Konungsríkið Ísland á leið til lýðveldis

Ísland varð með Kalmarsambandinu seint á 14. öld útnáraeyja í konungdæmi sem skilgreindi sig sem meginlandsveldi í Evrópu. Þegar Ísland varð hluti af Noregsveldi á 13. öld með Gamla sáttmála var landið í þjóðleið. Norska ríkið náði einnig yfir eyjarnar norður af Skotlandi, Færeyjar og Grænlands.

Kalmarsambandið týndi Grænlandi, missti skosku eyjarnar og gerði Ísland að jaðarríki sem var leiksoppur enskra og þýskra hagsmuna á 15. og 16 öld. Eftir klofning Kalmarsambandsins í dönsku og sænsku konungsríkin einangraðist Ísland undir dönsku forræði þar sem einokunarverslun og einveldi léku stórt hlutverk.

Íslendingar sóttu í sig veðrið þegar einveldistíma Evrópu lauk í kjölfar frönsku byltingarinnar og eftirskjálftum hennar. Jón Sigurðsson lagði grunninn að réttindabaráttu Íslendinga um miðja 19. öld. Rökrétt niðurstaða af baráttu kynslóðar Jóns fékkst þó ekki fyrr en í lok fyrri heimsstyrjaldar.

Danir óskuðu sér danskra íbúa Þýskalands í Slésvík með vísun í þjóðríkjaregluna sem Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti kynnti. Til að bæta samningsstöðu sína í væntanlegum friðarsamningum fengu Íslendingar sumarið 1918 fullveldi reist á kröfum Jóns Sigurðssonar þar sem íslendingar og Danir hylltu sama konung en hvor þjóðin um sig með eigið þing og ríkisvald.

Fullveldissamningurinn, sem tók gildi 1. desember 1918, var til 25 ára. Evrópa var þá komin í annað heimsstríð. Danmörk var hersetin af Þjóðverjum sem og Noregur. Gamla nýlenduveldið, Bretland, taldi nauðsyn að hertaka Ísland og sendi lítið lið og vanbúið, líkt og kemur fram í frásögn Morgunblaðsins.

Bretar voru með Íslandsleiðangrinum 1940 komnir að ítrustu þanmörkum veldi síns. Þeir börðust við Þjóðverja í tveim heimsálfum, Evrópu og Afríku, og í Asíu sátu Japanir um breska hagsmuni.

Bretar gáfu rísandi stórveldi Bandaríkjanna eftir Norður-Atlantshafið sumarið 1941, þegar banariskt herlið tók við breska hernáminu á Íslandi. Bandaríkin voru ekki enn formlegur aðili að seinna stríði. Það gerðist ekki fyrr en sex mánuðum síðar, þegar Japanir réðust á Perluhöfn.

Íslendingar, líkt og í fyrra stríði, nýttu sér stöðu heimsmála, kvöddu gömlu Evrópu með því að slíta konungssambandinu, sem tók fyrst gildi 1262, og stofnuðu til lýðveldis á Þingvöllum 17. júni 1944.  

Lýðveldisstofnunin var leiðrétting á mistökum Gamla sáttmála. Í sögu lýðveldisins er einn flokkur sem vil endurtaka mistökin frá 13. öld. Sá flokkur heitir Samfylking og vafasamt er að hann bjóði fram til næstu þingkosninga. 

 


mbl.is Litla eyjan gríðarlega mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Samt segjir þú ekkert frá því á hverju við byggjum Páll. Skautar algerlega fram hjá því. Þú getur skautað yfir forsöguna, en hvað af því er sannleykanum samkvæmt. Heldur þú því virkilega fram að Jón Sigurðsson hefði ekki viljað skoða ESB aðild, ef ekki, þá ertu ómarktækur og þú veist það best sjálfur. Jón S. var framsýnn, og vildi umfram allt vera hluti af miklu stærra, því hann gerði sér grein fyrir smæð sinnar þjóðar. Held hann hafi margsnúið sér í gröf sinni yfir ömurlegheitum núverandi stjórna á Íslandi, sérstaklega núverandi stjórn, sem ítrekað gerir upp orð úr munni Jóns Sigurðssonar, sem aldrei urðu!!!

Jónas Ómar Snorrason, 10.5.2015 kl. 10:24

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jónas

Lastu ekki pistil Páls ? Eða ertu einn þeirra sem getur ekki lesið sér til gagns ? Þá virðist þú ekki þekkja Íslandssöguna vel miðað við fullyrðingar Þínar, og lítt hefur þú kynnt þér hinn drykkfellda Jón Sigurðsson og málflutmning hans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.5.2015 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband