leikur hjá okkur og þingmenn gætu hallað sér aftur og látið þessa aðila vinna verkin sín. Þetta er nú meira ruglið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.5.2015 kl. 00:35

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga, fórstu á mis við kaldhæðnina?

Nei ég er ekki svo kaldrifjaður að finna ekki til með sjúklingum sem verða fyrir skaða af verkföllum. Það er vitanlega hið versta mál.

Ég get hinsvegar alls ekki fallist á að það sé mál sem einhver pólitískur ágreiningur ríkir um. Mér er ekki kunnugt um neinn stjórnmálaflokk sem hefur það beinlínis á stefnuskrá sinni að leggjast gegn bættum kjörum launþega og  láta svo afleiðingar af deilum á vinnumarkaði bitna á sjúklingum.

Ef til væri slíkur flokkur myndi ég allavega ekki vilja kjósa hann.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2015 kl. 00:54

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég fer á mis við margt,eins og gengur.En það er þetta með heiftina pólitíska,það hefur ekki farið framhjá neinum að hún er viðvarandi. Bloggarar taka upp þykkjuna fyrir hvert annað,þarna hæðir þú réttláta söguskýringu Páls og ég ekki ánægð með það. Sú var tíðin að við vorum samherjar gegn Icesavekúguninni.Þá fékk ég að sjá hvernig heiftúðlega var vegið að þér persónulega,eða eins og sagt er farið í manninn en ekki málefnin.Þú hlýtur að vera búinn að eyða því. Svo læt þetta nægja að sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2015 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband