Nábýlið, metingurinn og sjálfshatrið

Íslendingar búa betur en flestar þjóðir heims. Á mælikvarða hagvísa erum við lánsöm og aðrir þættir s.s. lífslengd og ungbarnaheilbrigði setja okkur í efstu sæti á heimsvísu.

Samt unum við ekki sátt og rjóð við okkar hlut. Nábýlið ýtir undir metnað, sem sumpart stælir fólk til átaka að sækja til sín réttmæta sneið þjóðarkökunnar, en getur orðið að dómgreindarlausum yfirgangi.

Annað atriði sem slær á þjóðarhamingjuna er sjálfshatrið sem sumir næra með sér. Hatrið á sér persónulegar skýringar en er varpað yfir á samfélagið. Sjálfshatrið býr oft í pennaliprum. Á dögum bloggs og netmiðlunar flæðir hatrið óhindrað fram í umræðunni.


mbl.is Skuldir heimilanna hafa lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætla ekki að nefna nein nöfn, en getur fyrsti stafurinn verið Jönas Kristjáns, Illugi Jök, Guðmundur Andri og Gunnar Smári?

:D

Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2015 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband